

Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes urðu í kvöld franskir bikarmeistarar í handbolta eftir sex marka sigur á Montpellier, lokatölur 39-33.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, átti frábæran leik þegar Aix tapaði naumlega fyrir meistaraliði París Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þá mættust markverðirnir Viktor Gísli Hallgrímsson og Grétar Ari Gunnarsson.
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar hans í Nantes þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Nimes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 28-28, en sigur hefði komið Nantes í toppsæti deildarinnar.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn í handbolta, Viktor Gísli Hallgrímsson, stóð í marki Nantes í frönsku deildinni í dag þegar liðið vann fimm marka sigur á Creteil.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir lið Aix sem vann sigurorð af Cesson-Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Kristján Örn Kristjánsson leikmaður franska liðsins PAUC skoraði tólf mörk í tapi liðsins gegn Chambéry í efstu deild Frakklands í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC máttu þola þriggja marka tap er liðið heimsótti Chambery Savoie í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 33-30.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði níu mörk fyrir lið sitt PAUC þegar liðð vann 37-35 sigur á Créteil í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði átta skot þegar lið hans, Nantes, skellti toppliði frönsku efstu deildarinnar í handbolta karla, Montpellier, 29-28 í kvöld.
Handboltasérfræðingurinn Theodór Ingi Pálmason, Teddi Ponza, var á línunni í síðasta hlaðvarpsþætti Handkastsins þar sem hann fór ítarlega yfir það sem hefur gengið á á milli Björgvins Páls Gústavssonar og Kristjáns Arnar Kristjánssonar undanfarna daga.
Eftir stormasaman dag fyrir landsliðsmanninn Kristján Örn Kristjánsson skoraði hann þrjú mörk fyrir PAUC er liðið vann nauman tveggja marka sigur gegn Chartres í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 29-27.
Kristján Örn Kristjánsson hefur birt skilaboðin sem Björgvin Páll Gústavsson sendi honum í aðdraganda leiks Vals og PAUC í Evrópudeild karla í handbolta á dögunum og staðfestir að hafa kvartað til EHF og Vals vegna hegðunar Björgvins.
Kristján Örn Kristjánsson er byrjaður að spila handbolta að nýju með franska liðinu PAUC eftir að hafa glímt við einkenni kulnunar. Hann segir dvöl heima á Íslandi, í kjallaranum hjá mömmu sinni og pabba, hafa gert sér afar gott.
Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar.
Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun.
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson heldur áfram að vekja athygli á stóra sviðinu.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er mættur aftur til leiks með PAUC í frönsku úrvalsdeildinni. Hann hafði tekið sér tímabundið hlé frá handbolta vegna kulnunar en er nú snúinn aftur og það með látum.
Forráðamenn franska félagsins PAUC, sem Kristján Örn Kristjánsson leikur með, hafa ákveðið að losa sig við þjálfarann Thierry Anti. Tapið stóra gegn Valsmönnum á Hlíðarenda hafði sitt að segja.
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes unnu öflugan sigur á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Kristján Örn Kristjánsson og félagar hans í PAUC biðu lægri hlut á heimavelli gegn Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar.
Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í Nantes unnu öruggan útisigur í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.
Franski handboltamaðurinn Nikola Karabatic, sem er af mörgum talinn einn allra besti handboltamaður sögunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við franska stórveldið PSG.
Kristján Örn Kristjánsson var markahæsti leikmaður PAUC er liðið vann nokkuð öruggan fjögurra marka sigur gegn Nimes í átta liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í handbolta í kvöld, 38-34.
Bruno Martini, fyrrverandi markvörður franska handboltalandsliðsins, hefur verið dæmdur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir barnaníð. Nikola Karabatic segir það vissulega hafa verið áfall fyrir leikmenn landsliðsins að heyra þær fréttir, á miðju heimsmeistaramóti.
Didier Dinart, einn besti varnarmaður handboltasögunnar, hefur verið ráðinn þjálfari franska úrvalsdeildarliðsins Ivry sem Darri Aronsson leikur með.
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sneri aftur í lið Nantes í kvöld þegar liðið tapaði með minnsta mun gegn stórliði París Saint-Germain, lokatölur 33-32 PSG í vil.
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í dag valinn efnilegasti markvörður heims af vefnum Handball Planet. Þá var hann í þriðja sæti yfir efnilegustu leikmenn í heimi, sama hvar þeir spila á vellinum.
Aðdáendur íslenska karlalandsliðsins í handbolta geta varpað öndinni léttar því allar líkur eru á því að Viktor Gísli Hallgrímsson verji mark þess á HM í Svíþjóð og Póllandi í byrjun næsta árs.
Landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson meiddist á olnboga í leik Nantes og Sélestat í frönsku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Rétt rúmur mánuður er í þangað til HM í handbolta hefst en mótið fer fram í Svíþjóð og Póllandi.