
Samgönguslys

Ofsaakstur um Höfðana endaði með umferðaróhappi
Karlmaður á sextugsaldri hefur hlotið fjögurra mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir ofsakastur um Höfðana í Reykjavík í febrúar á þessu ári sem endaði með umferðaróhappi.

Þrír á slysadeild eftir þriggja bíla árekstur á Sæbraut
Fjórir sjúkrabílar og slökkviliðsbíll voru kallaðir út rétt fyrir klukkan tólf á hádegi vegna áreksturs á gatnamótum Sæbrautar og Miklubrautar í Vogahverfinu.

Þrír fluttir á sjúkrahús eftir þriggja bíla árekstur við álverið
Þrír hafa verið fluttir á bráðamóttöku Landspítalans eftir að þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík í Hafnarfirði um klukkan 7:20 í morgun.

Ætluðu að hringsóla yfir Eyjar þegar flugvélarnar skullu saman
Flugmenn tveggja flugvéla sem rákust saman í samflugi yfir Vestmannaeyjum ætluðu að fljúga í hring yfir Vestmannaeyjar þegar vélarnar rákust saman. Þeir létu flugumferðarstjórn ekki vita af árekstrinum fyrr en skemmdir á vélunum komu í ljós á Keflavíkuflugvelli.

Togað hafi verið í stýrið og afturhluti vélar strokið flugbrautina
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að togað hafi verið í hæðarstýrið eftir að lyftispillar virkjuðust sjálfvirkt í lendingu, þegar stél á flugvél Icelandair straukst við flugbraut í Indlandi í fyrra.

„Erfitt að vera kominn á stað sem ég hélt að yrði minn hinsti hvíldarstaður“
Zak Nelson og Elliot Griffiths, breskir ferðamenn frá Norwich, lentu í alvarlegu bílslysi á Íslandi í vor, þegar þeir voru nýkomnir til landsins í draumafríið. Þeir sneru aftur til Íslands nú í október til að þakka starfsfólki Landspítalans lífsbjörgina. Við fylgdumst með tilfinningaþrungnum endurfundum í Íslandi í dag.

Tveir fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun
Tveir voru fluttir á slysadeild vegna áreksturs við Dalshraun í Hafnarfirði. Það staðfestir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Skipverjar urðu varir við eldinn þegar þeir voru í kaffi
Eldur sem kom upp í vinnsluþilfari skipsins Jökuls ÞH 299 þann 17. júlí í fyrra, þegar skipið var statt um sextíu sjómílum norðaustur af Horni, var vegna viðgerðar þar sem verið var að rafsjóða. Glóð fór í svokallaðan burstakamb, og náði að krauma í hálftíma áður en eldurinn braust út. Á meðan voru skipverjar í kaffi.

Ekið á tvo á gatnamótum við Kringlumýrarbraut
Tveir einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús eftir slys á gatnamótum Hamrahlíðar og Kringlumýrarbrautar um hálffjögurleytið í dag.

Einn á bráðamóttóku er rafskúta og reiðhjól lentu saman
Ökumaður rafskútu var fluttur á bráðamóttöku Landspítalans í dag þegar rafskúta hans og reiðhjóllentu saman í Fossvogi í dag.

Grunar að veikindi flugáhafna tengist efni sem finnst í smurolíu
Rannsóknarnefnd samgönguslysa mælir með því að flugrekendur vakti loftgæði í loftförum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem varðar mörg tilfelli veikinda hjá fólki í flugáhöfnum frá árinu 2011 til ársins í ár.

Árekstur á Eyrarbakkavegi
Tveggja bíla árekstur varð á Eyrarbakkavegi í Árnessýslu um hálfþrjúleytið í dag. Svo virðist sem engin alvarleg slys hafi orðið á fólki.

Ökumaðurinn liðlega tvítugur
Karlmaður fæddur árið 2003 hefur réttarstöðu sakbornings vegna banaslyssins á Sæbraut um þarsíðustu helgi. Ökumenn sem aka á gangandi vegfarendur sem látast fá alltaf réttarstöðu sakbornings á meðan á rannsókn stendur. Búast má við því að rannsókn taki langan tíma.

Banaslysið aftur til héraðssaksóknara
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun héraðssaksóknara um að fella niður mál vegna banaslyss sem varð á Kjalarnesi sumarið 2020. Héraðssaksóknari tók ákvörðun í júní síðastliðnum.

Með ófullnægjandi hjálm þegar banaslys varð
Banaslys sem varð á Laugarvatnsvegi sumarið 2023 orsakaðist af því að bifhjólamaður missti stjórn á bifhjólinu þegar það fór að skjálfa og skakast á veginum. Þá var hann með ófullnægjandi hjálm og boltar í stýri hjólsins voru lausir.

Ekki í belti og undir áhrifum þegar hann lést
Ökumaður sem lést þegar sendibifreið hafnaði utan Reykjanesbrautar við Innri-Njarðvík í nóvember árið 2023 var ekki í belti og varð að hluta undir bifreiðinni. Hann var undir áhrifum fíkniefna þegar hann lést.

Handtekinn eftir hliðarkeyrslu á talsverðum hraða
Lögreglan var kölluð til vegna umferðarslyss á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Einum bíl hafði verið ekið í hlið annars bíls á talsverðum hraða, en einn var talinn slasaður á vettvangi.

Harður þriggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi
Þriggja bíla árekstur varð til þess að einn bílanna valt nærri Hólmi við Suðurlandsveg á tólfta tímanum í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild.

Fimm bíla árekstur á Vesturlandsvegi
Fjögurra bíla og eins strætisvagns árekstur varð á Vesturlandsvegi við Orkuna um fimmleytið í dag.

Ökumanns hvítrar Teslu enn leitað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn ökumanna tveggja bíla í tengslum við rannsókn á banaslysi á Sæbraut í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 29. september. Annar ók hvítri Teslu en hinn ljósri smárútu.

Leita tveggja vegna banaslyssins á Sæbraut
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja ökumanna vegna banaslyssins á Sæbraut um síðustu helgi. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nauðsynlega þurfi að ná tali af þeim vegna rannsóknarinnar á slysinu.

Ekið á ungan dreng á hlaupahjóli
Bíl var ekið á ungan dreng á leið í skólann rétt fyrir klukkan átta í morgun. Hann var fluttur á slysadeild í sjúkrabíl. Meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Hann var á hlaupahjóli.

Mikil umferð vegna áreksturs í Kópavogi
Árekstur varð skammt frá Hamraborg í Kópavogi í kvöld. Sjúkrabíll var sendur á vettvang.

Leggja til neyðaraðgerðir til að bregðast við „ófremdarástandi“
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu sem verður tekin fyrir á næsta fundi borgarstjórnar eftir tvær vikur sem varðar neyðaraðgerðir til að bæta umferðaröryggi á gatnamótum Sæbrautar og Kleppsmýrarvegar þar sem banaslys varð um helgina.

Segir gagnrýnina ósvífna og ósanngjarna
„Mér finnst þetta bara vera mjög ósvífin og ósanngjörn gagnrýni. Ég skil ekki hvernig það er hægt að saka einhvern um tvískinnung í svona máli sem hefur allan tímann óskað eftir meiri úrbótum fyrir óvarða vegfarendur og vildi ganga lengra en gengið var. Við höfum ekkert skipt um skoðun í þessu máli og gerðum það aldrei.“

Mælirinn fullur vegna vanvirðingar á slysstað
Rannsókn lögreglu á banaslysi við Sæbraut á aðfaranótt sunnudags gengur vel. Varðstjóri hjá lögreglunni segir það vera síalgengara að almenningur reyni að komast inn fyrir lokanir á slysstöðum. Eftir helgina sé mælirinn fullur.

Harður árekstur við Ingólfsfjall
Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hvammsveg þegar tveir bílar skullu þar saman. Fjórir eru slasaðir og verða fluttir á sjúkrahús til frekari skoðunar.

Ungur ökumaður ekki grunaður um akstur undir áhrifum
Rannsókn lögreglu á banaslysi sem varð á Sæbraut aðfaranótt sunnudags gengur vel. Ekki er grunur um að ökumaður sem ók fólksbíl á gangandi vegfaranda, sem lét lífið, hafi verið undir áhrifum áfengis. Þó hafa niðurstöður úr blóðefnarannsókn ekki borist.

Blöskrar „tvískinnungur“ hjá borgarfulltrúa eftir banaslys
Borgarfulltrúa Pírata blöskrar að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins „slái sér á brjóst“ eftir að hafa beitt sér gegn úrbótum í þágu gangandi á gatnamótum Sæbrautar við Skeiðarvog og Kleppsmýrarveg. Kona á fertugsaldri lést á gatnamótunum seint á laugardagskvöld þegar hún varð fyrir bíl.

Kona á fertugsaldri lést í slysinu á Sæbraut
Vegfarandinn sem lést í umferðarslysi á Sæbraut aðfaranótt sunnudags var kona á fertugsaldri.