Húsið sem um ræðir er sögufrægt fyrir ýmsar sakir. Það var byggt af Sigurði Ó. Ólafssyni, sem var alþingismaður Árnessinga árin 1959-1967. Í húsinu var kaupfélagið Höfn, sem Sigurður Óli var yfir, starfrækt en síðustu ár hefur ekki verið föst búseta í húsinu.
„Við eigum ekki stóra og langa sögu, Selfoss, en þetta var eitt af þeim húsum sem má segja að hafi verið stolt bæjarins.“

„Það átti að gera þessu húsi hátt undir höfði í nýjum miðbæ, en nú er lítið annað að gera en að byggja það bara frá grunni. Það verður endurbyggt aftur, í einhverri mynd,“ segir Leó í samtali við Vísi. Leó er stjórnarformaður Sigtúns þróunarfélags sem hefur staðið fyrir uppbyggingu nýja miðbæjarins á Selfossi.
„Það stóð til að færa það innan lóðar og gera það upp. En maður er í hálfgerðu sjokki.“
Hann kveðst ekki hafa forsendur til að meta hvað gæti hafa valdið því að eldur kviknaði í húsinu.
„Það er annarra að meta og finna út úr því.“
