Lífeyrissjóðir

Næst stærsti hluthafinn heldur áfram að stækka stöðuna í Eik
Brú lífeyrissjóður hefur haldið áfram á síðustu vikum að bæta við sig bréfum í Eik en frá áramótum hefur sjóðurinn stækkað eignarhlut sinn í fasteignafélaginu um liðlega fimmtung.

Erlend staða íslenska þjóðarbúsins ein sú besta meðal ríkja í Evrópu
Aðeins fáein Evrópuríki geta státað sig af því að vera með sterkari erlenda stöðu í samanburði við Ísland en hrein eignastaða þjóðarbúsins í hlutfalli við landsframleiðslu hefur núna haldist yfir 40 prósent frá ársbyrjun 2024. Áratugur er liðin síðan Ísland náði þeim áfanga að vera hreinn útflytjandi fjármagns og hefur það meðal annars átt ríkan þátt í meiri stöðugleika íslensku krónunnar.

„Mikil vonbrigði“ að bankarnir í eigendahópi VBM nýti sér ekki þjónustu félagsins
Á hluthafafundi Verðbréfamiðstöðvar Íslands í sumar, sem hefur á undanförnum árum reynt að ná markaðshlutdeild af Nasdaq hér á landi án árangurs, var meðal annars lýst yfir „miklum vonbrigðum“ að stóru bankarnir sem eru í eigendahópnum væru ekki að beina viðskiptum sínum til félagsins.

Útlit fyrir að vöxtur í íbúðalánum lífeyrissjóða verði vel yfir 100 milljarðar á árinu
Með vaxandi ásókn heimilanna í verðtryggð húsnæðislán frá lífeyrissjóðunum, sem bjóða betri kjör en bankarnir nú um stundir, er útlit fyrir að útlánaaukningin á þessu ári muni nema samtals vel á annað hundrað milljarða. Það mun að óbreyttu takmarka svigrúm lífeyrissjóðanna til fjárfestinga í öðrum eignum.

Gildi heldur áfram að stækka nokkuð við stöðu sína í bönkunum
Á undanförnum vikum hefur Gildi haldið áfram að bæta við sig bréfum í bönkunum en í liðnum mánuði keypti sjóðurinn fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í Íslandsbanka og Kviku. Aðrir stærstu lífeyrissjóðir landsins heldu einnig uppteknum hætti og stækkuðu stöður sína.

„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“
Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Erum nánast háð því að lífeyrissjóðirnir fari út með um hundrað milljarða á ári
Þegar það fer að róast um hjá ferðaþjónustunni og lífeyrissjóðirnir fara á nýjan leik að bæta í gjaldeyriskaupin mun raungengi krónunnar, sem eru sögulega hátt um þessar mundir, án vafa leiðréttast en spurningin er hins vegar aðeins hversu mikið, að sögn sérfræðings á gjaldeyrismarkaði. Framan af ári hafa lífeyrissjóðirnir keypt minna af gjaldeyri en á tímum faraldursins og mögulega er gjaldeyrisöflun þjóðarbúsins það sterk að við erum háð því að sjóðirnir fari út með hátt í hundrað milljarða á ári eigi koma í veg fyrir „ósjálfbært“ raungengi.

Íslenskir bankar „allt of litlir“ og sér engar hindranir í vegi samruna Kviku og Arion
Einn stærsti hluthafi Arion og Kviku vonast til að boðuð sameining bankanna „gangi hratt og vel fyrir sig“ og sér ekki hvaða fyrirstaða ætti að vera fyrir samrunanum út frá samkeppnislegum sjónarmiðum enda sé mikil samkeppni á öllum sviðum innlendrar bankaþjónustu. Forstjóri Stoða er sem fyrr afar gagnrýninn á vaxtastefnu Seðlabankans, sem hann segir að sé komin í „algjöra sjálfheldu“, og að hátt vaxtastig er farið að valda verðhækkunum á nýbyggingum.

Sérhæfður lánasjóður hjá Ísafold stærsti fjárfestirinn í skuldabréfaútgáfu Play
Sérhæfður lánasjóður í stýringu Ísafold Capital Partners fer fyrir hópi innlendra fjárfesta sem er að leggja Play til samtals tuttugu milljónir dala og kemur sjóðurinn með stóran hluta þeirrar fjárhæðar.

Festi hagnast umfram væntingar
Hagnaður fjárfestingafélagsins Festar fór fram úr væntingum á öðrum ársfjórðungi og jókst rekstrarhagnaður fyrir afskriftir um 35 prósent miðað við sama ársfjórðung síðasta árs, en það má að miklu leyti rekja til Lyfju sem gekk nýlega inn í samsteypuna.

LIVE byrjar að stækka stöðu sjóðsins í Símanum á nýjan leik
Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem hafði minnkað hlut sinn talsvert í Símanum allt frá haustmánuðum síðasta árs, hefur í þessum mánuði byrjað á nýjan leik að bæta nokkuð við eignarhlut sinn í félaginu.

Bréf ISB rjúka upp þegar farið var í endurkaup og sjóðirnir byrjuðu að bæta við sig
Tveir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa verið talsvert á kaupendahliðinni í Íslandsbanka það sem af er þessum mánuði og bætt við sig bréfum í bankanum fyrir samtals vel á annan milljarð króna. Hlutabréfaverð Íslandsbanka, sem hratt af stað nýrri endurkaupaáætlun fyrir skömmu, hefur hækkað mikið að undanförnu í umtalsverðri veltu.

Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna
Einungis 20 prósent tekjuhæstu einstaklingarnir hafa efni á að kaupa einir íbúðir sem kosta 60 milljónir króna eða meira, ef gert er ráð fyrir 80 prósent veðsetningarhlutfalli.

Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu
Reglur sem stærsti lífeyrissjóður landsins hefur sjálfur sett sér banna honum að fjárfesta í nokkrum af stærstu vopnaframleiðendum Evrópu á sama tíma og meiriháttar uppbygging varna álfunnar stendur fyrir dyrum. Hindranir eru einnig í vegi þess að aðrir íslenskir sjóðir eigi hluti í varnarfyrirtækjum.

Krónan styrkist enn þótt lífeyrissjóðir og Seðlabankinn bæti í gjaldeyriskaupin
Þrátt fyrir að gjaldeyriskaup lífeyrissjóða hafi aukist talsvert í liðnum mánuði þá hafa umsvif sjóðanna á gjaldeyrismarkaði nærri helmingast á árinu miðað við sama tímabil í fyrra. Á meðan Seðlabankinn hefur sætt færis með því bæta enn frekar í regluleg gjaldeyriskaup sín þá hefur það lítil áhrif til að vega á móti gengisstyrkingu krónunnar að undanförnu, einkum gagnvart Bandaríkjadal sem fer bráðlega að nálgast sitt lægsta gildi í meira en sex ár.

Lífeyrissjóðir bæta nokkuð við eignarhlut sinn í Íslandsbanka
Íslenskir lífeyrissjóðir, einkum Stapi, hafa á undanförnum vikum verið að bæta nokkuð við hlutabréfastöður sínar í Íslandsbanka á eftirmarkaði. Aðeins tveir sjóðir fengu úthlutað bréfum í bankanum þegar ríkissjóður seldi allan eignarhlut sinn í síðasta mánuði.

Vegið að íslenska lífeyriskerfinu
Íslenska lífeyriskerfið eins og við þekkjum það hefur byggst upp um áratugaskeið í nánu samstarfi ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Í grunninn er kerfið búið til í kringum þá hugmyndafræði að lífeyrissjóðir tryggi tekjur fólks á vinnumarkaði við starfslok eða þegar áföll knýja dyra, en að ríkið tryggi lágmarksframfærslu þeirra. Með þessum hætti hefur tekist að búa til eignasafn upp á um 8.500 milljarða króna, sem stendur undir stærsta hluta framfærslu íslenskra ellilífeyris- og örorkuþega. Þetta kerfi má líta á sem risavaxið innviðakerfi, þar sem launamenn tryggja eigin framfærslu með framlögum sínum.

Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play
Birta lífeyrissjóður stendur frammi fyrir að tapa tæpum einum og hálfum milljarði á fjárfestingu sinni í Play gengi hann ekki að því að gerast hluthafi í flugfélaginu með þeim Einari Erni Ólafssonar forstjóra og Elíasi Skúla Skúlasyni varaformanni stjórnar.

Pólítískt hugrekki
Loksins, loksins! Nú liggur fyrir að núverandi ríkisstjórn ætli að stöðva strax kjaragliðnun launa og lífeyris. Það kann við fyrstu sýn að virðast sem sú breyting, að örorkulífeyrir hækki hækka í samræmi við við launaþróun en aldrei minna en verðlag vísitölu neysluverðs, geti ekki verið mjög mikil.

Verða boðaðar kjarabætur örorkulífeyristaka að veruleika eða ekki?
Hinn 1. september nk. tekur gildi breytt örorkulífeyriskerfi sem ætlað er að færa flestum örorkulífeyristökum á Íslandi bætt kjör. Hjá stórum hópi lífeyristaka mun þó ekki verða nein kjarabót þar sem nauðsynlegar breytingar á greiðslum örorkulífeyris frá lífeyrissjóðum hafa ekki verið gerðar. Hópurinn sem um ræðir eru einstaklingar sem eiga bæði rétt á örorkulífeyri frá almannatryggingum og lífeyrissjóðum.

Flokkarnir sem raunverulega öttu viðkvæmum hópum saman og þeir sem þrífa upp eftir þá
Nýtt örorkulífeyriskerfi á að taka gildi 1. september næstkomandi. Um er að ræða kerfi sem varð að lögum fyrir um ári síðan, þegar báðir gömlu valdaflokkarnir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sátu í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum, sem eru ekki lengur á meðal þingflokka eftir að hafa verið hafnað af kjósendum.

Vilja milljarð frá First Water sem hafnar vanefndum
Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum.

Stofnandi Viðreisnar segir Daða seilast í vasa almennings
Stofnandi Viðreisnar og fyrrverandi fjármálaráðherra segir eignir ellilífeyrisþega færðar í vasa öryrkja með nýju frumvarpi fjármálaráðherra. Breytingarnar snerti mest þá sem fá minnstu tekjurnar og vinna erfiðustu störfin.

Segir reikninginn ekki enda hjá eldri borgurum
Framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja segir ríkið seilast í vasa almennings með nýju frumvarpi. Ellilífeyrir muni lækka á meðan öryrkjar fá hærri bætur en þeir hefðu haft í tekjur fyrir orkutap. Hann segir breytinguna skerða eignarrétt sjóðsfélaga sem brjóti gegn stjórnarskránni.

Stækkar verulega hlut sinn í Amaroq og segir Grænland í „strategískum forgangi“
Danskur opinber fjárfestingarsjóður er orðinn einn allra stærsti hluthafi Amaroq Minerals eftir að hafa liðlega þrefaldað eignarhlut sinn í hlutafjárútboði auðlindafyrirtækisins en forstjórinn segir að Grænland sé núna í „strategískum forgangi“ hjá sjóðnum. Vegna verulegrar umframeftirspurnar frá erlendum fjárfestum var útboð Amaroq stækkað umtalsvert en aðkoma íslenskra fjárfesta reyndist hins vegar hverfandi, einkum vegna takmarkaðs áhuga lífeyrissjóða.

Klára yfir fimm milljarða útboð eftir áhuga stórra danskra lífeyrisssjóða
Amaroq Minerals verður stærsti leyfishafinn á Grænlandi eftir að hafa bætt við sig tveimur rannsóknarleyfum á svæðinu og samhliða því boðað til yfir þrjátíu milljóna punda hlutafjárútboðs, en stórir danskir lífeyrissjóðir eru umsvifamestu þátttakendurnir í þeirri fjármögnun, samkvæmt heimildum Innherja. Hlutabréfaverð Amaroq hefur farið lækkandi að undanförnu en áskriftargengið í útboðinu, sem er farið af stað með eftir áhuga frá erlendum stofnafjárfestum, er aðeins lítillega undir markaðsverði félagsins við lokun markaða í dag.

„Af hverju vilja stjórnvöld ekki fá innvið afhentan á silfurfati eftir tuttugu ár?“
Framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs furðar sig á því „af hverju í ósköpunum“ stjórnvöld hafi ekki farið meira þá leið við uppbyggingu mannvirkja hér á landi, eins og var gert í tilfelli Hvalfjarðarganga, að efna til samstarfs við fjárfesta og geta þannig fengið afhentan innvið á silfurfati til sín eftir kannski tuttugu ár þegar einkaaðilar séu búnir að reka hann í samræmi við reglur. Hann situr núna í starfshópi um mögulega stórfellda íbúðauppbyggingu í Úlfársdal en segir að það eigi eftir að koma í ljóst hvort lífeyrissjóðum verði treyst til að hafa aðkomu að því verkefni.

Sjóðirnir horfi til erlendra fjárfestinga og innviða til að forðast bólumyndun
Vegna stærðar sinnar geta umsvif lífeyrissjóðanna leitt til þess að „of mikið fjármagn er að elta of fáa fjárfestingarkosti“, sem kann að valda bólumyndun á tilteknum eignamörkuðum, og því þurfa sjóðirnir að fara í meiri fjárfestingar erlendis og eins að horfa til innviðaverkefna hér heima, að sögn fyrrverandi seðlabankastjóra. Fjármála-og efnahagsráðherra telur mikilvægt að fjárfestingar lífeyrissjóða í innviðum séu sjálfbærar og tekið verði tillit til vilja sjóðanna til að taka áhættu.

Vísitölusjóðir Vanguard keyptu fyrir marga milljarða eftir útboð Íslandsbanka
Hlutabréfasjóðir í stýringu alþjóðlega vísitölurisans Vanguard stækkuðu verulega stöðu sína í Íslandsbanka á nokkrum dögum í liðinni viku fyrir samanlagt um fjóra milljarða króna að markaðsvirði. Eftir sölu ríkissjóðs á öllum hlutum sínum í bankanum þurftu sjóðirnir að bæta við sig bréfum á eftirmarkaði þannig að eignarhaldið væri í samræmi við þær vísitölur sem þeir fylgja.

Stjórnin stækkuð og Orri verður stjórnarformaður First Water
Orri Hauksson, fyrrverandi forstjóri Símans um árabil, hefur tekið við sem formaður stjórnar First Water en félagið stendur að stórfelldri uppbyggingu á landeldisstöð við Þorlákshöfn og kláraði fyrr á árinu nærri sex milljarða fjármögnun frá núverandi hluthöfum. Á nýlegum hluthafafundi First Water var ákveðið að stækka stjórnina með innkomu fjögurra nýrra stjórnarmanna en jafnframt hefur forstjóri Stoða, stærsti hluthafi landeldisfyrirtækisins, farið úr stjórninni.