Segir framkvæmdastjóra ÍSÍ ekki segja rétt frá Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 25. ágúst 2022 08:09 Emilía gagnrýnir viðbrögð og ummæli ÍSÍ. Skautafélag Akureyrar Emilía Rós Ómarsdóttir íþróttakona segir ÍSÍ reyna að afsala sér allri ábyrgð í hennar máli ef marka megi umfjöllun á vef Ríkisútvarpsins. Hún gagnrýnir orð stjórnenda ÍSÍ og segir að rétt skuli vera rétt. Á dögunum hlaut Emilía afsökunarbeiðni frá ÍBA og SA fyrir viðbrögð félaganna þegar hún ásakaði fyrrverandi þjálfara sinn um að hafa áreitt sig þegar hún var undir átján ára aldri. Afsökunarbeiðnin hafi þó komið full seint. Þegar Emilía hafi kvartað yfir þjálfaranum hafi henni verið bolað út úr Skautafélagi Akureyrar en þjálfarinn haldið starfi sínu. Í pistli sem Emilía birti í gær segir hún frásögn viðmælenda Ríkisútvarpsins um mál hennar ekki rétta og sakar hún ÍSÍ um að reyna að „afsala allri ábyrgð gjörða sinna.“ Hún segir frá viðbrögðum frá fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur vegna málsins árið 2018 en faðir Emilíu hafi fyrst sent framkvæmdastjóranum tölvupóst í nóvember 2018 og hafi hún sjálf verið í sambandi við hana þangað til í janúar 2019. Emilía segist hafa greint Líneyju frá því að hún gæti ekki æft skauta lengur og að henni þætti óþægilegt að fara í höllina. Þá hafi Líney sagt það vera flott hjá henni að forðast skautahöllina ef henni þætti óþægilegt að fara þangað. „Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa,“ segir Emilía Emilía segir einnig frá því að Líney hafi sagt henni að hún hefði átt að hringja í barnavernd eða lögreglu sjálf vegna málsins. Hún sakar Andra Stefánsson, núverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ um að segja ekki satt í samtali við Ríkisútvarpið en hún hafi ekki fengið fund með aðilum innan ÍSÍ eins og hann haldi fram. „Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu,“ segir Emilía í pistlinum. Að endingu segir Emilía íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast í og beri íþróttasamfélagið ábyrgð á því að það takist. Facebook færslu Emilíu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég vil byrja þennan stutta pistil á því að þakka öllum sem hafa sýnt mér og fjölskyldu minni stuðning seinustu daga og ár. Stuðningur ykkar hefur skipt okkur meira máli en þið munið nokkurn tímann vita og við erum ævinlega þakklát. Þó svo að málinu sé lokið af okkar hálfu vil ég að nokkrir hlutir komi fram eftir að hafa lesið viðbrögð Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Pabbi sendir fyrsta tölvupóstinn til Líneyar sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri ÍSÍ í nóvember 2018. Ég er í sambandi við Líneyu eftir það og fram í janúar 2019. Á þessu tímabili hringir hún tvisvar sinnum í mig. Í fyrra símtalinu þegar Líney spyr mig hvernig þetta mál hefur haft áhrif á mig svaraði ég að ég gæti ekki æft skauta lengur og að ég þyrði ekki að fara niður í höll, hún svarar að það sé flott hjá mér að forðast skautahöllina ef mér þætti óþæginlegt að fara þangað. Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Einnig segir hún mér að ég hefði átt að hringja í lögregluna og barnaverndarnefnd sjálf, ég svara að þegar að ég hafi loksins beðið um hjálp hafi ég verið orðin 18 og því hefði barnaverndarnefnd ekkert geta gert og þá ítrekar hún að ég hafi átt að gera eitthvað í þessu fyrr. Eftir seinasta símtalið frá Líneyu sendi ég henni tölvupóst þar sem ég fór yfir ráðleggingar hennar og bað hana að staðfesta hvað hefði farið okkar á milli. Hún svaraði þessum tölvupósti aldrei og ég heyrði ekki aftur frá henni. Andri Stefánsson núverandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ segir í þessari frétt að það hafi verið fundað með mér og öðrum aðilum sem tengdust málinu. Þetta er ekki satt. Ég fékk aldrei neinn fund með aðila frá ÍSÍ. Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu. Í greininni segir Andri „Ef hún hefur metið það þannig að hún var ekki alveg sátt við nálgunina hjá okkur eða þá aðstoð sem hún fékk að þá er það bara mjög leitt“. Ég er ekki sátt með svokölluðu aðstoðina sem ég fékk þar sem á mörgum tímapunktum olli hún mér meiri hugarangri en ró. Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu hér er að rétt skal vera rétt og einnig finnst mér ekki rétt að æðsta íþróttavald landsins reyni að afsala allri ábyrgð gjörða sinna. Það er ekki hægt að ætlast til að undirfélög þeirra og sambönd axli ábyrgð og taki vel á svona málum ef ÍSÍ gerir það ekki sjálft. Íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast og dafna og til að sjá til þess að ekkert barn hljóti andlegan skaða í íþróttum þurfum við öll að vera á varðbergi. Foreldrar, þjálfarar, stjórnarmeðlimir félaga, íþróttabandalög og íþróttasamband Íslands. Við berum öll ábyrgð. Akureyri Skautaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Segir afsökunarbeiðnina koma full seint og „þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt“ Fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar þá fékk Emilía Rós Ómarsdóttir loks opinberlega afsökunarbeiðni. Þó hún sé ánægð með að hafa loks fengið afsökunarbeiðni þá kemur hún full seint. 17. ágúst 2022 16:30 Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. 16. ágúst 2022 14:00 Þetta er aldrei í lagi „Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálfara síns fyrir rúmu ári. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Á dögunum hlaut Emilía afsökunarbeiðni frá ÍBA og SA fyrir viðbrögð félaganna þegar hún ásakaði fyrrverandi þjálfara sinn um að hafa áreitt sig þegar hún var undir átján ára aldri. Afsökunarbeiðnin hafi þó komið full seint. Þegar Emilía hafi kvartað yfir þjálfaranum hafi henni verið bolað út úr Skautafélagi Akureyrar en þjálfarinn haldið starfi sínu. Í pistli sem Emilía birti í gær segir hún frásögn viðmælenda Ríkisútvarpsins um mál hennar ekki rétta og sakar hún ÍSÍ um að reyna að „afsala allri ábyrgð gjörða sinna.“ Hún segir frá viðbrögðum frá fyrrverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur vegna málsins árið 2018 en faðir Emilíu hafi fyrst sent framkvæmdastjóranum tölvupóst í nóvember 2018 og hafi hún sjálf verið í sambandi við hana þangað til í janúar 2019. Emilía segist hafa greint Líneyju frá því að hún gæti ekki æft skauta lengur og að henni þætti óþægilegt að fara í höllina. Þá hafi Líney sagt það vera flott hjá henni að forðast skautahöllina ef henni þætti óþægilegt að fara þangað. „Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa,“ segir Emilía Emilía segir einnig frá því að Líney hafi sagt henni að hún hefði átt að hringja í barnavernd eða lögreglu sjálf vegna málsins. Hún sakar Andra Stefánsson, núverandi framkvæmdastjóra ÍSÍ um að segja ekki satt í samtali við Ríkisútvarpið en hún hafi ekki fengið fund með aðilum innan ÍSÍ eins og hann haldi fram. „Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu,“ segir Emilía í pistlinum. Að endingu segir Emilía íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast í og beri íþróttasamfélagið ábyrgð á því að það takist. Facebook færslu Emilíu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég vil byrja þennan stutta pistil á því að þakka öllum sem hafa sýnt mér og fjölskyldu minni stuðning seinustu daga og ár. Stuðningur ykkar hefur skipt okkur meira máli en þið munið nokkurn tímann vita og við erum ævinlega þakklát. Þó svo að málinu sé lokið af okkar hálfu vil ég að nokkrir hlutir komi fram eftir að hafa lesið viðbrögð Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Pabbi sendir fyrsta tölvupóstinn til Líneyar sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri ÍSÍ í nóvember 2018. Ég er í sambandi við Líneyu eftir það og fram í janúar 2019. Á þessu tímabili hringir hún tvisvar sinnum í mig. Í fyrra símtalinu þegar Líney spyr mig hvernig þetta mál hefur haft áhrif á mig svaraði ég að ég gæti ekki æft skauta lengur og að ég þyrði ekki að fara niður í höll, hún svarar að það sé flott hjá mér að forðast skautahöllina ef mér þætti óþæginlegt að fara þangað. Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Einnig segir hún mér að ég hefði átt að hringja í lögregluna og barnaverndarnefnd sjálf, ég svara að þegar að ég hafi loksins beðið um hjálp hafi ég verið orðin 18 og því hefði barnaverndarnefnd ekkert geta gert og þá ítrekar hún að ég hafi átt að gera eitthvað í þessu fyrr. Eftir seinasta símtalið frá Líneyu sendi ég henni tölvupóst þar sem ég fór yfir ráðleggingar hennar og bað hana að staðfesta hvað hefði farið okkar á milli. Hún svaraði þessum tölvupósti aldrei og ég heyrði ekki aftur frá henni. Andri Stefánsson núverandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ segir í þessari frétt að það hafi verið fundað með mér og öðrum aðilum sem tengdust málinu. Þetta er ekki satt. Ég fékk aldrei neinn fund með aðila frá ÍSÍ. Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu. Í greininni segir Andri „Ef hún hefur metið það þannig að hún var ekki alveg sátt við nálgunina hjá okkur eða þá aðstoð sem hún fékk að þá er það bara mjög leitt“. Ég er ekki sátt með svokölluðu aðstoðina sem ég fékk þar sem á mörgum tímapunktum olli hún mér meiri hugarangri en ró. Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu hér er að rétt skal vera rétt og einnig finnst mér ekki rétt að æðsta íþróttavald landsins reyni að afsala allri ábyrgð gjörða sinna. Það er ekki hægt að ætlast til að undirfélög þeirra og sambönd axli ábyrgð og taki vel á svona málum ef ÍSÍ gerir það ekki sjálft. Íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast og dafna og til að sjá til þess að ekkert barn hljóti andlegan skaða í íþróttum þurfum við öll að vera á varðbergi. Foreldrar, þjálfarar, stjórnarmeðlimir félaga, íþróttabandalög og íþróttasamband Íslands. Við berum öll ábyrgð.
Facebook færslu Emilíu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég vil byrja þennan stutta pistil á því að þakka öllum sem hafa sýnt mér og fjölskyldu minni stuðning seinustu daga og ár. Stuðningur ykkar hefur skipt okkur meira máli en þið munið nokkurn tímann vita og við erum ævinlega þakklát. Þó svo að málinu sé lokið af okkar hálfu vil ég að nokkrir hlutir komi fram eftir að hafa lesið viðbrögð Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Pabbi sendir fyrsta tölvupóstinn til Líneyar sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri ÍSÍ í nóvember 2018. Ég er í sambandi við Líneyu eftir það og fram í janúar 2019. Á þessu tímabili hringir hún tvisvar sinnum í mig. Í fyrra símtalinu þegar Líney spyr mig hvernig þetta mál hefur haft áhrif á mig svaraði ég að ég gæti ekki æft skauta lengur og að ég þyrði ekki að fara niður í höll, hún svarar að það sé flott hjá mér að forðast skautahöllina ef mér þætti óþæginlegt að fara þangað. Næst segi ég að margir úr félaginu tali ekki lengur við mig og heilsi mér ekki ef að ég rekst á þau á keppnum þar sem ég var að horfa á systur mínar keppa og Líney segir mér að vera samt alltaf kurteis við þau. Seinast en ekki síst sagði ég að ég fengi slæma drauma um þjálfarann og aðra aðila úr félaginu og Líney gefur mér það ráð að ég ætti að hugsa um eitthvað annað áður en ég færi að sofa. Einnig segir hún mér að ég hefði átt að hringja í lögregluna og barnaverndarnefnd sjálf, ég svara að þegar að ég hafi loksins beðið um hjálp hafi ég verið orðin 18 og því hefði barnaverndarnefnd ekkert geta gert og þá ítrekar hún að ég hafi átt að gera eitthvað í þessu fyrr. Eftir seinasta símtalið frá Líneyu sendi ég henni tölvupóst þar sem ég fór yfir ráðleggingar hennar og bað hana að staðfesta hvað hefði farið okkar á milli. Hún svaraði þessum tölvupósti aldrei og ég heyrði ekki aftur frá henni. Andri Stefánsson núverandi framkvæmdarstjóri ÍSÍ segir í þessari frétt að það hafi verið fundað með mér og öðrum aðilum sem tengdust málinu. Þetta er ekki satt. Ég fékk aldrei neinn fund með aðila frá ÍSÍ. Í þessari frétt er líka sagt að ÍSÍ reyndi að koma þeim málum í réttan farveg með þeim aðilum sem voru næstir málinu, ég veit ekki hvort að ÍSÍ hafi í raun og veru reynt að koma málinu í réttan farveg en það tókst allavega ekki því ég var aldrei boðuð á fund með neinum til að reyna að leysa þetta mál. Ég fékk hluta af sálfræðikostnaði greiddan frá ÍSÍ en aðeins eftir að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála sagði í skýrslu sinni að það væri það rétta að gera í stöðunni þar sem að þau tóku ekki nógu vel á málinu. Í greininni segir Andri „Ef hún hefur metið það þannig að hún var ekki alveg sátt við nálgunina hjá okkur eða þá aðstoð sem hún fékk að þá er það bara mjög leitt“. Ég er ekki sátt með svokölluðu aðstoðina sem ég fékk þar sem á mörgum tímapunktum olli hún mér meiri hugarangri en ró. Ástæðan fyrir því að ég er að segja frá þessu hér er að rétt skal vera rétt og einnig finnst mér ekki rétt að æðsta íþróttavald landsins reyni að afsala allri ábyrgð gjörða sinna. Það er ekki hægt að ætlast til að undirfélög þeirra og sambönd axli ábyrgð og taki vel á svona málum ef ÍSÍ gerir það ekki sjálft. Íþróttir eiga að vera öruggt og heilbrigt umhverfi fyrir börn til að þroskast og dafna og til að sjá til þess að ekkert barn hljóti andlegan skaða í íþróttum þurfum við öll að vera á varðbergi. Foreldrar, þjálfarar, stjórnarmeðlimir félaga, íþróttabandalög og íþróttasamband Íslands. Við berum öll ábyrgð.
Akureyri Skautaíþróttir ÍSÍ Tengdar fréttir Segir afsökunarbeiðnina koma full seint og „þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt“ Fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar þá fékk Emilía Rós Ómarsdóttir loks opinberlega afsökunarbeiðni. Þó hún sé ánægð með að hafa loks fengið afsökunarbeiðni þá kemur hún full seint. 17. ágúst 2022 16:30 Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. 16. ágúst 2022 14:00 Þetta er aldrei í lagi „Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálfara síns fyrir rúmu ári. 30. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Segir afsökunarbeiðnina koma full seint og „þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt“ Fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum hjá Skautafélagi Akureyrar þá fékk Emilía Rós Ómarsdóttir loks opinberlega afsökunarbeiðni. Þó hún sé ánægð með að hafa loks fengið afsökunarbeiðni þá kemur hún full seint. 17. ágúst 2022 16:30
Fær afsökunarbeiðni fjórum árum eftir að hafa verið áreitt af þjálfara sínum: „Af þessu höfum við dregið lærdóm“ Stjórn Íþróttabandalags Akureyrar og Skautafélags Akureyrar hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem Emilía Rós Ómarsdóttir er beðin afsökunar á atvikum sem áttu sér stað árið 2018. 16. ágúst 2022 14:00
Þetta er aldrei í lagi „Áreitnin var ekki í lagi. Stuðningsleysið var ekki í lagi. Skautafélagið brást mér algjörlega. Þau vilja þagga málið niður en ekki leiðrétta það,“ segir Emilía Rós Ómarsdóttir listskautari sem greindi frá áreitni yfirþjálfara síns fyrir rúmu ári. 30. nóvember 2019 09:00