Pakistan

Fréttamynd

John Snorri þurfti að snúa við en ætlar seinna á toppinn

Fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson og föruneyti hans, sem hélt af stað á topp K2 á laugardaginn, neyddust til að snúa við vegna veðurs og tókst ekki að ljúka för sinni á toppinn. Teymið er komið aftur í grunnbúðirnar og eru allir heilir á húfi.

Innlent
Fréttamynd

John Snorri leggur af stað á toppinn

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er að leggja af stað á K2 í dag og er stefnan sett á toppinn. John Snorri greinir frá því á Facebook í dag að hann stefni á að leggja af stað klukkan níu að kvöldi að staðartíma í Pakistan, eða núna klukkan fjögur að íslenskum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Enn einn harmleikurinn við K2

Alex Goldfarb, Bandaríkjamaður sem hugðist klífa fjallið Broad Peak í grennd við K2 nú í janúar, fannst látinn í gær eftir umfangsmikla leit. Íslendingurinn John Snorri Sigurjónsson var á meðal þeirra sem tóku þátt í leitinni.

Erlent
Fréttamynd

John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2

„Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2.

Innlent
Fréttamynd

Varð á undan John Snorra á toppinn

Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til.

Erlent
Fréttamynd

Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga

Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir.

Erlent
Fréttamynd

John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn.

Innlent
Fréttamynd

John Snorri alls ekki sá eini sem er að reyna sigra K2

Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson er ekki sá eini sem freistar þess að verða sá fyrsti sem kemst á topp K2-fjallsins að vetri til. Þrír aðrir hópar eru með ferðir í undirbúningi á næstu vikum og dögum, þar á meðal maðurinn sem John Snorri gagnrýndi eftir að hætta þurfti við síðustu atlögu hans að toppi fjallsins.

Erlent
Fréttamynd

Snælduvitlaust veður í grunnbúðunum hjá John Snorra

„Veðrið var klikkað í nótt og sum tjöldin þar á meðal eldhústjaldið sprungu,“ segir John Snorri Sigurjónsson fjallgöngukappi. Hópur hans kom í grunnbúðir í gær og bar sig vel. Veðrið í nótt fór hins vegar illa með nýuppsettar búðir.

Innlent
Fréttamynd

Cher kemur einmana fíl til bjargar

Söngkonan Cher er nú stödd í Pakistan þar sem hún tekur þátt í björgun fílsins Kaavan, sem hefur verið kallaður sá fíll heimsins sem er mest einmana. Kaavan hefur varið 35 árum í dýragarði í Pakistan en maki hans dó árið 2012 og síðan þá hefur hann verið einn.

Erlent
Fréttamynd

Hátt í sextíu farendur taldir af í Tyrklandi

Hátt í sextíu farendur gætu hafa farist í bát sem sökk í stöðuvatninu Van í Tyrklandi í síðustu viku. Þetta segir innanríkisráðherra Tyrklands en Tyrkir settu af stað leit, meðal annars með þyrlum, þegar ljóst var að báturinn með fólkinu um borð hefði ekki skilað sér til hafnar þann 27. júní síðastliðinn.

Erlent
Fréttamynd

97 létust í flugslysinu

Í það minnsta 97 létust þegar pakistönsk farþegaþota brotlenti í íbúðarhverfi í borginni Karachi í gær. Flugriti vélarinnar er fundinn og munu flugmálayfirvöld rannsaka slysið.

Erlent
Fréttamynd

Tugir fórust í flugslysinu í Pakistan

Að minnsta kosti þrjátíu og sjö fórust og enn fleiri er saknað eftir að pakistönsk farþegaflugvél brotlenti í íbúðahverfi í borginni Karachi í dag. Þremur hefur verið bjargað enn sem komið er, tveimur farþegum og einum íbúa hverfisins.

Erlent