Reykjavík

Fréttamynd

Hraða­hindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir

Borgarráð Reykjavíkur hefur gefið grænt ljós á umfangsmikla endurgerð hraðahindrana í borginni á árinu 2025. Verkefnið verður boðið út í tveimur áföngum og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist í maí og ljúki í september.

Innlent
Fréttamynd

Heiða liggur enn undir feldi

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023.

Innlent
Fréttamynd

Skrifræðismartröð í Hæðar­garði

Hugmyndin um Kafkaískt skrifræði kemur úr bókum tékkneska rithöfundarins Frans Kafka en hann lýsti í verkum sínum martraðakenndu skrifræði betur en nokkur annar. Alveg sama hvað þú gerir, hvernig þú gerir það og hve oft þú reynir – alltaf lendirðu á vegg.

Skoðun
Fréttamynd

Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóð­minja­safninu

Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari sem opnaði í gær sýninguna Samtal við Sigfús í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Á sýningunni er sýnt úrval samtalsverka Sigfúsar Eymudssonar og Einars Fals, að hluta ný prent eftir glerplötum Sigfúsar en einnig valin frumprent frá 19. öld, þegar myndirnar voru teknar. 

Lífið
Fréttamynd

Launin hækkuðu bara um fimm­tíu pró­sent

Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025.

Innlent
Fréttamynd

Hrækti framan í lög­reglu­þjón

Lögregla var kölluð til vegna óláta og ofbeldistilburða í miðbæ Reykjavíkur í nótt, en við komu á vettvang tók einn maðurinn sig til og hrækti framan í lögreglumann. Maðurinn var færður í lögreglutök og handtekinn vegna óspekta og ofbeldis, og var vistaður í fangaklefa.

Innlent
Fréttamynd

Óskiljan­legt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði

Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023.

Innlent
Fréttamynd

Makríll, kvígukjöt og sauða­kjöt í Hörpu um helgina

Um fjörutíu smáframleiðendur af öllu landinu munu standa vaktina í Hörpu um helgina til að kynna sína vörur og leyfa fólki að smakka. Dæmi um vörur er makríll, kvígukjöt, geitaafurðir, sauðakjöt og ærkjöt svo eitthvað sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Leikskóla­kerfið ráði ekki við allt

Úthlutun leikskólaplássa fyrir haustið er hafin. Skrifstofustjóri hjá borginni segir miður að foreldrar þurfi stundum að þiggja pláss utan síns hverfis. Leikskólakerfið ráði ekki við ýmsar breytingar í samfélaginu. 

Innlent
Fréttamynd

Ganga fylktu liði frá Arnar­hóli

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna ganga konur og kvár fylktu liði frá Arnarhóli í Iðnó þar sem baráttufundur fer fram á eftir. Skipuleggjandi segir daginn sérstaklega mikilvægan í ár vegna umræðunnar í alþjóðasamfélaginu. 

Innlent
Fréttamynd

Húsbrot og rán í Hlíðunum

Tilkynnt var um húsbrot og rán í íbúð í hverfi 105 í Reykjavík í nótt. Gerandinn var handtekinn skömmu síðar og færður til fangaklefa vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Góður vilji bjargar ekki leikskólamálunum

Björg Magnúsdóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, birti í dag pistil um biðlista borgarinnar eftir leikskólaplássi. Sonur hennar bíður nú eftir plássi og ef fer sem horfir kemst hann ekki inn fyrr en ári of seint miðað við upplýsingar á vef borgarinnar. 

Innlent
Fréttamynd

Götunöfnin geti ógnað öryggi fólks

Örnefnanefnd hefur gert Reykjavíkurborg að nefna bæði Bjargargötu og Fífilsgötu á nýjan leik vegna líkinda við önnur götunöfn í grenndinni. Formaður nefndarinnar segir að um öryggisatriði sé að ræða og lumar á hugmyndum.

Innlent
Fréttamynd

Hættu­legustu gatna­mótin við Miklu­braut

Hættulegustu gatnamótin í Reykjavík eru gatnamótin við Miklubraut og Kringlumýrarbraut og svo gatnamótin við Miklubraut og Grensásveg. Aðalvarðstjóri umferðardeildar telur að hægt sé að bæta umferðaröryggi með því að bæta ljósastýringu við Grensásveg.

Innlent
Fréttamynd

Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg

Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum.

Innlent