Filippseyjar

Fréttamynd

Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð

Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður.

Erlent
Fréttamynd

Sara Duterte fer í fram­boð

Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins.

Erlent
Fréttamynd

Tveir blaðamenn hljóta friðar­verð­laun Nóbels

Filippseyska blaðakonan og rithöfundurinn Maria Ressa og rússneski blaðamaðurinn Dmitry Muratov hljóta friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir baráttu sína til að tryggja tjáningarfrelsi í heiminum sem sé forsenda lýðræðis og varanlegs friðar.

Erlent
Fréttamynd

Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi.

Erlent
Fréttamynd

Sam­þykkir að verða vara­for­seta­efni flokksins á næsta ári

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur samþykkt að verða varaforsetaefni stjórnarflokksins í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Stjórnarskrá landsins kemur í veg fyrir að Duterte geti boðið sig sjálfur fram sem forseti á næsta ári og er þetta af mörgum talin leið fyrir forsetann til að framlengja valdatíma sinn.

Erlent
Fréttamynd

Hótar að láta hand­taka þá sem ekki vilja bólu­setningu

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur hótað að láta handtaka hvern þann Filippseying sem ekki lætur bólusetja sig við kórónuveirunni. Þá hefur hann gefið í skyn að fólk sem ekki er samvinnuþýtt með aðgerðum stjórnvalda til að halda faraldri veirunnar í skefjum eigi að yfirgefa ríkið.

Erlent
Fréttamynd

Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta

Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram.

Erlent
Fréttamynd

Her Kína sagður gera út flota fiskiskipa

Her Kína gerir út fjölmörg blá fiskiskip sem notuð eru sem sérstök sveit til að styrkja tilkall Kínverja til hafsvæða í Asíu og þá sérstaklega Suður-Kínahafi. Tilvist þessarar sveitar hefur ekki verið viðurkennd af ráðamönnum í Peking en sérfræðingar segja hundruð skipa og þúsundir áhafnarmeðlima tilheyra henni.

Erlent
Fréttamynd

Hani banaði lög­reglu­manni á Filipps­eyjum

Lögreglumaður á Filippseyjum er látinn eftir að hani, sem þjálfaður hafði verið upp til að stunda hanaat, réðst á hann við húsleit lögreglu á ólöglegum hanaatsstað í héraðinu Norður-Samar.

Erlent
Fréttamynd

Halda aftur flotaæfingar í Suður-Kínahafi og víðar

Yfirvöld Kína halda nú fimm mismunandi flotaæfingar á hafsvæðum í Austur-Asíu. Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem herinn heldur svo umfangsmiklar æfingar og á sama tíma er spenna að aukast mikið á svæðinu.

Erlent