

Sara Björk Gunnarsdóttir jafnar íslenska landsleikjametið í fótbolta með því að spila gegn Lettlandi á morgun og Svíþjóð næsta þriðjudag.
Ungverjaland, sem leikur með Íslandi í riðli í undankeppni EM, verður án átta leikmanna gegn Svíþjóð á morgun vegna tveggja kórónuveirusmita.
Leikurinn gegn Lettlandi í undankeppni EM var til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna.
Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir nýliðann Sveindísi Jane Jónsdóttur hafa komið mjög vel inn í landsliðshópinn en gaf ekkert uppi um hvort hún myndi byrja leikinn gegn Lettlandi annað kvöld.
Hólmfríður Magnúsdóttir var svekkt að vera ekki valin í landsliðið og svaraði því með því að koma að fjórum mörkum í stórsigri á KR.
Jón Þór Hauksson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM.
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna, segir að Selfyssingurinn Barbára Sól Gísladóttir hafi alla burði til að verða framtíðar hægri bakvörður íslenska landsliðsins.
Margrét Lára Viðarsdóttir, markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi gefur áhugasömum tækifæri á að vinna sögulega landsliðstreyju sína og styrkja um leið Ljónshjarta.
Íslensku stelpurnar hefja leik á ný í undankeppni EM kvenna í knattspyrnu á fimmtudagskvöldið þegar Lettland mætir á Laugardalsvöllinn.
Undirbúningur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina gegn Lettlandi og Svíþjóð undankeppni EM hófst formlega í gær.
ÍBV á þrjá fulltrúa í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi á Laugardalsvelli á fimmtudaginn í undankeppni EM.
Sænska kvennalandsliðið í fótbolta hefur misst út sterka leikmenn fyrir toppslaginn við Ísland á Laugardalsvelli 22. september í undankeppni EM.
Evrópumeistarinn Sara Björk Gunnarsdóttir kemur til Íslands eftir fullkomið sumar með liðum Lyon og Wolfsburg, fyrir leikina mikilvægu við Lettland og Svíþjóð í undankeppni EM.
Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag.
Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð.
Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM.
Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000.
Rúmenar mæta til Reykjavíkur fullir sjálfstrausts með sókndjarft lið gegn Íslendingum í EM-umspilsleiknum sem svo lengi hefur verið beðið eftir.
Atli Viðar Björnsson segir frammistöðu íslenska landsliðsins í fótbolta hafa verið gjörólíka gegn Belgíu í gær miðað við Englandsleikinn á laugardag. Margt jákvætt megi taka úr leikjunum.
„Þeir eru klárlega betri en Englendingarnir. Það er hundrað prósent,“ segir Kári Árnason um belgíska landsliðið sem Ísland mætir nú í kvöld.
„Það er rosaleg áskorun að spila þessa leiki,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands. Þeir Ari Freyr Skúlason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í Belgíu í dag, fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeild UEFA í fótbolta á morgun.
„Þetta gæti auðvitað orðið erfiður dagur fyrir okkur en ég er ekki hræddur,“ segir Erik Hamrén, landsliðsþjálfari í fótbolta, fyrir leik Íslands við England í Þjóðadeildinni á morgun.
Bronslið HM kvenna í fótbolta frá síðasta ári, Svíþjóð, mætir Íslandi á Laugardalsvelli 22. september. Sænski landsliðshópurinn hefur verið tilkynntur.
Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura.
Sara Björk Gunnarsdóttir, nýbakaður Evrópumeistari, var fyrst valin í íslenska landsliðið sumarið 2007, þá sextán ára leikmaður Hauka í næstefstu deild.
Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví.
Unnið er að því hörðum höndum að fá botn í það hvort að landsleikir og Evrópuleikir í fótbolta geti farið fram hér á landi þrátt fyrir reglur um sóttkví. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er bjartsýnn á að það gangi upp og segir málið skýrast á næstu dögum.
Sarina Wiegman, þjálfari Evrópumeistara Hollands, mun taka við enska kvennalandsliðinu í fótbolta af Phil Neville næsta sumar.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir vill komast til Evrópu á láni til þess að spila fótbolta en hefur ekki ákveðið sig hvort að það verður að spila hér á Íslandi eða annars staðar í Evrópu.
Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins vill að fleiri ungir leikmenn taki skrefið út í atvinnumennsku og fái fleiri krefjandi leiki yfir árið.