Slökkvilið

Fréttamynd

Sjö bíla á­rekstur í Ár­túns­brekku

Laust eftir klukkan 17 í dag varð árekstur í Ártúnsbrekku við eldsneytisstöð N1 í austurátt. Alls voru sjö bílar sem lentu saman. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka.

Innlent
Fréttamynd

Hiti aftur farinn að aukast í bátnum

Enn er nokkur hiti í netabátnum Grímsnesi GK-555 sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Slökkvilið er enn að störfum og verið að dæla töluverðum sjó í gegnum skipið til að kæla það. 

Innlent
Fréttamynd

Gríðar­legur hiti og eldurinn erfiður viður­eignar

Gríðarlegur hiti og eldur var í Grímsnesi GK-555, netabáti sem brann í Njarðvíkurhöfn í nótt og í morgun. Varaslökkviliðsstjóri segir eldinn hafa verið gríðarlega erfiðan við að etja. Þá hafi karlmaður sem lést í brunanum ekki verið með lífsmarki þegar slökkvilið náði að koma honum út úr skipinu.

Innlent
Fréttamynd

Skúr í ljósum logum í Gufu­nesi

Skúr stóð í ljósum logum í Gufunesi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Tveir dælubílar fóru á vettvang en slökkviliðið segir útkallið hafa verið umfangsminna en talið var í upphafi.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í ofelduðu brauði

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi dælubíla á vettvang í tvígang í gær þegar kviknaði í vegna matseldar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slökkviliðinu sem biður íbúa að fara yfirfara grillið fyrir sumarið.

Innlent
Fréttamynd

Rútan enn í ánni

Rútan, sem valt út í á skammt frá Vindheimamelum í Skagafirði um hálf þrjú í dag, liggur enn í ánni. Sex farþegar voru fluttir á slysadeild á Akureyri en hlúð var að öllum í húsi flugbjörgunarsveitar í Varmahlíð.

Innlent
Fréttamynd

Alelda jeppi í Garðabæ

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út þegar tilkynnt var um eld í jeppa á Reykjanesbraut í norðurátt við Hnoðraholt í Garðabæ um klukkan 7:30 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Gamall Volvo brann til kaldra kola í Kópavogi

Eldur kom upp í bifreið í Kórahverfinu í Kópavogi í dag. Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu brann bíllinn til kaldra kola en um var að ræða gamlan bíl frá Volvo.

Innlent
Fréttamynd

Mörg þúsund lítrar málningar láku í Mosfellsbæ

Mörg þúsund lítrar af hvítri málningu láku út á þjóðveginn við Varmá í Mosfellsbæ þegar farmur bíls valt um hálf sex leytið í kvöld. Fulltrúar Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlitsins og efnaeyðingar Terra eru að vinna að því að hreinsa upp málninguna.

Innlent
Fréttamynd

Eldur logaði í safn­haug fram á nótt

Mikið mæddi á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring. Dælubílar voru sendir í  fjögur útköll, þar af eitt sem tók fjórar klukkustundir, og sjúkralið sinnti 94 sjúkraflutningum, sem er vel yfir meðaltali.

Innlent
Fréttamynd

Leigu­salar nýti sér slæma stöðu fólks til að græða

Ekki er leyfi fyrir búsetu í leiguherbergjum við Funahöfða í Reykjavík, þar sem eldur kom upp í gær. Borgarfulltrúi segir að verið sé að nýta slæma stöðu leigjenda til að græða á þeim. Áratugur er síðan fjallað var um slæman aðbúnað í húsnæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Sumar­bú­staður við Laugar­vatn brann til kaldra kola

Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans.

Innlent