Viðskipti

Fréttamynd

Lokasprettur í sölu Símans

Komið er að lokasprettinum í sölu Símans. Að viðstöddum bjóðendum og fjölmiðlum ætlar einkavæðinganefnd að opna umslög með tilboðsfjárhæðum bjóðenda á fimmtudaginn. Eftir að tilboð hafa verið opnuð verður öllum þeim sem eru innan við fimm prósent frá hæstbjóðenda gefinn kostur á að hækka tilboð sín.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bólar ekkert á ákærum í Baugsmáli

Enn bólar ekkert á ákærunum í Baugsmálinu en til stóð að þær yrðu birtar fyrir tveimur vikum. Fimmmenningunum sem ákærðir eru var birt ákæra þann 1. júlí. 

Innlent
Fréttamynd

Tekur lán upp á 47 milljarða

Actavis hefur lokið lánasamningi vegna sambankaláns að upphæð 600 milljónir evra eða um 47 milljarða króna og er lánið til fimm ára. Lánið var tekið í tengslum við fjármögnun Actavis á kaupum á bandaríska lyfjafyrirtækinu Amide Pharmaceutical.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hærri vextir á sumarhúsalánum

Vextir á lánum til kaupa á sumarhúsum eru hærri en á lánum til annarra fasteignaviðskipta. Útibússtjóri Landsbankans segir óeðlilegt að slík lán njóti sömu kjara og lán til íbúðarkaupa.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður Burðaráss

Burðarás stefnir að frekari erlendum fjárfestingum í framtíðinni segir forstjóri félagsins. Burðarás hagnaðist um 20 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Ekkert félag í Íslensku kauphöllinni hefur nokkurn tíma hagnast jafnmikið á svo stuttum tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Persónugerð debetkort

Félögum í XY-klúbbi Íslandsbanka, sem eru á aldrinum 12 til 15 ára, stendur til boða að fá persónugerð debetkort hjá Íslandsbanka. Í því felst að þeir geta hannað kortin sjálfir með myndum úr eigin safni eða úr myndabanka. Til stendur að bjóða öðrum viðskiptavinum bankans upp á þennan möguleika fljótlega.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aflaverðmæti eykst

Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum hefur aukist um 1 milljarð króna eða 4,1% frá síðasta ári en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2005 nam aflaverðmætið 25,9 milljörðum króna samanborið við 24,9 milljarða á sama tímabili 2004.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan í sögulegu hámarki

Úrvalsvísitalan hélt áfram að hækka í gær og endaði í tvö þúsund tvö hundruð og fjórtán stigum, sem er hæsta gildi í sögu vísitölunnar. Talsverð viðskipti voru í Kauphöllinni í gær þannig að þessi hækkun verður ekki rakin til þess að gengi í einhverju einu fyrirtæki hafi rokið upp og valdið hækkuninni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skylda að sinna landbúnaði

Þeir sem bjóða í Lánasjóð landbúnaðarins verða að lofa að sinna landbúnaðinum sérstaklega. Einkavæðingarnefnd annast söluna á eignum sjóðsins og yfirtöku helstu skulda hans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá Burðarási

Hagnaður Burðaráss var 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins en félagið hagnaðist um tæpa 20 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Aldrei fyrr hefur félag í Kauphöllinni hagnast um jafn mikið á þremur mánuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs

Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgin selur hlut í Vélamiðstöð

Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Google fjórfaldast

Hagnaður Google fjórfaldaðist á öðrum fjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra að sögn hálffimm frétta KB-banka. Allt í allt hafa tekjur félagsins tvöfaldast miðað við sama tíma í fyrra en þær uxu tvöfalt hraðar en tekjur helsta keppinautarins, Yahoo.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Olíuverð hækkað um 30%

Olíuverð til fiskiskipa hefur hækkað um þrjátíu prósent frá áramótum og nemur sú hækkun, umreiknuð á ársgrundvelli, þremur milljörðum króna miðað við þær 280 milljónir lítra sem flotinn notar á ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sex nýir eigendur í SPH

Að minnsta kosti fimmtán stofnfjárhlutir hafa skipt um hendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Sex nýir stofnfjáreigendur voru kynntir til sögunnar á stofnfjáreigendafundi SPH í gærkvöld.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kári opnaði Nasdaq

DeCode, fyrirtækið sem fjöldi Íslendinga ætlaði að verða ríkur á, fagnar um þessar mundir fimm ára skráningarafmæli sínu á Nasdaq. Af því tilefni opnaði Kári Stefánsson markaðinn í New York í morgun, fyrstur Íslendinga.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endurskoða lagalegan grundvöll SÍ

Endurskoða þarf lagalegan grundvöll Seðlabankans og gera hann betur í stakk búinn til að fylgjast með umsvifum manna í viðskiptalífinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa 19% í Casino Express Airline

Avion Group, sem er að meirihluta í eigu Magnúsar Þorsteinssonar, og hópur stjórnenda bandaríska leiguflugfélagsins Casino Express Airline, hafa sameinast um að kaupa 19% í flugfélaginu sem sérhæfir sig í að flytja fjárhættuspilara til bæjarins Elko.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur síður en svo hættur

Baugur er síður en svo hættur að fjárfesta, þrátt fyrir ummæli forstjóra félagsins um að Baugur myndi taka sér hlé. Baugur keypti nýverið 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops og stefnir á að eignast 30-40 prósenta hlut í bresku tískuvöruverslanakeðjunni Jane Norman, en viðræður eru á lokastigi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignavísitalan upp um 38,5%

Vísitala fasteignaverðs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 38,5 prósent síðasta árið samkvæmt tölum sem Fasteignamat ríkisins birti í dag. Í maí síðastliðnum var vísitalan 271,4 stig og hækkaði um 3,8 prósent frá mánuðinum á undan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

365 kaupir allt hlutafé Saga film

365 ljósvakamiðlar hafa keypt allt hlutfé í Saga film. Forsvarsmenn 365 segja markmiðið með kaupunum að samþætta kröftuga framleiðslu fyrirtækisins við elsta og öflugasta fyrirtæki landsins á sviði auglýsingagerðar og sjónvarpsþáttaframleiðslu. Eins eru kaupin ætluð til þess að nýta sameinaða krafta til sóknar á innlendum sem erlendum mörkuðum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leggja 6 milljarða í danskt félag

Baugur kaupir 30 prósenta hlut í danska fasteignafélaginu Keops fyrir sex milljarða króna. Félagið er hástökkvari ársins í dönsku kauphöllinni, eignir félagsins hafa stóraukist að undanförnu og nema nú tæpum 80 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjárfestingamet

Íslendingar fjárfestu sem aldrei fyrr í sögunni í útlöndum í fyrra og jókst íslensk fjárfesting í útlöndum þá um rúm 580 prósent miðað við árið áður.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brakandi efnahagslíf á Íslandi

Íslenskt efnahagslíf vex svo hratt að það brakar í því, segir sænska <em>Dagbladet</em> í grein um íslenskt kaupæði. Þar er fjallað um útrás íslenskra fyrirtækja, einkum Burðaráss og KB-banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengið frá sölu 2/3 eignarhlutans

Gengið hefur verið frá sölu og greiðslu fyrir tæplega tvo þriðju af eignarhlut Íslandsbanka í Sjóvá til Milestone ehf. Ný stjórn Sjóvá hefur einnig verið kosin en hana skipa Bjarni Ármannsson, Benedikt Jóhannesson, Karl Wernersson, Guðmundur Ólason og Jón Scheving Thorsteinsson.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á sinn þátt í verðsprengingunni

Sérfræðingar á íbúðamarkaði telja að lánasamningar Íbúðalánasjóðs við bankana, um að þeir geti endurlánað ríkistryggða peninga og sloppið við alla áhættu, eigi sinn þátt í verðsprengingunni á íbúðamarkaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

581% aukning í fjárfestingum

Fjárfestingar Íslendinga erlendis jukust um 581% á síðasta ári miðað við 2003. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem Seðlabankinn birti í dag og greint er frá í Vegvísi Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenskir bankar hástökkvarar

Samkvæmt netútgáfu The Bank í Bretlandi, sem árlega gerir úttekt á þenslu og umsvifum þúsund stærstu banka heims eru allir íslensku bankarnir eru á topp fimmtán lista yfir mestu hástökkvara í heimi á milli áranna 2003 og 2004.

Viðskipti innlent