Biden krefst tafarlauss vopnahlés Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. apríl 2024 21:35 Símtalið var það fyrsta milli þeirra tveggja síðan sjö hjálparstarfsmenn létust í loftárás í Gasa. AP/Mark Schiefelbein Joe Biden Bandaríkjaforseti krafðist tafarlauss vopnahlés í símtali við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels í dag. Hann sagði einnig að stuðningur Bandaríkjanna við aðgerðir Ísraelsmanna væri skilyrtur af því að gripið væri til alvöru aðgerða til að verja borgara og hjálparstarfsfólk á Gasasvæðinu. Leiðtogarnir tveir ræddu saman í síma í fyrsta sinn síðan sjö starfsmenn World Central Kitchen létust í ísraelskri loftárás. Í kjölfarið hefur Biden verið harðyrtari í garð ísraelskra stjórnvalda en þau höfðu áður átt að venjast. Símtalið varði í færri en þrjátíu mínútur og í því gerði Bandaríkjaforseti Netanjahú ljóst að Ísrael þyrfti að taka í gagnið nákvæma, markvissa og mælanlega ferla til að bregðast við mannfalli, mannúðarkrísu og öryggisleysi viðbragðsaðila, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Guardian greinir frá því að Biden hafi sagt að tafarlaust vopnahlé væri bráð nauðsyn og að hann hafi hvatt Netanjahú til að komast að samkomulagi við Hamasliða án tafar. Tilkynning Hvíta hússins er ólík þeim sem gefnar hafa verið út áður varðandi samband Bandaríkjanna og Ísraels. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn skilyrði fyrir stuðningi við Ísraelsmenn. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði hins vegar að stuðningur Bandaríkjanna við hernað ísraelsmanna væri enn „brynvarinn“ (e. iron-clad). Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Leiðtogarnir tveir ræddu saman í síma í fyrsta sinn síðan sjö starfsmenn World Central Kitchen létust í ísraelskri loftárás. Í kjölfarið hefur Biden verið harðyrtari í garð ísraelskra stjórnvalda en þau höfðu áður átt að venjast. Símtalið varði í færri en þrjátíu mínútur og í því gerði Bandaríkjaforseti Netanjahú ljóst að Ísrael þyrfti að taka í gagnið nákvæma, markvissa og mælanlega ferla til að bregðast við mannfalli, mannúðarkrísu og öryggisleysi viðbragðsaðila, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu. Guardian greinir frá því að Biden hafi sagt að tafarlaust vopnahlé væri bráð nauðsyn og að hann hafi hvatt Netanjahú til að komast að samkomulagi við Hamasliða án tafar. Tilkynning Hvíta hússins er ólík þeim sem gefnar hafa verið út áður varðandi samband Bandaríkjanna og Ísraels. Er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjaforseti hefur gefið í skyn skilyrði fyrir stuðningi við Ísraelsmenn. John Kirby, þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, sagði hins vegar að stuðningur Bandaríkjanna við hernað ísraelsmanna væri enn „brynvarinn“ (e. iron-clad).
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Von um vopnahlé vex en varað er við hörmungarástandi í Rafah Viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir í París þar sem leiðtogar leyniþjónusta og diplómatar freista þess að binda tímabundinn enda á átökin. Hörmungar vofa yfir hundruðum þúsunda Palestínumanna í borginni Rafa við landamærin að Egyptalandi vegna tilætlaðs áhlaups ísraelska hersins á borgina. 24. febrúar 2024 21:11