Akureyri

Fréttamynd

Rannsókn á flugslysi lokið

"Rannsókn er lokið og drög að lokaskýrslu hafa verið skrifuð,“ svarar Þorkell Ágústsson hjá Rannsóknarnefnd samgöngu­slysa spurður um stöðu rannsóknar á flugslysinu í Hlíðarfjalli fyrir tæpum þremur árum, á frídegi verslunarmanna 2013.

Innlent
Fréttamynd

Engar upplýsingar í boði um þrjú banaslys í fluginu

Rannsóknarnefnd flugslysa vill ekki gefa upplýsingar um þrjú síðustu banaslys í flugi hérlendis fyrr en með lokaskýrslum. Sambærilegar nefndir erlendis upplýsa gjarnan jafnóðum um staðreyndir sem fyrir liggja í slíkum málum.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn á flugslysinu miðar vel

Þorkell Ágústsson sem stýrir rannsókn á slysinu hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa segir óvíst hvenær skýrsla nefndarinnar um slysið lítur dagsins ljós

Innlent
Fréttamynd

Höfuðstaður Norðurlands

Fyrr í sumar sendi Akureyrarbær inn umsögn sem hluta af vinnuferli innanríkisráðuneytisins vegna breytingar á starfsemi lögreglu- og sýslumannsembætta. Í þeim breytingum sem kynntar voru af hálfu innanríkisráðuneytisins í umræðuskjali þess voru settar fram hugmyndir um að flytja ætti aðalskrifstofur sýslumanns frá Akureyri til Húsavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Enn beðið eftir skýrslu rannsóknarnefndar

Eitt ár er liðið frá því að TF-MYX, sjúkraflugvél frá flugfélaginu Mýflugi, brotlenti á kappakstursbraut Bílaklúbbs Akureyrar við Hlíðarfjallsveg á Akureyri. Slysið er enn til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Innlent
Fréttamynd

Sparar skattfé og eykur öryggi almennings

Forstjóri Landhelgisgæslunnar hefur bent á ókosti þess að hafa tvískipt sjúkraflug á Íslandi en Gæslan og Mýflug sinna sjúkraflugi. Heilbrigðisráðherra boðar skýrslu um framtíðarstefnu í sjúkrafluginu.

Innlent
Fréttamynd

Segja tvöfalt ofris hafa valdið því að flugmenn misstu stjórn

Flugsérfræðingar segja að vél Mýflugs gæti hafa ofrisið í beygju sem varð til þess að hún brotlenti við Hlíðarfjallsveg. Bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést í slysinu segist bera fullt traust til flugmanna vélarinnar, en þeir voru báðir reynslumiklir og virtir flugmenn.

Innlent
Fréttamynd

Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg

Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu.

Innlent
Fréttamynd

Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg

Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis.

Innlent
Fréttamynd

Vilja rannsókn á Hlíðarfjallsslysinu

Bróðir sjúkraflutningamanns sem fórst er sjúkraflugvél brotlenti á kappakstursbraut á Akureyri í ágúst hyggst krefjast opinberrar rannsóknar á slysinu. Flugstjórinn lést einnig í slysinu en aðstoðarflugmaðurinn, sem varaði hann við því að flogið væri allt

Innlent
Fréttamynd

Yfirlýsing frá Mýflugi: Engu ábótavant í viðhaldi og tækni þegar flugvélin hrapaði

Engu var ábótavant í viðhaldi né tæknilegum atriðum þegar flugvél Mýflugs, TF-MYX, hrapaði í Hlíðarfjalli þann 5. ágúst síðastliðinn með þeim afleiðingum að tveir létust. Áhöfnin var rétt þjálfuð og hafði fengið næga tíma til hvíldar, veðuraðstæður voru hagstæðar og nægt eldsneyti var á vélinni. Þetta segir í tilkynningu frá Mýflugi.

Innlent
Fréttamynd

Kominn heim eftir flugslysið

Flugmaðurinn sem lifði af flugslysið þar sem sjúkraflugvél Mýflugs fórst á braut akstursíþróttafélags Akureyrar fimmta ágúst síðastliðinn hefur nú verið útskrifaður af Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Flakið flutt til Reykjavíkur í dag

Flugmaðurinn sem lifði af þegar flugvél brotlenti við Akureyri á mánudaginn hefur áður lent í flugslysi. Það slys bar upp sama mánaðardag, eða fimmta ágúst, árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Flugmaðurinn enn á sjúkrahúsi

Flugmaður Mýflugs sem lifði af flugslysið á Akureyri er enn til aðhlynningar á Sjúkrahúsinu á Akureyri en er ekki í lífshættu. Áætlun liggur fyrir um útskrift hans af sjúkrahúsinu, að sögn eiginkonu hans.

Innlent
Fréttamynd

Fórnarlamba flugslyssins minnst

Flugmaðurinn, sem komst lífs af úr flugslysinu við Akureyri í fyrradag verður væntanlega útskrifaður af sjúkrahúsi í dag. Mannanna tveggja, sem fórust, verður minnst í opinni helgistund í Glerárkirkju klukkan átta í kvöld.

Innlent