Samgönguslys Harður árekstur við Ingólfsfjall Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hvammsveg þegar tveir bílar skullu þar saman. Fjórir eru slasaðir og verða fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar. Innlent 1.10.2024 17:52 Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist. Innlent 1.10.2024 14:52 Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00 Kona á fertugsaldri lést í slysinu á Sæbraut Vegfarandinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags var kona á fertugsaldri. Innlent 30.9.2024 11:01 „Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Innlent 29.9.2024 12:32 Vegfarandinn er látinn Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Innlent 29.9.2024 10:56 Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða. Innlent 29.9.2024 07:36 Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag. Innlent 27.9.2024 12:43 Konan komst úr bílnum af sjálfsdáðum Bifreið hjóna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi við Fossá á Skaga í gær var á hvolfi ofan í Fossá þegar að lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hjónin óku eftir malarvegi en svo virðist sem að maðurinn sem lést hafi misst stjórn á bílnum og ekið út af. Innlent 25.9.2024 15:37 Lögregluþjónn frá Hong Kong lést við Fossá á Skaga Maðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær var lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist, er einnig lögregluþjónn. Innlent 25.9.2024 10:26 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Innlent 24.9.2024 20:59 Alvarlegt umferðarslys við Fossá á Skaga Viðbragðsaðilum var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys við Fossá á Skaga um tvöleytið í dag. Innlent 24.9.2024 15:47 Einn á slysadeild eftir árekstur tveggja hlaupahjóla Einn var fluttur á slysadeild eftir að tvö rafmagnshlaupahjól skullu saman á göngubrúnni yfir Hringbraut við Njarðargötu í Reykjavík. Innlent 24.9.2024 10:54 Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. Innlent 22.9.2024 18:02 Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Innlent 19.9.2024 21:37 Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Innlent 16.9.2024 12:06 Á slysadeild eftir árekstur bíls og rafhlaupahjóls Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild eftir árekstur á Smáratorgi í Kópavogi um hálf fjögurleytið í dag. Innlent 6.9.2024 16:15 Telja að bátnum hafi verið siglt of hratt þegar tveir hryggbrotnuðu Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að RIB bátnum Kötlu hafa verið siglt á of miklum hraða yfir kjölfar annars skips þegar tvær manneskjur hryggbrotnuðu í siglingu í Reykjavíkurhöfn í júní í fyrra. Innlent 29.8.2024 21:35 Vantar vitni að alvarlegum árekstri á Bústaðavegi Ökumaður rafhlaupahjóls slasaðist alvarlega í árekstri við bíl á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík á fjórða tímanum eftir hádegi á laugardaginn. Lögregla leitar að vitnum sem gætu hafa séð áreksturinn. Innlent 28.8.2024 12:37 Húsbíll valt í hvassviðri í Kömbunum Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði. Innlent 23.8.2024 22:33 Tvö hjólhýsi splundruðust í vindhviðum á Lyngdalsheiði Engin slys urðu á fólki þegar sendiferðabíll valt og endaði á þakinu og tvö hjólhýsi splundruðust í sterkum vindhviðum á Lyngdalsheiði síðdegis. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður með ferðavagna á svæðinu. Innlent 23.8.2024 19:58 Ók fram af kanti og lenti ofan á þaki á öðrum bíl Engan sakaði þegar ökumaður ók fram af háum kanti í bílastæði þannig að bíll hans hafnaði ofan á þakinu á annarri bifreið sem var lagt fyrir neðan. Töluverðar skemmdir urðu aftur á móti báðum bílum. Innlent 23.8.2024 17:23 Velti bíl sínum með lögregluna á hælunum á Reykjanesbraut Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum á flótta undan lögreglunni á Reykjanesbraut nú síðdegis. Bíllinn valt yfir vegrið á milli akreina. Innlent 22.8.2024 17:57 Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. Innlent 16.8.2024 12:35 Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Innlent 14.8.2024 15:42 Skólabyrjun og skjáhætta Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum. Skoðun 14.8.2024 07:31 Ferðamenn í báðum bifreiðum Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.8.2024 18:06 Hringveginum lokað við Skeiðarársand vegna alvarlegs bílslyss Alvarlegur árekstur varð í Öræfasveit við Gígjukvísl á þriðja tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og mikill viðbúnaður er á svæðinu. Lokað er fyrir umferð um veginn. Innlent 12.8.2024 14:50 Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Erlent 12.8.2024 13:28 Einn slasaður eftir aftanákeyrslu í Mosfellsbæ Slys varð á fólki við aftanákeyrslu sem varð í Mosfellsbæ í dag. Þetta staðfestir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.8.2024 14:55 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 43 ›
Harður árekstur við Ingólfsfjall Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hvammsveg þegar tveir bílar skullu þar saman. Fjórir eru slasaðir og verða fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar. Innlent 1.10.2024 17:52
Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist. Innlent 1.10.2024 14:52
Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl. Innlent 1.10.2024 14:00
Kona á fertugsaldri lést í slysinu á Sæbraut Vegfarandinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags var kona á fertugsaldri. Innlent 30.9.2024 11:01
„Dapurleg framkoma“ fólks á vettvangi banaslyss umhugsunarefni Lögregla biðlar til vegfarenda að sýna tillitssemi og virða lokanir á vettvangi alvarlegra umferðarslysa. Banaslys varð á Sæbraut við Vogabyggð laust eftir miðnætti í gærkvöldi þegar ekið var á gangandi vegfaranda sem var á leið yfir götuna. Meðan lögreglumenn voru við störf á vettvangi bar að nokkurn fjölda vegfarenda sem sumir hverjir sýndu störfum lögreglu lítinn skilning og voru ósáttir við að komast ekki leiðar sinnar. Innlent 29.9.2024 12:32
Vegfarandinn er látinn Gangandi vegfarandi sem var ekið á laust eftir miðnætti á Sæbraut við Vogabyggð er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Innlent 29.9.2024 10:56
Ekið á gangandi vegfaranda við Sæbraut Laust eftir miðnætti var ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut við Vogabyggð og sjúkraflutningafólk og lögregla kölluð út vegna þessa. Um alvarlegt umferðarslys var að ræða. Innlent 29.9.2024 07:36
Fluttur með þyrlu eftir bílveltu á Snæfellsnesi Einn var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík eftir bílveltu á Arnarstapavegi á Snæfellsnesi á tólfta tímanum í dag. Innlent 27.9.2024 12:43
Konan komst úr bílnum af sjálfsdáðum Bifreið hjóna sem lentu í alvarlegu umferðarslysi við Fossá á Skaga í gær var á hvolfi ofan í Fossá þegar að lögregla og viðbragðsaðilar komu á vettvang. Hjónin óku eftir malarvegi en svo virðist sem að maðurinn sem lést hafi misst stjórn á bílnum og ekið út af. Innlent 25.9.2024 15:37
Lögregluþjónn frá Hong Kong lést við Fossá á Skaga Maðurinn sem lést í bílslysi við Fossá á Skaga í gær var lögregluþjónn frá Hong Kong. Eiginkona hans, sem slasaðist, er einnig lögregluþjónn. Innlent 25.9.2024 10:26
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. Innlent 24.9.2024 20:59
Alvarlegt umferðarslys við Fossá á Skaga Viðbragðsaðilum var tilkynnt um alvarlegt umferðarslys við Fossá á Skaga um tvöleytið í dag. Innlent 24.9.2024 15:47
Einn á slysadeild eftir árekstur tveggja hlaupahjóla Einn var fluttur á slysadeild eftir að tvö rafmagnshlaupahjól skullu saman á göngubrúnni yfir Hringbraut við Njarðargötu í Reykjavík. Innlent 24.9.2024 10:54
Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. Innlent 22.9.2024 18:02
Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi á Akureyri Landsréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóms Norðurlands eystra á hendur manni sem var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Manninum var gefið að sök að aka bíl á gangandi vegfaranda. Sá sem varð fyrir bílnum var maður á áttræðisaldri, sem lést sólarhring eftir áreksturinn. Innlent 19.9.2024 21:37
Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Innlent 16.9.2024 12:06
Á slysadeild eftir árekstur bíls og rafhlaupahjóls Einn einstaklingur var fluttur á slysadeild eftir árekstur á Smáratorgi í Kópavogi um hálf fjögurleytið í dag. Innlent 6.9.2024 16:15
Telja að bátnum hafi verið siglt of hratt þegar tveir hryggbrotnuðu Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að RIB bátnum Kötlu hafa verið siglt á of miklum hraða yfir kjölfar annars skips þegar tvær manneskjur hryggbrotnuðu í siglingu í Reykjavíkurhöfn í júní í fyrra. Innlent 29.8.2024 21:35
Vantar vitni að alvarlegum árekstri á Bústaðavegi Ökumaður rafhlaupahjóls slasaðist alvarlega í árekstri við bíl á gatnamótum Bústaðavegar og Suðurhlíðar í Reykjavík á fjórða tímanum eftir hádegi á laugardaginn. Lögregla leitar að vitnum sem gætu hafa séð áreksturinn. Innlent 28.8.2024 12:37
Húsbíll valt í hvassviðri í Kömbunum Þrír sluppu ómeiddir þegar húsbíll valt og hafnaði utan þjóðvegarins ofarlega í Kömbunum í kvöld. Gul viðvörun vegna hvassviðris tók gildi á Suðurlandi klukkan níu og segir aðalvarðstjóri hjá lögreglunni ekki stætt á Hellisheiði. Innlent 23.8.2024 22:33
Tvö hjólhýsi splundruðust í vindhviðum á Lyngdalsheiði Engin slys urðu á fólki þegar sendiferðabíll valt og endaði á þakinu og tvö hjólhýsi splundruðust í sterkum vindhviðum á Lyngdalsheiði síðdegis. Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi segir ekkert ferðaveður með ferðavagna á svæðinu. Innlent 23.8.2024 19:58
Ók fram af kanti og lenti ofan á þaki á öðrum bíl Engan sakaði þegar ökumaður ók fram af háum kanti í bílastæði þannig að bíll hans hafnaði ofan á þakinu á annarri bifreið sem var lagt fyrir neðan. Töluverðar skemmdir urðu aftur á móti báðum bílum. Innlent 23.8.2024 17:23
Velti bíl sínum með lögregluna á hælunum á Reykjanesbraut Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á slysadeild í Reykjavík eftir að hann velti bíl sínum á flótta undan lögreglunni á Reykjanesbraut nú síðdegis. Bíllinn valt yfir vegrið á milli akreina. Innlent 22.8.2024 17:57
Leita ökumanns sem ók á stúlku og stakk af Lögreglan lýsir eftir ökumanni bifreiðar sem ók á unglingsstúlku á Vatnsendavegi í Kópavogi í fyrradag og stakk af. Enginn ökumaður er sagður hafa stoppað til þess að huga að stúlkunni þrátt fyrir að töluverð umferð hafi verið. Innlent 16.8.2024 12:35
Ósammála um hvort árekstur hefði orðið Tíu slösuðust í jafnmörgum umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Ökumanni og notanda rafhlaupahjóls greinir á um hvort árekstur hafi orðið í Nóatúni. Innlent 14.8.2024 15:42
Skólabyrjun og skjáhætta Brátt fara skólar af stað eftir sumarfrí og þá er mikilvægt að ökumenn fari að öllu með gát og virði hraðatakmarkanir, sér í lagi nálægt skólum og í íbúahverfum. Ávallt er þörf á að halda vakandi athygli í umferðinni en ekki hvað síst í blandaðri umferð þar sem ungir og óvarðir vegfarendur eru líka á ferðinni, ýmist gangandi eða hjólandi á fjölbreyttum farartækjum. Skoðun 14.8.2024 07:31
Ferðamenn í báðum bifreiðum Enn er lokað fyrir umferð um Hringveginn við Skeiðarársand eftir harðan árekstur tveggja fólksbifreiða í Öræfasveit við Gígjukvísl upp úr klukkan 14 í dag. Tveir erlendir ferðamenn voru í hvorri bifreið og hafa þeir allir fjórir verið fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Innlent 12.8.2024 18:06
Hringveginum lokað við Skeiðarársand vegna alvarlegs bílslyss Alvarlegur árekstur varð í Öræfasveit við Gígjukvísl á þriðja tímanum í dag þegar tveir bílar skullu saman. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og mikill viðbúnaður er á svæðinu. Lokað er fyrir umferð um veginn. Innlent 12.8.2024 14:50
Starfsmaður Marel lést í flugslysinu í Brasilíu Starfsmaður Marel lést í flugslysi í Brasilíu á föstudag. Starfsmaðurinn var frá Brasilíu og var búsettur þar. Það staðfestir Kristinn Daniel Lee Gilsdorf upplýsingafulltrúi Marel í samtali við fréttastofu. Erlent 12.8.2024 13:28
Einn slasaður eftir aftanákeyrslu í Mosfellsbæ Slys varð á fólki við aftanákeyrslu sem varð í Mosfellsbæ í dag. Þetta staðfestir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 9.8.2024 14:55