Viðskipti

Fréttamynd

Bréf Atlantic Petroleum hækka um 12 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um heil 12,11 prósent í fyrstu viðskiptunum í Kauphöll Íslands í dag. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði fundið töluverða olíu af miklum gæðum á Hook Head svæðinu austur af Írlandi. Þetta er langmesta hækkunin í Kauphöllinni í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast að dregið geti úr hagvexti

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir hagvöxt geta orðið minni á heimsvísu á næsta ári vegna lausafjárkrísunnar á fjármálamörkuðum. Sjóðurinn setur hins vegar fyrirvara við spá sína og tekur fram að nægar vísbendingar séu uppi um að hagkerfið geti hrist óróleikann á fjármálamörkuðum frá í enda sumars af sér.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist nú 4,5 prósent

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,51 prósent á milli mánaða í október og mælist tólf mánaða verðbólga því 4,5 prósent samanborið við 4,2 prósent í síðasta mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er í takt við spár greiningardeilda viðskiptabankanna, en þær gerðu ráð fyrir að vísitalan myndi hækka á bilinu 0,5 til 0,8 prósent á milli mánaða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lokagengi Dow Jones aldrei hærra

Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag og fór Dow Jones-hlutabréfavísitalan í methæðir. Ástæðan voru auknar væntingar fjárfesta um að seðlabanki landsins muni halda áfram að lækka stýrivexti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa breyttist almennt afar lítið við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í einungis sex fyrirtækjum hækkaði, þar af bréf í Teymi langmest, eða um 4,44 prósent. Gengi bréfa í öðrum félögum ýmist stóð í stað eða lækkaði. Mesta lækkunin var á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem fór niður um þrjú prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Beðið eftir uppgjörstölum vestanhafs

Gengi helstu hlutabréfavísitalna í Bandaríkjunum hefur hækkað í dag en fjárfestar bíða afkomutalna nokkurra stórfyrirtækja fyrir þriðja ársfjórðung þar í landi. Mesta eftirvæntingin liggur í tölum bandaríska álrisans Alcoa, sem birtir tölur sínar eftir lokun markaða vestanhafs í kvöld auk þess sem bandaríski seðlabankinn birtir álit sitt um stöðu efnahagsmála af síðasta vaxtaákvörðunarfundi sínum í september síðar í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Styttist í risayfirtöku

Royal Bank of Scotland, belgíski bankinn Fortis og hinn spænski Santander hafa tryggt sér samþykki 85 prósent hluthafa fyrir yfirtökutilboði í hollenska bankann ABN Amro.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Frekara tap vegna fasteignalána

Bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch gerir ráð fyrir því að bankinn skili tapi á þriðja ársfjórðungi vegna tapaðra fasteignalána í Bandaríkjunum. Gangi spáin eftir verður þetta í fyrsta sinn sem bankinn skilar tapi í sex ár.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nokkur félög í methæðum

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Atorku hækkaði langmest skráðra félaga, eða um 8,19 prósent, og fór í 11,10 krónur á hlut og hefur aldrei verið hærra. Þá fór gengi fleiri félaga í methæðir, svo sem Landsbankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum á evrusvæðinu. Þetta er í samræmi við spár fjármálasérfræðinga. Bankinn hefur engu að síður viljað hækka vextina upp á síðkastið en haldið að sér höndum vegna aðstæðna á fjármálamarkaði auk þess sem gengi evru gagnvart bandaríkjadal hefur sjaldan verið hærra.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Óbreyttir stýrivextir í Bretlandi

Stjórn Englandabanka ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósent. Þetta er í takt við spár sérfræðinga, sem segja bankann vilja skoða áhrif óróleika á fjármálamörkuðum á breskt efnahagslíf áður en næstu skref verði tekin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

LÍ sagður bjóða 87 milljarða í írskan sparisjóð

Landsbankinn er sagður líklegur til að gera tilboð í írska sparisjóðinn Irish Nationwide Building Society á næstunni. Kaupverð liggur í um einum milljarði evra, jafnvirði 87 milljörðum íslenskra króna. Gengi bréfa í Landsbankanum hefur hækkað um tæpt prósent í dag, stendur í 42,3 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Atorku rýkur upp

Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað afar lítið eftir að viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Þetta er í takti við þróun á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Atorku hefur hækkað langmest það sem af er dags, eða um 6,73 prósent. Gengi einungis þriggja félaga hefur hækkað en jafn mörg lækkað. Önnur félög standa í stað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lykilkraftar útrásar orkugeira sameinast

Félögin Reykjavik Energy Invest og Geysir Green Energy hafa verið sameinuð undir nafni þess fyrrnefnda. Eignir sameinaðs félags nema 65 milljörðum króna og heildarhlutafé 40 milljarðar. Starfsmönnum Orkuveitunnar býðst að kaupa hlut í félaginu á genginu 1,3. Félagið á að skrá á markað innan tveggja ára.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hækkaði almennt við lok viðskipta í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Straumi hækkaði mest, eða um 3,33 prósent og standa bréf fjárfestingabankans í 21,7 krónum á hlut. Gengi bréfa í FL Group hækkaði næstmest, eða um 3,1 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sameining í orkugeiranum

Sameina á fjárfestingafélögin Reykjavik Energy Invest (REi) og Geysi Green Energy sem bæði fjárfesta í orkuiðnaði. REi er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, en stærsti hluthafi Geysis Green er FL Group. Samkvæmt heimildum Markaðarins verður sameiningin kynnt á blaðamannafundi seinna í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gengi Northern Rock rýkur upp vegna yfirtökufrétta

Gengi hlutabréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Northern Rock hefur hækkað um heil tíu prósent í dag eftir að fjárfestingafélagið JC Flowers greindi frá því að það hefði tryggt sér 15 milljarða punda, jafnvirði tæpra 1.900 milljarða íslenskra króna, sem mun nýtast við yfirtöku á félaginu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Kraftur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa tók sprettinn við opnun viðskipta í Kauphöllinni í morgun og rauk Úrvalsvísitalan upp um 1,23 prósent. FL Group leiddi hækkanalestina en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,65 prósent. Þegar stundarfjórðungur var liðinn frá opnun Kauphallarinnar kom lækkanakippur sem olli því að bréf í Straumi tóku toppsætið af FL Group.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Morgan Stanley segir upp 600 manns

Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley ætlar að segja upp allt að 600 manns í hagræðingarskyni. Endurskipulagning stendur yfir á fasteignalánadeild fyrirtækisins. Fimm hundruð manns verður sagt upp í Bandaríkjunum en hundrað í Evrópu. Keppinautar bankans, svo sem Lehman Brothers, hafa gripið til svipaðra ráðstafana vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi

Samtök verslunar í Bretlandi segir nauðsynlegt að Englandsbanki lækki stýrivexti en það muni auka bjartsýni neytenda á horfur í efnahagsmálum. Vaxtaákvörðunarfundur Englandsbanka er á morgun en reiknað er með því að bankastjórnin haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5,75 prósentum að sinni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vísitölurnar upp og niður

Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á helstu fjármálamörkuðum í dag. Hækkun var við lok viðskipta í Asíu í morgun og sló vísitalan í Kína enn eitt metið. Vísitölur í Evrópu hafa verið upp og niður. Bloomberg varar við of mikilli bjartsýni.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Promens kaupir framleiðslueiningu á Spáni

Promens yfirtók í dag framleiðslueiningu spænska fyrirtækisins STE Packaging Development á snyrtivöruumbúðum. Kaupverð er trúnaðarmál en það verður greitt með handbæru fé. Fyrirtækið er staðsett í Esparraguera, nálægt Barcelona á Spáni. Starfsmenn fyrirtækisins eru 33 talsins en árssala fyrirtækisins nemur 3,8 milljónum evra, 332 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ebay ofgreiddi fyrir Skype

Bandaríska uppboðsveitan Ebay segist hafa ofmetið verðið á netsímafyrirtækinu Skype. Fyrirtækið keypti fyrirtækið fyrir rétt um tveimur árum og greiddi fyrir það heila 2,6 milljarða dala, jafnvirði rúmlega 161 milljarð íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan tók sprettinn

Gengi hlutabréfa tók sprettinn rétt fyrir lokun viðskipta í Kauphöllinni fyrir nokkrum mínútum. Gengi bréfa í 365 leiddi lestina fram eftir degi en það hækkaði langmest skráðra félaga í Kauphöllinni, eða um 7,97 prósent. Gengi allra fjármálafyrirtækjanna hækkaði sömuleiðis. Föroyabanki er það undanskilinn en gengi bréfa í honum lækkaði mest, um 2,17 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignalánin bíta í afkomu UBS

Svissneski alþjóðabankinn UBS greindi frá því í dag að hann þurfi að afskrifa fjóra milljarða svissneskra franka, jafnvirði 211 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðra útlána á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þetta mun skila sér í því að bankinn tapar á bilinu 600 til 800 milljónum franka á þriðja ársfjórðungi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan óbreytt eftir daginn

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,01 prósent við lokun viðskipta í dag eftir nokkuð sveiflukenndan dag. Þetta er svipað genginu á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur erlendis hafa sveiflast nokkuð beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest í dag, eða um 2,17 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smávegis hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur hækkað lítillega eftir að opnað var fyrir viðskipti í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við þróun á erlendum hlutabréfamörkuðum en vísitölur hafa sveiflast beggja vegna núllsins. Gengi bréfa í Straumi hefur hækkað mest, eða um 0,78 prósent. Gengi bréfa í Icelandic Group hefur hins vegar lækkað mest það sem af er dags, um 1,35 prósent.

Viðskipti innlent