Tímamót

Fréttamynd

Biggi lögga og Sísi gengin í hnapp­helduna

Birgir Örn Guðjónsson, þekktur sem Biggi lögga, og Sísí Ingólfsdóttir listakona gengu í hnapphelduna liðna helgi í Fríkirkjunni í Reykjavík. Bjarni Sæmundsson, leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt, gaf parið saman í návist þeirra nánustu fjölskyldu og vina.

Lífið
Fréttamynd

Ekki þurr þráður í brúð­kaupi Lóu Pind og Jónasar

„Dagurinn var gjörsamlega fullkominn,“ segir sjónvarpskonan og hin nýgifta Lóa Pind sem giftist Jónasi Valdimarssyni við hátíðlega og fjöruga athöfn í Iðnó síðastliðið laugardagskvöld, þann 11.11.23. Gestir felldu gleðitár og var dansað langt fram eftir kvöldi. 

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Dýrið gengur laust“

Tónlistarhátíðin Airwaves, árshátíðir erlendis og jólaundirbúningur var einkennandi fyrir liðna viku hjá stjörnum landins. Söngdrottning fagnaði áttræðisafmæli með stæl.

Lífið
Fréttamynd

Tinna Alavis eignaðist dreng

Áhrifavaldurinn og fegurðardísin Tinna Alavis hefur eignast dreng. Hún deildi gleðifregunum á samfélagsmiðlum í gær með fallegri mynd af syninum.

Lífið
Fréttamynd

Síðasta lag Bítlanna er komið út

Það má segja að John Lennon syngi í gegnum móðuna miklu því lag sem hann samdi og söng skömmu fyrir andlát sitt kom út í dag. Lagið sem um ræðir var óklárað úr smiðju söngvarans en gervigreind kom því í verk að hægt var að gefa það út nú áratugum eftir andlát hans.

Lífið
Fréttamynd

Út­skrifaðist með áttundu há­skóla­gráðuna 74 ára gömul

Kristín Thorberg útskrifaðist með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri síðastliðið vor. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Kristín fagnar 75 ára afmæli sínu á næstunni og lögfræðigráðan var hennar áttunda háskólagráða. Hún er hvergi nærri hætt.

Innlent
Fréttamynd

Hugleikur og Karen giftu sig með sínum hætti

Grínistinn Hugleikur Dagsson og búningahönnuðurinn Karen Briem giftu sig í Tjarnarkirkju í Svarfaðardal í gær. Páll Óskar Hjálmtýsson stýrði athöfninni og gestir mættu í veisluna í stórkostlegum búningum enda hrekkjavakan á næsta leyti.

Lífið
Fréttamynd

Forsetinn og ráðherra mættu í afmæli Reynis Péturs

Það var mikill fögnuður á Sólheimum í Grímsnesi í dag þegar styttan af Reyni Pétri Ingvarssyni, göngugarpi úr Íslandsgöngunni kom heim eftir að hafa verið á flækingi, nú síðast í Grænlandi. Þá var 75 ára afmælisdegi Reynis Péturs líka fagnað en meðal viðstaddra var forseti Íslands, dómsmálaráðherra og Ómar Ragnarsson.

Lífið
Fréttamynd

„Mér leið eins og ég gæti sigrað heiminn“

Athafnakonan Alexandra Helga Ívarsdóttir trúði ekki eigin augum þegar hún fékk jákvætt þungunarpróf eftir hún og eiginmaður hennar, Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður, höfðu reynt að eignast barn í sex ár. Loksins kom lítil stúlka.

Makamál
Fréttamynd

Anníe Mist ólétt

CrossFit-kempan Anníe Mist Þórisdóttir er ólétt af öðru barni sínu. Hún greindi frá tíðindunum á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

„Ég fer afar þakklát inn í óvissuna með dass af kvíða“

Íþróttafrömuðurinn Gerður, þekkt sem Gerða-In Shape eða Jane Fonda Íslands, hefur ákveðið að hætta þjálfun á námskeiðinu, In Shape, í Worlds Class í nóvember. Námskeiðin hafa notið gríðarlegra vinsælda síðastliðin ár, sérstaklega hjá samfélagsmiðlastjörnum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Þór­dís og Júlí eiga von á barni

Listaparið Þórdís Björk Þorfinnsdóttir og Júlí Heiðar Halldórsson eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir eiga þau hvort sinn soninn frá fyrri samböndum. 

Lífið
Fréttamynd

Óttar og Anna Rut skilja

Óttar Pálsson, lögmaður á Logos, og Anna Rut Þráinsdóttir viðskiptafræðingur hafa ákveðið að slíta samvistum.

Lífið
Fréttamynd

Ein fegursta bygging heims fagnar stórafmæli

Ein frægasta bygging 20. aldarinnar hélt upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Það tók 14 ár að byggja húsið og kostnaðurinn við bygginguna var 15 sinnum hærri en upphafleg kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Arkitektinn sem hannaði bygginguna sá hana aldrei, þrátt fyrir að hafa lifað í 35 ár eftir að húsið var fullbyggt.

Erlent