Viðskipti

Fréttamynd

Veita heilbrigðisþjónustu

Til verður stærsta einkarekna fyrirtækið á sviði heilbrigðisþjónustu á Íslandi með sameiningu Liðsinnis Solarplexus (LSP) og Sögu heilsu ehf. Sameinað fyrirtæki tekur til starfa á morgun og verður Ásta Möller framkvæmdastjóri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sækja á Japansmarkað

Atlantis er ungt alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með höfuðstöðvar á Íslandi. Það er með starfsstöðvar í fjórtán löndum og yfir 180 manns í vinnu. Afurðir fyrirtækisins eru aðallega lax og túnfiskur, sem seldur er á kröfuharðasta markað heims fyrir sjávarfang, Japan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Væntingavísitala ekki hærri í 2 ár

Væntingavísitala Gallup var birt í morgun og hefur ekki mælst hærri frá því í maí árið 2003. Í <em>Morgunkorni</em> Íslandsbanka kemur fram að neytendur telja stöðu efnahagsmála betri nú en áður og horfur vænlegri. Mat neytenda á atvinnuástandinu hækkaði mest en atvinnuleysi mælist nú um 2% og kaupmáttur er vaxandi. Þrátt fyrir þetta telja lítillega fleiri að efnahagsástandið verði verra eftir hálft ár en að það verði betra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Græða hálfan þriðja milljarð

Fjórtán lykilstjórnendur í KB banka hafa hagnast um 2,5 milljarða á hlutabréfaeign sinni í bankanum frá áramótum. Þar af hafa hlutabréf í eigu Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra KB banka, og Sigurðar Einarssonar stjórnarformanns hækkað samanlagt um 700 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjónusta öll undir einum hatti

Fyrirtækið JÁ hefur verið stofnað til að taka við af upplýsingaþjónustu Símans, hundrað og átján, og reka undir einum hatti þá þjónustustarfsemi sem heyrt hefur undir Símann. Markmið nýja félagsins er að skerpa áherslur í rekstrinum og efla vöruþróun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ryanair vill inn á Noregsmarkað

Írska lágfargjaldaflugfélagið Ryanair vill komast inn á norskan innanlandsflugmarkað. Í <em>Vegvísi</em> Landsbankans segir að framkvæmdastjóri Ryanair í Evrópu, Sidean Finn, telji innanlandsflugmarkaðinn í Noregi vera stóran - Noregur sé langt land, og margir þurfi að komast fljótt og ódýrt á milli suðurhlutans og norðurhlutans.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bílar og stórir hlutir lækka lítið

Á meðan bullandi samkeppni ríkir á matvæla-, fata- og raftækjamarkaði gengur illa að ná verði á bílum og öðrum fyrirferðameiri hlutum niður. Þar sjá innflytjendur ekki þörf á að lækka verð þrátt fyrir lágt gengi bandaríkjadals, sem í dag er rúmar 63 krónur, enda erfiðara fyrir viðskiptavini að kaupa þessa hluti erlendis en aðra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Styrkur krónu hafi ekki skilað sér

Sterk staða íslensku krónunnar að undanförnu hefur ekki, nema að litlu leyti, skilað sér til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram á vefriti Alþýðusambands Íslands, vinnunni.is. Þar segir að gengishækkunin hafi skilað sér best inn í verðlag á þeim mörkuðum þar sem bein samkeppni sé við útlönd og auðvelt fyrir neytendur að flytja vöruna milli landa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkar vegna Katrínar

Áhrifa Katrínar gætir víðar en í New Orleans og nágrenni því olíuverð hefur snarhækkað síðasta sólarhringinn. Verð á fatinu af hráolíu fór yfir 70 bandaríkjadali í Bandaríkjunum í morgun og hefur ekki verið hærra í meira en tvo áratugi. Olíuframleiðendur við Mexíkóflóa hafa þegar þurft að draga úr framleiðslunni um meira en milljón tunnur á dag og ekki er útséð með hvenær starfsemi þar kemst í samt lag á ný.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hátt olíuverð dragi úr vexti

Olíuverð er nú komið upp í 70 dollara á fatið á heimsmarkaði og er hækkunin einkum rakin til spennu vegna hugsanlegra áhrifa fellibylsins Katarínu, en nú þegar hefur fjöldi starfsfólks olíuborpalla og olíuhreinsistöðva við Mexíkóflóa verið fluttur á brott í varúðarskyni. Þetta háa olíuverð hefur áhrif á gengi hlutabréfa á markaði og vekjur áhyggjur um að efnahagsvöxtur á heimsvísu gæti dregist saman.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Yfir 100% hagnaðaraukning

Bakkavör Group hagnaðist um 1,4 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er 123 % aukning frá sama tíma í fyrra. Yfirtaka félagsins á matvælafyrirtækinu Geest á árinu kemur inn í rekstur félagsins og ber reksturinn þess merki, segir í afkomutilkynningu fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segir framkvæmdaávinning mikinn

Álversframkvæmdir við Reyðarfjörð skapa tvöfalt fleiri störf en KB banki heldur fram, fullyrðir stjórnarformaður Landsvirkjunar. Hann segir þjóðhagslegan ávinning af framkvæmdunum mikinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Framleiddi karamellur í kjallaranum

Helgi Vilhjálmsson er eigandi sælgætisgerðarinnar Góu auk þess að fara með umboð fyrir Kentucky Fried Chicken á Íslandi. Helgi hefur rekið Góu frá árinu 1968 og farið frá því að framleiða karamellur í kjallaranum heima hjá sér í að reka sex þúsund fermetra sælgætisverksmiðju.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samskip opna skrifstofu í Víetnam

Mikill vöxtur er í starfsemi Samskipa í Asíu og hefur fjórða skrifstofa félagsins þar nú verið opnuð í Ho Chi Minh borg í Víetnam. Fyrir eru Samskip með skrifstofu í Pusan í Suður-Kóreu og Qingdao og Dalian í Kína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Netverslun sækir í sig veðrið

Í fréttabréfi KB banka kemur fram að vinsældir netverslunar hafa aukist jafnt og þétt í Bandaríkjunum á síðastliðnum árum, m.a. vegna þess að bandarískir neytendur eru nú viljugri en áður til þess að gefa upp ýmsar upplýsingar er lúta að fjármálum á netinu, eins og t.d. kreditkortanúmer. Til netverslunar flokkast kaup og sala sem eiga sér stað um netið, að flugmiðum og fjármálaþjónustu undanskilinni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Auglýst eftir framkvæmdastjóra KEA

Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur auglýst starf framkvæmdastjóra laust til umsóknar og rennur umsóknarfresturinn út 27. ágúst. Andri Teitsson lét af störfum í byrjun ágúst og var sagt að stjórn KEA hefði lagst gegn því að hann tæki sér fæðingarorlof. Síðar kom á daginn að í rauninni var um uppsögn að ræða vegna óánægju með störf Andra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Konur betri á hlutabréfamarkaði

Konur eru betri fjárfestar en karlar og standa sig betur á hlutabréfamarkaði. Þetta sýnir ný, umfangsmikil rannsókn norska hlutabréfasambandsins, AksjeNorge, sem nær yfir síðustu tíu ár. Á árunum 1995-2000 var hlutabréfasamsetningin hjá körlunum betri en svo sprakk netbólan og þá tóku konurnar forystuna og hafa haldið henni síðan.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá FL Group

FL group hagnaðist um 2,3 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins og er það mesti hagnaður í sögu félagsins. Velta FL group og fjórtán dótturfyrirtækja var 20,1 milljarður króna og jókst um 6,4 prósent frá sama tíma á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Oddaflug ekki yfirtökuskylt

Eignarhaldsfélag Hannesar Smárasonar, Oddaflug er ekki yfirtökuskylt vegna eignarhluta síns í FL Group. Yfirtökunefnd hefur síðustu vikur skoðað hvort Oddaflug hefði haft samráð við Baug eða Kötlu Investment um að ná yfirráðum í félaginu. Nefndin telur ekki að um samráð hafi verið að ræða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hugsanleg innherjaviðskipti skoðuð

Kauphöll Íslands skoðar hvort innherjaviðskipti hafi farið fram í FL Group síðustu daga, en veruleg viðskipti voru með bréf í félaginu í gær og hækkaði gengi þeirra um fjögur prósent. Hagnaður félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2,3 milljörðum króna og er þetta mesti hagnaður þess frá upphafi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samþykktu kaup Samskipa á Seawheel

Evrópsk Samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Samskipa á breska skipafélaginu Seawheel, sem tilkynnt voru fyrr í sumar, sem og fyrirhugaða sameiningu Samskipa við starfsemi hollenska flutningafyrirtækisins Geest North Sea Line sem Samskip keyptu fyrr á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður SAS þrefaldast

Hagnaður SAS, stærsta flugfélags á Norðurlöndunum, rúmlega þrefaldaðist á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Hagnaður fjórðungsins nam rétt undir 500 milljónum sænskra króna, en á sama tíma síðasta árs nam hann 145 milljónum. Þetta kemur fram í Vegvísi Landsbankans í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins

Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit.

Innlent
Fréttamynd

Lítll þjóðhagslegur ávinningur

KB-banki segir þjóðhagslegan ávinning vegna álvera smáan og skýrir það með þeirri stefnu að raforkan sé seld nærri kostnaðarverði og með lágri ávöxtunarkröfu til virkjana. Efnahagsleg áhrif áliðnaðar hafa verið ofmetin í umræðu hérlendis, miðað við niðurstöðu sérfræðinga KB-banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verðbólga ekki meiri í átta ár

Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag.

Viðskipti erlent