Pósturinn
Nýr framkvæmdastjóri hjá Póstinum
Gunnar Þór Tómasson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs Póstsins en hann kemur frá fyrirtækinu EY og hefur þegar hafið störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum.
Stjórnvöld þyrftu að koma að ákvörðun um að hætta útburði bréfa
Íslandspóstur getur ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta að bera út bréfpóst. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandspósti sem barst upp úr hádegi í dag þar sem segir að Íslandspóstur sé ekki að íhuga að hætta að bera út bréfpóst líkt og ráða mátti af fréttum í morgun.
Frelsi án ábyrgðar
Eftir lestur undanfarið um rekstrarvandræði Íslandspósts er ástæða til að staldra við og velta fyrir sér ástæðum og afleiðingum.
Íslandspóstur íhugar að hætta að bera út bréf
Ein leiðin sem hægt væri að fara ef ganga á lengra í hagræðingu hjá Íslandspósti kæmi til greina að hætta að bera bréf inn um hverja lúgu. Þetta segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspóst, í Morgunblaðinu í dag.
Viðsnúningur í rekstri Íslandspósts sem skilaði 104 milljóna króna hagnaði
Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Jókst afkoma félagsins þar með um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra.
Er Íslandspóstur undanþeginn lögum?
Nýverið tók póst- og fjarskiptastofnun ákvörðun um að veita Íslandspósti 509.000.000 króna fjárframlag vegna veitingar alþjónustu á árinu 2020. Alþjónusta er sú póstþjónusta sem allir eiga rétt á aðgangi að, á viðráðanlegu verði.
Varar við netsvindli
Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.
Mest ánægja með eldsneytissölu Costco en minnst með þjónustu Póstsins
Pósturinn mældist með lægstu einkunn allra fyrirtækja sem tóku þátt í Íslensku ánægjuvoginni í fyrra, eða 56,6 stig af 100. Eldsneytissala Costco var aftur á móti hæst með 85,8 stig og er það í fjórða árið í röð sem viðskiptavinir eldsneytissölunnar mælast þeir ánægðustu á Íslandi með marktækum hætti.
Á hvaða vegferð er stjórn Íslandspósts?
Stjórnendur ríkisfyrirtækisins Íslandspósts ohf. hafa á undanförnum misserum tekið ákvarðanir, sem stórskaða samkeppni á póstmarkaði. Full ástæða er til að spyrja á hvaða vegferð hin pólitískt skipaða stjórn fyrirtækisins sé.
Enn fækkar þeim sem senda jólakort
Enn fækkar í hópi þeirra sem senda jólakort. Einungis sextán prósent segjast ætla að senda jólakort í bréfpóst í ár, að því er segir í niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Um 57 prósent segjast ekki ætla senda nein jólakort í ár, en 23 prósent segjast ætla að senda jólakort með rafrænum hætti.
Þórhildur ráðin forstjóri Íslandspósts fyrst kvenna
Þórhildur Ólöf Helgadóttir hefur verið ráðin í starf forstjóra Íslandspósts og hefur hún þegar tekið til starfa. Þórhildur er fyrsta konan til að gegna stöðu forstjóra Póstsins, að því er fram kemur í tilkynningu um ráðninguna frá Íslandspósti.
Vara við svikapóstum sem sendir hafa verið í nafni DHL og Póstsins
Valitor varar við svikahröppum sem reynt hafa að blekkja korthafa til að staðfesta kort í Apple Pay-snjallsímalausninni eða gefa upp SMS-öryggiskóða. Þannig hafa „sviksamlegir tölvupóstar“ til að mynda verið sendir út í nafni þekktra fyrirtækja á borð við DHL og Póstinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor.
Póstpólitík
Það kom ekki sérstaklega á óvart að forstjóri Íslandspósts hefði sagt starfi sínu lausu, eins og tilkynnt var í byrjun vikunnar.
Birgir hættir sem forstjóri Íslandspósts
Birgir Jónsson forstjóri Íslandspósts hefur ákveðið að láta af störfum hjá fyrirtækinu.
Kemur til Póstsins frá Advania
Aldís Björgvinsdóttir hefur verið ráðin í starf vörustjóra innlendra vara og þjónustu á þjónustu- og markaðssviði Póstsins.
Fékk aldrei sendinguna þrátt fyrir 78 tölvupósta
Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar.
Loka pósthúsinu við Síðumúla eftir smit
Pósthúsið í Síðumúla verður lokað í dag vegna Covid-19 smits sem kom upp hjá starfsmanni. Aðrir starfsmenn hafa verið sendir í sóttkví og verða prófaðir í dag.
Pósturinn í aðgerðum fyrir íslenska netverslun
Póstbox í fyrsta inn út á land og ýmsar aðgerðir aðrar í gangi hjá Póstinum sem ætlað er að styðja við íslenska netverslun.
Kemur til Póstsins frá Meniga
Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn sem teymisstjóri hugbúnaðarþróunar í upplýsingatæknideild Póstsins.
Valitor varar við svikapóstum í nafni Póstsins
Seinnipartinn í dag virðast nokkrir hafa fengið svikapósta í nafni Póstsins að því er fram kemur í tilkynningu Valitor.
Hefja póstdreifingu á laugardögum
Pósturinn hyggst taka upp dreifingu á laugardögum á höfuðborgarsvæðinu. Er það gert vegna aukinnar innlendrar netverslunar.
Pósthúsinu á Selfossi lokað eftir að starfsmaður fór í sóttkví
Birgir Jónsson, forstjóri Póstsins, engan séns vera tekinn. Allir hafi verið sendir heim og skimað verði eftir veirunni.
Guðjón frá Origo til Póstsins
Guðjón Ingi Ágústsson segir frábært að hafa gengið til liðs við Póstinn.
Ráðinn í stöðu vörustjóra Póstsins
Eymar Plédel Jónsson hefur verið ráðinn í stöðu vörustjóra fyrir erlendar vörur hjá Póstinum.
Ásdís í starf skjalastjóra Póstsins
Ásdís Káradóttir hefur verið ráðin í starf skjalastjóra hjá Póstinum.
Viðspyrnan hafin hjá Póstinum og áhersla á leiðtogaþjálfun
Mannauðstjóri Póstsins ræðir þær stórtæku breytingar sem Pósturinn hefur farið í gegnum síðustu misseri og hafi nýst félaginu vel þegar samkomubann og aðrar aðgerðir í kjölfar kórónufaraldurs hafa staðið yfir.
Ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra Póstsins
Aðalsteinn Guðjónsson hefur verið ráðinn í stöðu viðskiptaþróunarstjóra hjá Póstinum.
Póstinum gert að greiða fimm milljónir í stjórnvaldssektir
Pósturinn gekkst við því að hafa farið gegn fyrirmælum í sátt félagsins við Samkeppniseftirlitið sem sneri að aðgerðum til að styrkja samkeppnisaðstæður á póstmarkaði.
Árshátíð Póstsins frestað vegna kórónuveirunnar
Árshátíð Póstsins sem fara átti fram þann 21. mars næstkomandi í Laugardalshöll hefur verið frestað vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19.
Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar
Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar.