Akureyri

Fréttamynd

Magnús Guðmundsson er látinn

Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli

„Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar

Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega  fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri

Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári.

Innlent
Fréttamynd

Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður

Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans.  Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi

Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjarta Geirs hætti að slá í hjóla­ferð í Hruna­manna­hreppi

Ótrúleg elja Ingunnar Sigurbjörnsdóttur, eiginkonu Geirs Óskarssonar, og skyndihjálparnámskeið frá 1986 sem hún tók þátt í skiptu sköpum þegar hjarta Geirs hætti að slá á annars fallegum sumardegi í Hrunamannahreppi í sumar. Þau eru uppfull af þakklæti til allra þeirra sem komu að því að bjarga lífi hans. 

Innlent
Fréttamynd

Engin merki um byrlun

Engin merki voru um deyfilyf eða fíkniefni í sýnum sem tekin voru vegna gruns um að þremur einstaklingum hafi verið byrlað á skemmtistöðum eða heimahúsum á Akureyri í lok október.

Innlent
Fréttamynd

Þaul­skipu­lagðir merkja­vöru­þjófar dæmdir

Tveir rúmenskir karlmenn hafa verið dæmdir í nokkurra mánaða fangelsi fyrir að hafa látið greipar sópa í ýmsum verslunum víðs vegar um landið á skipulagðan hátt. Þeir virðast hafa verið sólgnir í úlpur og aðra merkjavöru.

Innlent
Fréttamynd

Stefnt að því ný kirkja rísi í Gríms­ey næsta sumar

Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna.

Innlent