Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2022 12:30 Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Bylgjan Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar. Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar.
Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira