Grindavík

Fréttamynd

Gjafir og gjörningar fyrir Grind­víkinga á óvissutímum

1200 heimili í Grindavík eru mannlaus og í kringum 3800 Grindvíkingar gista hjá fjölskyldu og vinum, í hjólhýsum, í sumarbústöðum eða fjöldahjálpastöðvum. Fólk og fyrirtæki hafa fjölmörg boðið fram aðstoð sína á þessum óvissutímum.

Innlent
Fréttamynd

Vernd mann­legra inn­viða á Reykja­nesi

Íbúar Grindavíkur eru þessa dagana að ganga í gegnum mikið sálrænt áfall. Það er búið að kippa undan þeim þeirra grunnöryggi. Jörðin hefur bókstaflega rofnað fyrir framan þau. Heimilin þeirra eru að slitna í sundur og sökkva ofan í jörðina.

Skoðun
Fréttamynd

Vaktin: Grinda­vík eins og skrið­jökull

Þeir Grindvíkingar sem ekki komust heim til sín í gær fengu að skjótast eftir eignum í dag. Þeim var þó gert að yfirgefa Grindavík í flýti. Skjálftavirkni hefur verið á svipuðu róli í tvo sólarhringa. Vísir fylgist með gangi mála vegna skjálftanna og mögulegs eldgoss. 1200 heimili í Grindavík eru mannlaus.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta mun örugg­lega marka djúp spor í sálar­lífinu“

Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Ó­ljóst hvort um­fangs­miklar að­gerðir skili árangri

„Staðan er þannig núna að við verðum bara að gera hvað við getum til að tryggja þessa mikilvægu innviði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um viðbrögð stjórnvalda við mögulegu gosi á Reykjanesskaga, í viðtali við Reykjavík Síðdegis í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar myndir stað­festa sig upp á allt að einn metra

Út frá greiningu á gervitunglagögnum sem Veðurstofan vann 12. nóvember kemur í ljós að nokkurs konar sigdalur hefur myndast sem liggur í gegnum hluta Grindavíkurbæjar. Gögnin sýna að í tengslum við myndun kvikugangsins hefur land í vesturhluta byggðarinnar sigið um allt að einn metra.

Innlent
Fréttamynd

Tengda­sonur ársins kemur til bjargar

Íbúar Grindavíkur voru í óða önn nú síðdegis við að forða sínu helsta á þeim skamma tíma sem gafst til að huga að verðmætum og persónulegum eignum. Fréttamaður Vísis greip Ásmund Guðnason glóðvolgan þar sem hann var að hlaða bíl sinn.

Innlent
Fréttamynd

„Það er alveg glatað að þurfa að yfir­gefa bæinn sinn“

Otti Rafn Sigmarsson, björgunarsveitarmaður í Grindavík, segir að ekkert kalt vatn sé í Grindavík í dag. Þar er heitt vatn og rafmagn en ekkert kalt vatn. Hann segir mikilvægt fyrir fólk að komast í veraldlega hluti á heimilum sínum, þó það róist ekki endilega við það.

Innlent
Fréttamynd

Segja eign sína nú verð­lausa með öllu

Ómar Alaham og Amanda Jo Wood búa við stærstu sprungur sem myndast hafa í Grindavík. Fréttastofa rakst á þau þar sem þau voru að huga að aðstæðum en yfirvöld gáfu íbúum færi á því í dag. Íbúar hafa til klukkan 16:00 til að fara að sækja það allra nauðsynlegasta. Þá verður lokað aftur.

Innlent
Fréttamynd

Inn á tíu mínútum og út aftur

Hjálmar Hallgrímsson vettvangsstjóri segir ganga ágætlega að hleypa fleira fólki inn í Grindavík. Skipulagsbreytingar hafi verið gerðar sem geri ráð fyrir að hraðar gangi að hleypa fleirum inná svæðið en áður var.

Innlent
Fréttamynd

Nesvegur mikið skemmdur og ó­fær

Nesvegur vestan Grindavíkur til móts við golfvöllinn er í sundur og er alveg ófær. Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa verið að störfum á staðnum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Virknin í og við Grinda­vík nánast ó­breytt

Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. ​

Innlent
Fréttamynd

Of seint að breyta tryggingum Grind­víkinga

Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum.

Innlent