Öskugos hafið á Filippseyjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2022 17:15 Aska og gufa risu upp frá eldfjallinu Bulusan um hádegisbilið í dag. AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Öskugos hófst á Filippseyjum í morgun í fjalli suðaustur af Maníla, höfuðborg landsins. Öskuskýið frá fjallinu nær um kílómeter upp í himininn og ösku hefur rignt yfir nærliggjandi bæi. Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla. Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Hættuástandi var lýst yfir vegna gossins af náttúruvárstofnun Filippseyja í morgun þegar aska tók að rísa upp frá eldfjallinu Bulusan í Sorsogon héraði. Samkvæmt frétt AP er hraunrennsli ekki hafið úr fjallinu þó öskuskýið liggi yfir því. Að sögn yfirvalda hafa engin slys á fólki orðið í tengslum við gosið. Fjórtán ferðamenn auk fjögurra leiðsögumanna voru í göngu á fjallinu þegar öskugosið hófst um hádegisbil en allir komust óhulltir til byggða. Bulusan er eitt virkasta eldfjall Filippseyja og nokkur skjálftavirkni mælst við fjallið að undanförnu. Síðastliðin ár hafa öskugos verið tíð í fjallinu. Hættuástandi hefur verið lýst yfir á nærliggjandi svæðum við eldfjallið.AP Photo/Karlyn Dupan Hamor Minnst sjö þorp í kring um fjallið hafa fundið fyrir öskufalli í dag og fólk verið hvatt til að halda sig innandyra og bera grímur fyrir vitum. Þá hafa ferðamenn verið beðnir um að aka varlega í nágrenni við fjallið. Yfirvöld funda nú um hvort rýma eigi nærliggjandi þorp, þá sér í lagi þungaðar konur, aldraða og börn. Utan þess svæðis sem flokkað er hættusvæði vegna eldgossins hafa íbúar suðaustur af eldfjallinu verið beðnir um að fylgjast vel með næstu daga og vera viðbúnir ef ske kynni að eldgos hefjist í fjallinu. Þá hefur einnig verið varað við aurskriðum vegna öskufallsins, en nú er mikil rigningatíð í Filippseyjum. Þá hafa flugmenn verið varað við því að fljúga nálægt fjallinu, sem er um 600 kílómetra suðaustur af Maníla.
Filippseyjar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52 Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31 Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Búa sig undir að flytja hundruð þúsundir burt vegna eldgossins Áframhaldandi skjálftavirkni og vaxandi þrýstingur undir eldstöðinni þykir vísbending um að enn stærra gos sé í vændum á FIlippseyjum. 13. janúar 2020 15:52
Eldgos hafið á Filippseyjum Eldgos er hafið í eldfjallinu Taal á Filippseyjum sem er í um sjötíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Manila. 13. janúar 2020 08:31
Gríðarlegar hamfarir á Filippseyjum Fellibylurinni Haiyan skall á austurströnd Filippseyja á föstudaginn og olli gífurlegu manntjóni og eyðileggingu. Lík liggja á víð og dreif og hanga jafnvel úr trjám. Samband hefur enn ekki náðst við fjölda byggða og reiknað er með að fjöldi látinna muni hækka enn meira. 11. nóvember 2013 06:45