Hafnarfjörður

Fréttamynd

Brettafélag Hafnar­fjarðar fær nýja að­stöðu

Brettafélag Hafnarfjarðar fær stórt húsnæði til afnota á Völlunum. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í dag að taka á leigu húsnæði við Selhellu 7 og hefur ánafnað stærsta hluta húsnæðisins brettafélaginu.

Innlent
Fréttamynd

Um þriðjungur starfs­fólks farinn heim til Pól­lands

Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur. 

Innlent
Fréttamynd

Varar við sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvar

Sprungukerfi Krýsuvíkureldstöðvarinnar liggur upp í Heiðmörk og í kringum Rauðavatn, segir eldfjallafræðingurinn Haraldur Sigurðsson. Hann hvetur til þess að áhættumat verði gert á höfuðborgarsvæðinu gagnvart jarðskorpuhreyfingum.

Innlent
Fréttamynd

Deila kostnaði vegna dagdvalar fyrir heimilis­lausa

Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ætla að taka þátt í rekstri dagdvalar fyrir heimilislausa yfir köldustu vetrarmánuðina. Dagdvölin verður rekin í húsnæði Samhjálpar og hefur velferðarráð Reykjavíkurborgar þegar samþykkt að koma rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Lífið breyttist vegna gá­leysis leigu­bíl­stjóra

Þórunn Óskarsdóttir lenti í alvarlegu bílslysi á Reykjanesbraut fyrir fjórum árum, þegar hún var farþegi í leigubíl ásamt tveimur öðrum. Dómstólar komust síðar að þeirri niðurstöðu að slysið hefði orsakast af stórfelldu gáleysi leigubílstjórans og var hann sakfelldur fyrir brot á umferðar- og hegningarlögum. 

Innlent
Fréttamynd

Sigur­bergur í Fjarðar­kaupum látinn

Sigurbergur Sveinsson kaupmaður, sem lengstum var kenndur við Fjarðarkaup í Hafnarfirði, lést á Landspítalanum Háskólasjúkrahúsi 12. nóvember síðastliðinn, 90 ára að aldri.

Innlent
Fréttamynd

Sam­eining fram­halds­skóla sett á ís

Ásmundur Einar Daðason barna- og menntamálaráðherra hefur sett sameiningaráform framhaldsskóla á ís. Hann fagnar samstöðu sem hafi orðið til um að finna aðrar leiðir til eflingar framhaldsskóla en að sameina.

Innlent
Fréttamynd

Annar og betri maður eftir slysið ó­hugnan­lega í lauginni

Það eru ekki margir sem búa að þeirri lífsreynslu að hafa dáið og verið lífgaðir við. Viktor Aron Bragason er hins vegar einn af þeim. Þann 6. október árið 2013 fannst hann meðvitundarlaus í sundlaug. Þökk sé skjótum viðbrögðum tveggja sundlaugargesta er hann enn á meðal lifandi.

Innlent
Fréttamynd

Að­koma stúlkunnar með símann „sví­virði­leg“

Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 

Innlent
Fréttamynd

Tíu ára fangelsi fyrir mann­drápið við Fjarðar­kaup

Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára.

Innlent
Fréttamynd

Engin vitni að banaslysinu í Hafnar­firði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með skýra mynd af atburðarásinni þegar átta ára drengur lést nálægt vinnusvæði í Hafnarfirði á mánudaginn. Engin vitni urðu að slysinu. 

Innlent
Fréttamynd

Haukar og starfs­fólk BM Vallár harmi slegin

Starfsfólk BM Vallá er harmi slegið vegna banaslyss sem varð við Ásvelli í Hafnarfirði á sjötta tímanum í gær. Knattspyrnufélagið Haukar sendir fjölskyldu átta ára drengs sem lést samúðarkveðjur. Hann var iðkandi hjá félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Umferðarslys við álverið í Straumsvík

Miklar tafir eru á umferð um Reykjanesbraut eftir umferðarslys þar sem tveir bílar lentu saman. Þrír voru fluttir á slysadeild en meiðsl þeirra eru að öllum líkindum ekki alvarleg.

Innlent