Palestína

Fréttamynd

Eru mann­réttindi einungis orð á blaði?

Við þekkjum flest orðið mannréttindi, og getum við flest verið sammála um að grundvallar mannréttindi eru hornsteinn góðra lífskjara. Orðið mannréttindi er skilgreint í íslenskri orðabók á eftirfarandi hátt; tiltekin grundvallarréttindi hverrar manneskju, óháð þjóðerni, kyni, kynhneigð, trú og skoðana.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraels­menn komnir inn á al Shifa-sjúkrahúsið

Ísraelsher segist standa í hernaðaraðgerð gegn Hamas innan al Shifa-sjúkrahússvæðisins. Um sé að ræða hnitmiðaða aðgerð á afmörkuðu svæði. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, segir herinn við leit í kjallara sjúkrahúsbyggingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Firring

Jódís Skúladóttir þingmaður skrifar í Vísi þann 11. nóvember pistil sem ber yfirskriftina "Keisaraskurður án deyfingar". Jódís hefur pistilinn á að minnast á "Þær hryllilegu árásir sem við horfum upp á dag eftir dag" og "fylla okkur viðbjóði og vanmætti”.

Skoðun
Fréttamynd

Þúsundir flýja um­kringd sjúkra­hús

Harðir bardagar við sjúkrahús í norðurhluta Gasastrandarinnar hafa þvingað þúsundir Pelstínumanna til að flýja síðustu skjól svæðisins. Hundruð eru enn fastir á sjúkrahúsunum en þar á meðal eru sjúklingar í alvarlegri stöðu og nýfædd börn en birgðir eru að klárast og ljósavélar eldsneytislausar.

Erlent
Fréttamynd

Á­lyktun um vopna­hlé sam­þykkt – en hvað svo?

Eftir mánuð af endurteknum mótmælum, fjölda samstöðufunda og stöðugum þrýstingi frá almenningi á þingfólk, eftir áskoranir frá mannréttindasamtökum og fagfélögum sem og undirskriftalista sem þúsundir Íslendinga settu nafni sitt við, brást Alþingi loksins við þeim þjóðernishreinsunum sem eiga sér nú stað á Gaza og ályktaði þann 9. nóvember s.l. samhljóða um að kalla eftir vopnahléi í árásum Ísraelsríkis á Palestínu.

Skoðun
Fréttamynd

Flytja ný­bura af spítalanum sem enn er án raf­magns

Starfsfólk á stærsta spítala Gasa, al-Shifa, segja sjúklinga og fólk á flótta fast í hræðilegu ástandi á meðan átök fara fram í nærliggjandi götum. Ísraelsher segist ætla að aðstoða við flutning nýbura af spítalanum í dag. Átök hafa geisað við spítalann í tvo daga. 

Erlent
Fréttamynd

Ekkert bendir til að blaða­menn á Gasa hafi vitað af á­rásunum

Framkvæmdastjóri HonestReporting segir samtökin aðeins hafa verið að velta upp spurningum þegar þau ýjuðu að því að palestínskir blaðaljósmyndarar hafi vitað af árás Hamas á Ísrael þann 7. október fyrir fram. Ekkert bendi til að ljósmyndararnir hafi vitað af árásinni fyrirfram. 

Erlent
Fréttamynd

Hamas og aðrir vopnaðir hópar verði að leysa gísla úr haldi

Amnesty International ítrekar ákall sitt um að óbreyttir borgarar í gíslingu á hernumdum svæðum á Gaza verði leystir úr haldi án tafar og skilyrðislaust. Á meðal gísla eru börn. Hamas og aðrir vopnaðir hópar hafa haldið þeim í gíslingu í mánuð eða frá 7. október.

Erlent
Fréttamynd

Segja Ísraela hafa sam­þykkt tíma­bundin hlé

Ríkisstjórn Ísrael hefur samþykkt að hætta árásum á Gasaströndina í fjórar klukkustundir á degi hverjum. Með þessu er vonast til þess að fleiri óbreyttir borgarar geti flúið frá norðurhluta Gasa, þar sem barist er á götum Gasaborgar og annarra byggða.

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða um Gasa á Al­þingi en pattstaða í á­tökum

Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvið barna­morðin strax

Þegar þessar línur eru ritaðar hefur útrýmingarherferð Ísraelshers á Gaza staðið í fjórar vikur. Fjöldi íbúa Gazarstrandarinnar sem fallið hafa fyrir kúlum, sprengjum og eldflaugum hersins er kominn yfir 10 þúsund manns og yfir 4000 börn hafa verið myrt. Þetta er ekki stríð gegn Hamas, þetta er stríð gegn palestínskum börnum.

Skoðun