Samgönguslys

Hraðamyndavélar teknar í notkun í kjölfar fjölda slysa
Tvær hraðamyndavélar voru teknar í notkun á Hörgárbraut á Akureyri í dag en vegarkaflinn tilheyrir Þjóðvegi 1 sem liggur í gegnum bæinn.

Maður féll hundrað metra af loftbelg og lést
Karlmaður féll af loftbelg í um hundrað metra hæð og lést í Ísrael í dag. Lögregla segir að maðurinn hafi hangið utan á körfu loftbelgsins. Hann er sagður hafa starfað við loftbelgjaflugið á jörðu niðri.

Búið að opna Hellisheiði á ný
Hellisheiði var lokað í austurátt skömmu eftir hádegi í dag en reiknað er með því að lokunin standi ekki lengi yfir.

Alvarlegt mótorhjólaslys á Suðurgötu í Vesturbænum
Umferðarslys varð á Suðurgötu í Vesturbæ á nítjánda tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var um mótorhjólaslys að ræða.

Einn á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu flutti einn til skoðunar á slysadeild Landspítala eftir bílslys á Arnarneshæð í Garðabæ.

Vilja öryggisúttekt á frágangi vegræsa eftir banaslys á síðasta ári
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til Vegagerðarinnar að framkvæmd verði öryggisúttekt á frágangi vegræsa og að hönnun þeirra verði skoðuð með tilliti til umferðaröryggis vegfarenda.

Aðstæður erfiðar á vettvangi rútuslyssins og búið að loka veginum
Átta farþegar smárútu sem fór út af vegi og valt við Dyrhólaey á Suðurlandi eru komnir í skjól á Volcano Hotel skammt frá vettvangi. Þrír eru taldir slasaðir en ekkert er um alvarleg meiðsli. Búið er að loka fyrir umferð um Suðurlandsveg milli Seljalandsfoss og Víkur vegna slæms veðurs.

Minnst þrír slasaðir eftir að rúta fór út af vegi í Mýrdal
Smárúta valt út af Suðurlandsvegi í Mýrdal og eru viðbragðsaðilar á Suðurlandi komnir á vettvang. Þrír farþegar eru eitthvað slasaðir en enginn að því er virðist alvarlega. Aðstæður á vettvangi eru erfiðar vegna hvassviðris.

Aðeins fjórir þurft að leggjast inn eftir milljón ferðir
Fjórir hafa þurft að leggjast inn á Landspítala eftir slys á rafhlaupahjóli en almennt eru slys á slíkum fararskjótum ekki alvarleg. Yfirlæknir bráðamóttöku bendir á að fá slys verði á rafhlaupahjólum miðað við hversu margar ferðir eru farnar á þeim.

Barnið alvarlega slasað en ekki í lífshættu
Barnið sem ekið var á í suðurbæ Hafnarfjarðar í gær er mikið slasað en ekki talið vera í lífshættu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Fernt á slysadeild Landspítala eftir veltu á Suðurstrandarvegi
Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir bílveltu á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík síðdegis í dag.

Barn flutt á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hafnarfirði
Ekið var á barn á hjóli í suðurbæ Hafnarfjarðar á þriðja tímanum í dag. Barnið hlaut áverka og var flutt á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Gæslan bjargar fjórum skipverjum eftir strand við Æðey
Landhelgisgæslan kom fjórum skipverjum til bjargar í nótt eftir að skúta þeirra strandaði við Æðey í Ísafjarðardjúpi. Fjórmenningarnir voru hífðir um borð í þyrlu Gæslunnar um klukkan tvö í nótt og flogið með þá til Ísafjarðar til aðhlynningar.

Ók bíl á bensíndælurnar á Sprengisandi
Í kvöld varð slys á eldsneytisstöð Atlantsolíu á Sprengisandi þegar bifreið var ekið yfir eldsneytisdælu.

Árekstur við Arnarnesið tefur fyrir veislu á Bessastöðum
Þriggja bíla árekstur varð á Reykjavíkurvegi til móts við Arnarnesið um fjögurleytið í dag. Miklar tafir eru á umferð í suðurátt sem stendur vegna árekstursins sem veldur töfum á veislu á Bessastöðum.

Fjögurra ára slapp með skrekkinn í hörðum árekstri á Holtavörðuheiðinni
Fjögurra ára barn slapp með skrekkinn í hörðum árekstri tveggja bíla á Holtavörðuheiði á sunnudag. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann en þeir voru í bíl sem valt á heiðinni.

Þrír fluttir með þyrlu eftir árekstur og bílveltu á Holtavörðuheiði
Þrír slösuðust í umferðarslysi á Holtavörðuheiðinni á þriðja tímanum í dag. Voru þeir fluttir á Landspítalann með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem lenti við spítalann á fimmta tímanum.

Ók á þrjá bíla og missti framdekkið undan bílnum
Ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt eftir að hann hafði ekið á þrjá bíla og misst annað framdekkið undan bíl sínum. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur.

Brynjar kominn í rafskútubann eftir byltuna
Brynjar Níelsson alþingismaður segir að á hans heimili sé búið að setja blátt bann við frekari rafskútunotkun, eftir að hann rotaðist við notkun á slíku tæki á dögunum. Hann varar við rafskútunotkun að kvöldi til, nú þegar farið er að dimma.

Setja upp meðalhraðamyndavélar á næstu mánuðum
Samgönguráðuneytið, Vegagerðin, Samgöngustofa og Ríkislögreglustjóri staðfestu í dag nýjan samstarfssamning um sjálfvirkt hraðaeftirlit með myndavélum í umferðinni. Setja á upp slíkar myndavélar á þjóðvegum landsins á næstu mánuðum.

Vilja að vinnu sé flýtt eftir banaslys af völdum réttindalauss ökumanns undir áhrifum
Rekja má banaslys sem varð á Reykjanesbraut í mars á síðasta ári til þess að réttindalaus ökumaður var óhæfur til aksturs sökum fíkniefna- og lyfjaneyslu. Rannsóknanefnd samgöngslysa hvetur samgönguráðuneytið til að flýta vinnu nefndar sem miðar að því að taka betur á við þann hóp ökumanna sem ítrekað ekur undir áhrifum áfengis, lyfja eða fíkniefna.

Þrjátíu og tveimur bjargað úr rútu sem festist
Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út að Akstaðaá á Þórsmerkurleið.

Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða
Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið.

Ekið á hjólreiðamann í miðborginni
Karlmaður um fimmtugt slasaðist þegar ekið var á hann á horni Tryggvagötu og Geirsgötu í miðborg Reykjavíkur síðdegis í dag.

Skyndiákvörðun poppara um að bruna í bæinn varð hröktum ferðalöngum mögulega til lífs
Tveimur rúmenskum karlmönnum var bjargað eftir miklar hrakningar í vonskuveðri eftir að bifreið þeirra varð alelda á miðri Kleifaheiði í gærkvöldi. Ökumaður sem ákvað að drífa sig suður um kvöldið segir það mildi að hann hafi fundið þá hjálparlausa á heiðinni.

Bílvelta á Reykjanesbraut
Engan sakaði þegar bíll valt á Reykjanesbraut við Elliðaárdal í dag.

Bílatryggingar hækka mjög á meðan slysum fækkar
Bílatryggingar hafa hækkað mjög á síðustu árum á sama tíma og bæði umferðarslysum og slösuðum einstaklingum í umferðinni fækkar. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) gagnrýnir tryggingarfélögin, lífeyrissjóðina og fjármálaeftirlitið fyrir að leyfa þessari þróun að viðgangast.

Bíll valt á Reykjanesbraut
Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt.

Fullt tilefni til að hafa áhyggjur
Atvinnuflugmenn í einkaflugi eiga þátt í allt að fimmtán prósent alvarlegra flugatvika síðustu ára. Rannsakandi segir flugiðnaðinn verða að bregðast við stöðunni.

Stýrislæsing var enn á vélinni sem steyptist til jarðar
Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að flugmaður sem lést í banaslysi á Rangárvöllum sumarið 2019 hafi ekki framkvæmt nógu vandaða skoðun á vélinni fyrir flugtak og ekki gætt að því að stýrislæsing var á. Sætisbelti hafi verið notað sem stýrislæsing í vélinni sem samræmist ekki formlegum verkferlum eða gátlista vélarinnar.