Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Leik­skóli á­fram í Staðar­hverfi

Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins.

Skoðun
Fréttamynd

1.200 börn á biðlista og fjöldi staða ómannaður

Alls hafa 3.368 börn fengið pláss á frístundaheimilum í Reykjavík í haust en 1.155 eru enn á biðlista. Enn hefur ekki tekist að manna nema 75 prósent staða á frístundaheimilunum og sértækum félagsmiðstöðvum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall til al­þingis­manna

Staðreynd: Rekstur leikskóla er ekki lögbundið hlutverk sveitarfélaga. En það ætti að vera það. Það er undir Alþingi að lögfesta slíkt og tryggja fjármögnun fyrsta skólastigsins.

Skoðun
Fréttamynd

Virðist sem lausu plássin hafi ekki hentað foreldrum

Borgin segir ekki standa til að loka leikskólanum Bakka í Grafarvogi heldur sé verið að leita leiða til að nýta húsnæðið sem best. Formaður skóla- og frístundaráðs segir að laus pláss hafi verið kynnt foreldrum en þau virðist ekki hafa hentað. Foreldri segir megna óánægju með fyrirkomulagið meðal foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Segja stjórn­endur Bakka hafa fælt for­eldra frá í mörg ár

Foreldrar barna á leikskólanum Bakka í Grafarvogi segja stjórnendur skólans hafa markvisst í gegnum árin talað foreldra barna af því að skrá börnin sín á leikskólann. Nú séu börnin orðin það fá að hægt sé að réttlæta lokun leikskólans. Reykjavíkurborg segir enga ákvörðun hafa verið tekna varðandi lokun.

Innlent
Fréttamynd

Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Tak­markanir mennta­stefnu Reykja­víkur­borgar

Sælir Skúli Helgason og Helgi Grímsson.Þið þekkið okkur líklegast ekki en við þekkjum til ykkar og því miður ekki af góðu. Á sínum tíma stóðuð þið að baki lokun á grunnskóla Staðahverfis undir heitinu “Spennandi breytingar á skólastarfi í norðanverðum Grafarvogi” sem okkur foreldrum fannst hreinlega ekkert spennandi og orðavalið sjálft endurspeglaði virðingarleysi í garð barna á svæðinu.

Skoðun
Fréttamynd

Strand í Staðar­hverfi?

Þétting byggðar hefur lengi verið mantra þeirra sem stjórna Reykjavíkurborg. Afleiðingar þéttingarstefnunnar, þar sem ekki er hugað að innviðum fyrst, geta m.a. verið þær að erfitt sé fyrir foreldra að fá dagvistunarúrræði fyrir börn sín í viðkomandi hverfi og grunnskólar þar verði of fjölmennir.

Skoðun
Fréttamynd

Heimalestur: að berja börn til bókar eða nesta fyrir framtíðina?

Nú eru grunnskólar aftur teknir til starfa og mörg börn koma heim með lestrarhefti í skólatöskunni með kröfum um daglegan heimalestur. Fyrir margar fjölskyldur getur þó reynst erfitt, jafnvel ómögulegt þrátt fyrir góðan vilja, að uppfylla kröfur um að lesa fimm sinum í viku. Foreldrahlutverkið krefst mikils og í amstri hversdagsins eru ýmis krefjandi verkefni sem foreldrar verða að sinna auk heimalesturs barna.

Skoðun
Fréttamynd

Lára fékk langþráð já frá Háskóla Íslands

Lára Þorsteinsdóttir hefur fengið grænt ljós frá Háskóla Íslands til að sækja námskeiðið SAG101G - Sagnfræðileg vinnubrögð. Lára hefur vakið athygli á takmörkuðu framboði náms í boði hjá skólanum fyrir fólk með fötlun.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að stjórn­endur hafi átt að gera betur

Skólanefnd Fjölbrautaskóla Suðurlands sendi frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og viðurkennir að stjórnendur skólans og nefndin hafi átt að gera betur í tengslum við viðbrögð sín og miðlun upplýsinga um þau til nemenda, foreldra og fjölmiðla vegna meints kynferðisbrot innan veggja skólans. 

Innlent
Fréttamynd

„Það þýðir ekki að segja nem­endum að þau megi ekki tala um málið“

Talskona Stígamóta segir skóla verða að bregðast rétt við kynferðisbrotamálum, svo nemendum líði ekki eins og þeir þurfi að taka málin í eigin hendur. Hún setur spurningamerki við tölvupóst sem skólameistari Fjölbrautarskólans á Suðurlandi sendi nemendum, þar sem hann bað þá að ræða ekki meint kynferðisbrot. 

Innlent
Fréttamynd

Hefur áhyggjur af því að dómstóll götunnar taki völdin í málinu

Lögreglan rannsakar nú kynferðisbrot sem talið er hafa átt sér stað á salerni Fjölbrautaskóla Suðurlands. Meintur gerandi og brotaþoli eru báðir undir lögaldri. Skólastjóri skólans hefur áhyggjur af því að „dómstóll götunnar taki völdin í málinu“ og biðlar til nemenda að vanda sig í umræðunni.

Innlent
Fréttamynd

Við erum ekki til­búin fyrir skólann

Það eru tímamót í skólamálum Garðabæjar. Okkur hefur fjölgað hratt, sérstaklega barnafjölskyldum. Urriðaholtið hefur byggst upp á miklum hraða og annað hverfi á leið í uppbyggingu. Þetta eru tímamót sem kalla á pólitíska forystu sem sýnir framsækni og kjark. Kjark til ákvarðanatöku og samtals við íbúa um hvert skuli stefna.

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem kvíðinn fylgir skólanum

Nú eru grunnskólar landsins að hefja sitt starf eftir sumarfrí og mikil tilhlökkun er meðal flestra barna að hitta bekkjarfélaga sína og kennara eftir fríið. Sum þeirra eru þó því miður kvíðin, kvíðin fyrir hinu óþekkta og kvíðin því einelti og annars konar ofbeldi sem þau þurfa að kljást við í íslenskum skólum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir skóla­meistara FSu hafa lokað á nám fanga án sam­ráðs

Formaður Afstöðu, félags fanga, segir skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands hafa upp á sitt einsdæmi ákveðið að loka á nám fanga við skólann. Það hafi hann gert með því að skrúfa fyrir fjármagn til námsráðgjafa sem lagt hefur leið sína á Kvíabryggju til að aðstoða fanga við nám.

Innlent