Brýnast að auka vegaöryggi á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2019 12:45 Sæmundur segir að brýnustu samgöngumálin á Suðurlandi séu að auka vegaöryggi og það sé gert með því að styrkja löggæsluna. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“. Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira
Brýnustu málin, sem lúta að samgöngum á Suðurlandi er að auka vegaöryggi með því að styrkja löggæslu á svæðinu og að styrkja viðbragðsaðilana, sem sinna útköllum á vegunum ef eitthvað gerist. Þetta er niðurstaða samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa verið með samgöngunefnd starfandi, sem skilaði skýrslu af sér á ársþingi samtakanna, sem fór nýlega fram á Hótel Geysi. Nefndin hafði það hlutverk að rýna í það sem betur mætti fara í samgöngumálum á Suðurlandi og að fara yfir það sem er vel gert. Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Hornafirði var formaður nefndarinnar. Hver eru brýnustu málin þegar samgöngur eru annars vegar að hans mati og nefndarinnar? „Brýnustu málin eru að auka vegaöryggi og það gerum við með því að styrkja löggæsluna, styrkja almannavarnir og viðbragðsaðilana, sem sinna þessum málaflokki“, segir Sæmundur um leið og hann bætir því við að löggæsla sé mjög góð í dag en að það hafi sýnt sig að með því að bæta hana þá er hægt að ná góðum árangri, sérstaklega varðandi umferðarhraða og slysatíðni. „Það hefur sýnt sig að efling þessara þátta hefur áhrif til góðs“, segir hann.Sæmundur Helgason, formaður samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sæmundur segir að einbreiðar brýr á Suðurlandi séu sérstakt viðfangsefni sem þarf að taka á í samgöngumálum, þeim þurfi að útrýma enda stórhættulegar. „Eins og staðan er núna á þjóðvegi eitt þá eru þær tuttugu og ein talsins, þar að segja frá Reykjavík austur í Hvalnesskriður og fleiri eftir því sem austar dregur, en tuttugu og ein eins og staðan er núna“. Sæmundur segist ánægður með störf samgöngunefndar Samtaka sunnlenskra sveitarfélagi. „Já, ég er ánægður með nefndastörfin, sem gengu vel. Við fengum góða gesti á fundi nefndarinnar, sem voru með góðar ábendingar og vonandi getum við fari áfram veginn með öllu, sem við erum að ýta á og pota í til þess að fá fjármagn og fá betrum bætur öllum til heilla“.
Lögreglan Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Sjá meira