Ástin og lífið

Fréttamynd

Sanna Marin skilur við eiginmanninn

Sanna Marin, starfandi forsætisráðherra Finnlands, er að skilja við eiginmann sinn Markus Räikkönen. Í story á Instagram segist hún þakklát fyrir árin nítján en saman eiga þau dóttur sem fæddist árið 2018.

Erlent
Fréttamynd

„Hann er alltaf bara litli strákurinn minn“

„Ég er eiginlega ekkert að fatta það að hann sé vinsæll. Kannski líka að það er svo einfalt að vera þekktur á Íslandi. Hann gerir allt sem hann vill og það er ekkert vesen eða áreiti,“ segir Hekla Aðalsteinsdóttir flugfreyja og mamma tónlistarmannsins Arons Can Gultekin.

Lífið
Fréttamynd

Freyja orðin fósturmamma: „Ég elska hann mjög mikið“

Freyja Haraldsdóttir, baráttukona og réttindagæslumaður fatlaðs fólks, er orðin fósturforeldri eftir margra ára baráttu við kerfið. Hún segir biðina hafa verið langa og stranga en það hafi verið þess virði og það sé magnað að vera móðir unglingsins Steve.

Innlent
Fréttamynd

Kleini gefur Hafdísi gjafir fyrir að þola sig

Hafdís Björg Kristjánsdóttir einkaþjálfari birti myndskeið af Swarovski hálsmeni og armbandi í gær sem hún fékk í gjöf frá kærastanum og samfélagsmiðlastjörnunni Kristjáni Einari Sigurbjörnssyni, sem yfirleitt er kallaður Kleini.

Lífið
Fréttamynd

„Ég væri ekki að koma heim nema fyrir hana“

Handknattleikskappinn Aron Pálmarsson segist vilja komast til Íslands og verða stærri þáttur í lífi fimm ára dóttur sinnar. Aron hefur búið erlendis í fjórtán ár þar sem hann hefur spilað sem atvinnumaður.

Lífið
Fréttamynd

Róbert og Ksenia orðin sex barna foreldrar

Ró­bert Wessman fjár­fest­ir og for­stjóri Alvotech og Ksenia Shak­hmanova eiginkona hans eignuðust dóttur á dögunum. Dóttirin er annað barn þeirra saman, en fyrir eiga þau soninn Robert Ace fjögurra ára.

Lífið
Fréttamynd

Sigrún leitar að bróður sínum

Sigrún Sigurðardóttir var ættleidd þegar hún var tíu daga gömul. Hún ólst upp vitandi að hún ætti samfeðra bróður einhvers staðar þarna úti en það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að hún ákvað að setja allan sinn kraft í að hafa uppi á honum. Hún hefur þó úr takmörkuðum upplýsingum að moða og hefur meðal annars leitað eftir aðstoð fólks í gegnum samfélagsmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Hugi á markaðinn eftir sextán ára samband

Fjölmiðlamaðurinn Hugi Halldórsson, sem lengi var þekktastur sem Ofur-Hugi í sjónvarpsþáttunum 70 mínútum, er orðinn einhleypur. Hugi greindi frá þessu í hlaðvarpi þeirra Sigmars Vilhjálmssonar vinar síns, sem ber einmitt heitið 70 mínútur.

Lífið
Fréttamynd

Endaði fár­veikur eftir að hafa andað að sér ó­geði í langan tíma

Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift gengin út á met­tíma

Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega.

Lífið
Fréttamynd

Ómar R. og Margrét skilin

Ómar R. Valdi­mars­son, lögmaður og Margrét Ýr Ingimarsdóttir, kennari og eigandi Hugmyndabankans, skilja eftir sautján ára samband. Smartland greinir frá.

Lífið
Fréttamynd

Komst af leigumarkaðnum á Verkalýðsdaginn

Leikkonan María Thelma Smáradóttir og hnefaleikakappinn Steinar Thors hafa fest kaup í þríbýlishúsi í Hafnarfirði sem þau ætla að taka í gegn. María Thelma fagnar því að vera ekki leigjandi lengur. Hún hafi losnað af leigumarkaðnum á sjálfan verkalýðsdeginum.

Lífið
Fréttamynd

Bar bón­orðið upp á sjúkra­hús­bedda

Listakonurnar og kærustuparið Íris Tanja Flyernring og Elín Eyþórsdóttir eru nýjustu viðmælendur Ása í hlaðvarpsþættinum hans, Betri helmingurinn. Þar ræða þær um skemmtilegar staðreyndir úr sinni sambandstíð. 

Lífið
Fréttamynd

Laglegar á lausu

Íslenskar konur eru oft sagðar þær fallegustu í heimi. Við hjá Lífinu á Vísi erum sammála þeirri kenningu. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af einhleypum og glæsilegum konum.

Lífið
Fréttamynd

Rebekka Rún er tuttugu þúsundasti Akur­eyringurinn

Akureyringar eru orðnir tuttugu þúsund eftir að stúlka kom í heiminn síðastliðinn föstudag. Foreldranir fengu heimsókn frá bæjarstjóra Akureyrar, blóm og gjafir en segja „bestu verðlaunin“ vera stúlkuna sjálfa sem mun hljóta nafnið Rebekka Rún.

Innlent
Fréttamynd

Ákváðu að fara í allan pakkann

„Það var auðvelt fyrir hann að selja mér pælinguna,“ segir Camilla Rut Rúnarsdóttir athafnakona og áhrifavaldur, um ákvörðunina að flytja inn með kærastanum, Valgeiri Gunnlaugssyni, oft þekktur sem Valli Flatbaka, í parhús á Seltjarnarnesi.

Lífið