Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. desember 2025 18:55 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður valberg Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“ Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“
Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira