Lögreglan

Telur afgreiðslu ráðuneytis vegna framgöngu ríkislögreglustjóra ófullnægjandi
Björn Jón Bragason telur að afgreiðsla dómsmálaráðuneytisins, vegna samskipta sem hann upplifir sem hótanir Haraldar Johannessen ríkislögreglustjóra í sinn garð, sé algjörlega ófullnægjandi. Þetta kemur fram í bréfi Björns Jóns til umboðsmanns Alþingis. Hann telur að ráðuneytið hafi átt að áminna Harald.

Slagsmál og slark en annars rólegt
Um áttatíu mál bárust inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt.

Kjósa ekki fulltrúa í stjórn
Lögreglufélag Norðurlands vestra mun ekki kjósa nýjan fulltrúa í stjórn Landssambands lögreglumanna. Ástæðan er deila um fækkun sérsveitarmanna á landsbyggðinni.

Allir sem voru um borð íslenskir: Þrír úrskurðaðir látnir á vettvangi
Þrír sem létust, þegar flugvél með fimm manns innaborðs skall niður skammt frá flugvellinum í Múlakoti í Fljótshlíð í gærkvöldi, voru úrskurðaðir látnir á vettvangi. Tveir voru fluttir með þyrlum Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík og er líðan þeirra sögð stöðug. Allir sem voru um borð voru íslenskir.

Stríðið loksins háð fyrir opnum tjöldum
Ágreiningur milli ríkislögreglustjóra og lögregluembætta landsins hefur birst almenningi í fjölmiðlum í vikunni. Ríkislögreglustjóri hefur ráðið almannatengil hjá KOM sér til aðstoðar. Mikið mæðir á ráðuneytinu sem hefur eineltis

Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi
Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum.

Nýir lögreglubílar hafa staðið óhreyfðir vikum saman hjá innflutningsaðila
Dæmi eru um að embætti Ríkislögreglustjóra hafi verið synjað um fyrirgreiðslu hjá þjónustufyrirtækjum vegna vanskila. Nýir lögreglubílar stóðu vikum saman ónotaðir hjá innflytjanda þar sem greiðsla vegna þeirra tafðist. Fjármálastjóri embættisins segir bókhaldið í lagi.

Lögreglan vill skoða að nota bílaleigubíla til neyðaraksturs
Ríkislögreglustjóri hefur óskað eftir stjórnsýsluendurskoðun á bifreiðamálum af hálfu ríkisendurskoðanda.

Vilja að Landssamband lögreglumanna „standi í lappirnar“ gagnvart ríkislögreglustjóra
Lögreglufélag Norðurlands vestra vill að breytingar verði gerðar á bílamálum lögreglu þannig að lögreglustjórar embættanna sjái sjálfir um rekstur bifreiða lögreglu og að bílamiðstöð ríkislögreglustjóra verði lögð niður.

Helga Vala segir lögregluna fjársvelta
Þingmaður Samfylkingarinnar bendir á að þyrlukaup Landhelgisgæslunnar séu inni í því fjármagni sem sett er í löggæslu hér á landi. Auka þurfi fjármagn til Lögreglunnar sjálfrar til að mæta auknum umsvifum skipulagðrar glæpastarfsemi.

Notaði embætti ríkislögreglustjóra til að kvarta undan bók og sjónvarpsþætti
Haraldur Johannessen notaði bréfsefni embættis ríkislögreglustjóra til að koma athugasemdum á framfæri við höfund bókar um Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans og umsjónarmann sjónvarpsþáttar um sama efni.

Kvartanir sérsveitarmanna í skoðun
Dómsmálaráðuneytið hefur til meðferðar kvartanir nokkurra lögreglumanna. Framkoma ríkislögreglustjóra helsta umkvörtunarefnið. Einnig ágreiningur um heildarskipulag sérsveitarinnar á landsvísu.

Segir stjórnmálamenn bera ábyrgð á uppgangi glæpagengja: „Hvað eru stjórnvöld búin að vera að gera?“
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir að þær upplýsingar sem komu fram í svartri skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi hafi lengi legið fyrir.

Lögreglan á erfitt með að takast á við skipulagða glæpastarfsemi
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verði ekkert að gert muni skipulögð glæpastarfsemi aukast enn frekar hér á landi. Lögreglan á Íslandi sé veik og hafi ekki getu til að sinna fraumkvæðisvinnu.

Fjögur ráðuneyti vinna tillögur vegna vaxandi ógnar af skipulagðri glæpastarfsemi
Heildarhættustig varðandi skipulagaða glæpastarfsemi er merkt sem gífurleg áhætta í nýrri skýrslu greiningardeilda ríkislögreglustjóra sem birt var í gær. Dómsmálaráðherra og forsætisráðherra hafa þegar brugðist við niðurstöðum skýrslunnar og fyrirsjánlegri þróun þessara mála með því að skipa sérstakan samráðshóp sem skilgreina á nauðsynlegar aðgerðir.

Glæpastarfsemi ein alvarlegasta ógn sem steðjar að Íslendingum
Áhættan fer enn vaxandi en þrátt fyrir það telst Íslands enn sem fyrr afar öruggt samfélag í alþjóðlegum samanburði.

Segir ekkert til sem heiti krúttleg valdbeiting
Þingmanni sem varð vitni að mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í síðustu viku blöskraði aðgerðir lögreglu. Lögregla segir að gætt hafi verið meðalhófs.

Þingmaður VG um viðbrögð lögreglu á Austurvelli: "Mér blöskraði og mér brá“
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla hælisleitenda á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Þingmaður sem varð vitni af mótmælunum segir að sér hafi blöskrað aðgerðir lögreglu.

Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi.

Rekstur lögreglubílaflotans í ólestri og sligi sum embættin
Óánægja hjá lögregluumdæmum landsins með rekstur Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, sem átti að auka hagkvæmni í rekstri lögreglubílaflotans. Það hafi snúist upp í andhverfu sína.

Aldís kærir Hörð Jóhannesson lögreglumann
Telur hann hafa brotið margvíslega ákvæði lögreglu- og hegningarlaga.

Spurður um gagnaleka lögreglu
Verjandi var kvaddur fyrir dóm eftir úrskurð Landsréttar um vitnaskyldu. Lagði fram trúnaðarupplýsingar frá lögreglu í máli skjólstæðings. Lögfræðilegt sprengjusvæði að krefja verjendur svara, segir lögmaður hans.

Lögreglustjóri vill fá Aldísi aftur til vinnu
"Var búin að skipa hana sem aðstoðaryfirlögregluþjón, þannig að við viljum gjarnan fá hana aftur til starfa," segir lögreglustjóri

Alda Hrönn: LÖKE-málið tók á
Öldu Hrönn Jóhannsdóttur var gefið að sök að hafa misbeitt lögregluvaldi við rannsókn LÖKE-málsins. Málið var fellt niður að rannsókn lokinni. Málsmeðferðin gekk henni mjög nærri. Alda Hrönn gerir upp störf sín í lögreglunni og LÖKE-málið.

Margrét Gauja stígur fram: Tók svefntöflur eftir kynferðislega áreitni innan lögreglunnar
Var föst í lögreglubíl á vakt með manni sem áreitti hana látlaust.

Aukið við vopnabúnað lögreglunnar
Verið er að auka við vopnabúnað íslensku lögreglunnar. Stefnt er að því að allir lögreglubílar landsins verði búnir Glock 17-hálfsjálfvirkri skammbyssu og MP5-hríðskotabyssu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins
Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti.

Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu
Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.

Norrænir lögreglumenn ræddu viðbrögð við Breivik
Fulltrúar greiningardeildar Ríkislögreglustjóra sóttu á dögunum ráðstefnu í Svíþjóð um skipulagða glæpastarfsemi. Boðað var til ráðstefnunnar í framhaldi af fundi ríkislögreglustjóra Norðurlanda. Á ráðstefnunni var ákveðið að auka enn frekar samstarf landanna hvað varðar baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og mögulegum umsvifum hryðjuverkamanna.

Brýnt að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir
Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu.