Sveitarstjórnarmál

Fréttamynd

Ríkið tekur við börnum með fjöl­þættan vanda

Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár.

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri á borgar­stjóra­launum

Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­manni blöskrar svör Rósu

Þingmaður Samfylkingarinnar segir galið að Rósa Guðbjartsdóttir ætli að halda áfram störfum í bæjarstjórn og sitja í stjórn sveitarfélaga meðfram þingmennsku. Það feli í sér hagsmunaárekstur og trúnaðarbrest við sveitarfélögin í landinu.

Innlent
Fréttamynd

Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnu­daga“

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins ætlar ekki að hætta í bæjarstjórn í Hafnarfirði á næstu vikum. Þá ætlar hún einnig að halda setu áfram í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hún sé með heilan hug á báðum stöðum og hún vilji fylgja ákveðnum málum eftir.

Innlent
Fréttamynd

Heiða Björg hættir sem for­maður SÍS

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri ætlar að hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Laun hennar vöktu mikil viðbörgð ásamt ákvörðun hennar í kjaradeilu kennara.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“

Forseti borgarstjórnar segir það ekki sitt að svara fyrir það hvort borgarstjóri sitji áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en borgarstjóri fær fyrir formennskuna tæpar 900 þúsund krónur á mánuði. Skoða þurfi launamun milli hæst og lægst launuðu starfsmanna borgarinnar, en það verði ekki gert á þessu kjörtímabili.

Innlent
Fréttamynd

Heiða liggur enn undir feldi

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún ætli að halda áfram sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga samhliða starfi borgarstjóra. Laun Heiðu Bjargar hafa vakið mikil viðbrögð, en um helgina kom fram í fréttum að laun fyrir formennsku hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga hafi hækkað um fimmtíu prósent frá árinu 2023.

Innlent
Fréttamynd

„Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“

Margrét Ólöf A. Sanders bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ er verulega ósátt við nýja kjarasamninga kennara og sérstaklega aðkomu Heiðu Bjargar Hilmisdóttur nýs borgarstjóra að þeim. Heiða Björg gegnir jafnframt embætti formanns Samtaka íslenskra sveitarfélaga. 

Innlent
Fréttamynd

Launin hækkuðu bara um fimm­tíu pró­sent

Laun fyrir formennsku hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa einungis hækkað um 50 prósent á síðustu tveimur árum, ekki 170 prósent eins og komið hefur fram í fjölmiðlum. Heildarlaun hækkuðu frá 581.167 krónum á mánuði í 868.671 krónu á mánuði frá 2023 - 2025.

Innlent
Fréttamynd

Óskiljan­legt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði

Vilhjálmur Birgisson gerir laun borgarstjóra að umtalsefni í færslu á samfélagsmiðlum í dag, en hann segir „helvíti vel í lagt“ að vera með heildarlaun sem nemi tæpum fjórum milljónum á mánuði. Laun hennar fyrir formennsku í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa hátt í þrefaldast frá 2023.

Innlent
Fréttamynd

Sorg­legt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum

Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri segist hafa gengið inn í samning sem hafði sambærileg ákvæði og í samningi Dags B. Eggertssonar forvera hans og annarra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu þegar hann tók við embætti borgarstjóra. Launin séu auðvitað há en ábyrgðin og vinnan sé mikil.

Innlent
Fréttamynd

Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði

Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri er með um 3,8 milljónir í laun á mánuði. Ráðningarsamningur Heiðu Bjargar var samþykktur á fundi borgarstjórnar í gær. Sem borgarstjóri fær hún greitt mánaðarlega 2.628.812 milljónir. Samkvæmt samningnum eru launin föst og er ekki greitt sérstaklega fyrir vinnu utan hefðbundins dagvinnutíma.

Innlent
Fréttamynd

Bæjar­stjóri sleginn yfir á­kvörðun Icelandair

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. 

Innlent
Fréttamynd

Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjara­samningum annarra stétta

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi.

Innlent
Fréttamynd

Óttast launaskrið og aukna verð­bólgu

Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði.

Innlent
Fréttamynd

„Höfum veru­legar á­hyggjur af þeirri hlið málsins“

Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða.

Innlent
Fréttamynd

„Við þurfum ein­hvers staðar að draga saman á móti“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ekki búið að kostnaðarmeta að fullu nýja kjarasamninga við kennara. Hún segir sveitarfélögin vel ráða við rekstur grunnskóla en þau hafi hins vegar ekki stutt nægilega vel við kennara síðustu tvo áratugi.

Innlent