
Viðskipti
Vodafone með stærstu búð hér
Í Skútuvogi í Reykjavík hefur verið opnuð stærsta Vodafone-verslun í heimi, um 400 fermetrar að stærð. Í tilkynningu Vodafone á Íslandi kemur fram að vöruúrvalið í búðinni sé einstakt og hún sé ein af fyrstu Vodafone-verslununum í heimi sem byggja á byltingarkenndri hönnun sem færa á viðskiptavinum nýja sýn á vöru- og þjónustuframboð fyrirtækisins.
Gjaldeyrishömlum aflétt í Taílandi
Ríkisstjórn Taíland tilkynnti í dag að hún muni aflétta gjaldeyrishömlum á alþjóðlega fjárfesta. Hömlurnar urðu til þess að fjöldi erlendra fjárfesta losuðu sig við taílenska hlutabréfaeign sína með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa í Taílandi hrundi í morgun.

Mikill samdráttur íbúðalána hjá innlánsstofnunum
Verulegur samdráttur var á milli ára í nóvember í nýjum íbúðalánum innlánsstofnana, eða 77 prósent. Greiningardeild Landsbankans segir samdráttinn á milli ára svipaða frá miðju ári. Ný útlán banka hafi náð hámarki skömmu eftir að þau hófust haustið 2004 og fóru hæst í rúma 34 milljarða króna í október sama ár.
Íslandsmarkaður breytir um nafn
Á hluthafafundi Íslandsmarkaðar hf., 12. þessa mánaðar var ákveðið að breyta um nafn á félaginu. Það mun eftirleiðis heita Reiknistofa fiskmarkaða hf.
Óbreyttir stýrivextir í Japan
Seðlabanki Japans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,25 prósentum. Bankinn hækkaði stýrivexti síðast um 25 punta í júlí í sumar og lét af núllvaxtastefnu sinni, sem hafði verið viðvarandi síðastliðin fimm ár.
Promens lýkur kaupum á Polimoon
Promens hf., dótturfyrirtæki Atorku hefur fallið frá eftirfarandi skilyrðum í tengslum við kaup fyrirtækisins á Polimoon ASA. Gert er ráð fyrir að kaupunum verði lokið þann 28. desember næstkomandi.

Norsk Hydro og Statoil sameinuð
Norsku ríkisfyrirtækin Norsk Hydro og olíufyrirtækið Statoil hafa samþykkt að ganga í eina sæng með það fyrir augum að stofna nýjan olíurisa, sem verður einn sá stærsti sinnar tegundar í heiminum sem sinnir olíuframleiðslu á hafi úti. Gengi hlutabréfa í Norsk Hydro hefur hækkað um 24 prósent í kauphöllinni í Olsó í Noregi í dag vegna fréttanna.

Óbreytt verðbólga innan EES
Samræmd vísitala neysluverðs innan aðildarríkja Evrópska efnahagssvæðisins var óbreytt á milli mánaða í nóvember. Verðbólgan, mæld með samræmdri vísitölu neysluverðs, hér á landi var óbreytt á milli mánaða eða 6,1 prósent, að sögn Hagstofu Íslands.

Óbreytt verðbólga í Bandaríkjunum
Vísitala neysluverðs hélst óbreytt á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þetta jafngildir því að verðbólga sé 2,2 prósent vestanhafs á ársgrundvelli, sem er þvert á spár greiningaraðila sem bjuggust við að vöruverð myndi hækka um 0,2 prósent á milli mánaða. Helsta ástæðan er lækkun á eldsneytisverði.
Apple frestar birtingu ársuppgjörs
Bandaríski tölvuframleiðandinn Apple greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði frestað því að senda ársskýrslu sína til bandarískra fjármálayfirvalda. Ástæðan mun vera rannsókn yfirvalda á kaupréttarákvæðum stjórnenda hjá fyrirtækinu.

FL Group með mikla fjárfestingagetu
FL Group situr uppi með mikla fjárfestingagetu eftir að sala á 22,6 prósenta hlut félagsins í Straumi-Burðarási var samþykkt í morgun. Greiningardeild Glitnis segir að þrátt fyrir að hlutirnir séu seldir með tapi þá hafi félagið náð að auka hlutafé á yfirverði á erfiðum hlutafjármarkaði í sumar.
Gengi BAE Systems hækkaði mikið
Gengi hlutabréfa í breska fyrirtækinu BAE Systems hækkaði snarlega, eða um 5,1 prósent, þegar viðskipti hófust á markaði í Lundúnum í morgun eftir að yfirvöld í Bretlandi greindu frá því í gær að þau hefðu fellt niður rannsókn á fyrirtækinu vegna vafasamra viðskipta þess við Sádi-Arabíu.

FL Group selur hlut sinn í Straumi
FL Group hefur samþykkt að selja 22,6 prósent hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf. til bankans sjálfs og viðskiptavina hans. Kaupendur greiða 18 krónur fyrir hvern hlut og nemur verðið 42,1 milljarði króna.
Samskiptamiðstöð ekki í frjálsri samkeppni
Samkeppniseftirlitinu telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna erindis frá félaginu Hröðum höndum, sem mælti yrði um fjárhagslegan aðskilnað samkvæmt 14. gr. samkeppnislaga innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.

Bandaríkjamenn og Kínverjar ná sáttum
Stjórnvöld í Kína hafa sæst á að breyta gengisstefnu sinni, m.a. til að að færa það nær gengi bandaríkjadals með það fyrir augum að minnka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þetta var niðurstaðan að loknum fundi bandarískrar sendinefndar sem fór áleiðis til Kína í vikunni til fundar við ráðamenn.

OMX gerir tilboð í kauphöllina í Slóveníu
Norræna kauphallarsamstæðan OMX hefur gert kauptilboð í öll bréf Kauphallarinnar í Ljubljana í Slóveníu. Tilboðið hljóðar upp á 4,2 milljónir evra eða rúmar 386 milljónir íslenskra króna.

Ekki víst hvort Ryanair hækkar yfirtökutilboð
Michael O'Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, hefur hvorki viljað segja af né á hvort flugfélagið ætli að hækka yfirtökutilboð sitt í írska flugfélagið Aer Lingus. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 1,48 milljarða evrur eða um 136 milljarða krónur en hluthafar hafa fram til morgundags til að ákveða hvort þeir taki því.

Olíuverð hækkaði um rúman dal
Heimsmarkaðsverð á hráolíu tók kipp í dag í kjölfar þess að aðildarríki OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, ákváðu að minnka olíuframleiðslu ríkjanna um allt að hálfa milljón olíutunna á dag frá og með febrúar á næsta ári. Heildarsamdrátturinn á árinu nemur 1,7 milljónum tunna á dag.

Markaðsvirði Icelandair hækkaði um milljarð við skráningu
Markaðsvirði Icelandair hækkaði um tæpan milljarð við skráningu félagsins í Íslensku kauphöllinni í morgun. Forstjóri fyrirtækisins segir skráninguna auka sveigjanleika fyrirtækisins og reiknar með að virði félagsins muni vaxa á næstu tólf mánuðum.

FL Group fær allt að 37 milljarða
FL Group hefur skrifað undir þriggja ára samning við breska bankann Barclays Capital um allt að 400 milljóna evra fjármögnun. Þetta jafngildir til tæplega 37 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. FL Group fengið aðgang að ríflega 1 milljarði evra eða um 92 milljörðum íslenskra króna það sem af er árs fyrir tilstilli virtra alþjóðlegra bankastofnana.

Forstjóri Icelandair í viðtali á Bloomberg
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group Holding, sagði í viðtali í beinni útsendingu á Bloomberg sjónvarpsstöðinni í dag, skömmu eftir skráningu flugfélagsins í Kauphöll Íslands, að sveigjanleiki Icelandair skipti félagið miklu máli enda væri það mikilvægur lykill að velgengni flugfélaga.

Icelandic Group lokar verksmiðju í Bandaríkjunum
Icelandic USA Inc., dótturfélag Icelandic Group hf., ætlar að loka verksmiðju sinni í Cambridge, Maryland fyrir lok næsta árs. Ákvörðunin er tekin í ljósi þess að félagið getur sinnt allri framleiðslu og dreifingu fyrirtækisins í verksmiðju sinni og í nýlegri dreifingarmiðstöð sem í Newport News í Virginíuríki í Bandaríkjunum.

Olíuverð hækkaði fyrir fund OPEC-ríkja
Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag. Ástæðan er fundur OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, síðar í dag en þar verður tekin ákvörðun um það hvort dregið verði úr olíuframleiðslu aðildarríkjanna til að sporna gegn verðlækkunum á hráolíu. Þá dró úr olíubirgðum í Bandaríkjunum.

Tilboði tekið í Qantas
Ástralska flugfélagið Qantas hefur tekið yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie, bandaríska sjóðsins Texas Pacific og annarra fjárfesta. Tilboðið hljóðar upp á 11,1 milljarð bandaríkjadal eða ríflega 771 milljarð íslenskra króna. Þetta er einhver stærstu fyrirtækjakaup í flugheiminum.

Fraktflugfélög að sameinast?
Bandarísku fraktflugfélögin United og Continental eru sögð eiga í viðræðum sem geti leitt til þess að félögin verði sameinuð. Viðræðurnar eru sagðar hafa farið í gang eftir að U.S. Airways gerði yfirtökutilboð í Delta.
Stýrivextir hækkaðir í Noregi
Seðlabanki Noregs hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 25 punkta í 3,5 prósent. Vaxtahækkunin tekur gildi á morgun. Í rökstuðningi stjórnar bankans segir að ákvörðunin hafi verið tekin til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum. Þá gaf stjórnin í skyn, að vextirnir yrðu hækkaðir frekar.

Eignir lífeyrissjóðanna nálgast 1500 milljarða
Eignir lífeyrissjóðanna námu 1.425 milljörðum króna í lok október og jukust um tæpa níu miljarða í mánuðinum. Frá þessu er greint í Morgunkorni Glitnis og vísað í tölur Seðlabankans.

Tveir bankar spá óbreyttum stýrivöxtum
Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því báðar að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku, 21. desember næstkomandi. Þetta er þvert á fyrri spár bankanna sem gerðu ráð fyrir 25-50 punkta hækkun.
Lækkað verðmat á Össur
Verðmatsgengi á stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur verið lækkað úr 132,4 krónum á hlut í 125,0 krónur. Verðmatsgengið er talsvert yfir markaðsgengi en greiningardeild Glitnis ráðleggur fjárfestum að kaupa bréf í félaginu horfi þeir til langs tíma.

Tilboð í Qantas fellt
Stjórn ástralska flugfélagsins Qantas hafnaði í dag yfirtökutilboði ástralska fjárfestingabankans Macquarie og fjárfestingafélagsins Texas Pacific. Tilboðið hljóðaði upp á 8,6 milljarða bandaríkjadali eða um 598 milljarða íslenskra króna.