Viðskipti

Fréttamynd

Samkeppnishæfasta hagkerfið í Danmörku

Samkeppnishæfasta og kraftmesta hagkerfi innan Evrópusambandsins er í Danmörku, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Alþjóðlegu efnahagsstofnunarinnar (WEF). Í fimmta sæti á lista WEF er Þýskaland, en Bretland og Frakkland skipa sjötta og níunda sæti.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Airbus fær leyfi fyrir risaþotuna

Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og í Evrópu hafa veitt evrópsku flugvélaverksmiðjum Airbus leyfi til að flytja farþega í A380 risaþotunni, sem kemur á markað næsta haust. Leyfið var veitt eftir 2.600 klukkustunda æfingaflug en meðal annars var flogið hingað til lands og lent á Keflavíkurflugvelli í byrjun síðasta mánaðar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Búist við óbreyttum vöxtum í Bandaríkjunum

Vaxtaákvörðunarnefnd Seðlabanka Bandaríkjanna kemur saman í dag og tekur ákvörðun um hvort breytinga sé þörf á stýrivaxtastigi í landinu. Greiningardeild Glitnis segir flesta benda til að nefndin ákveði að halda vöxtum óbreyttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Viðskiptahallinn minnkar í Bandaríkjunum

Viðskiptahalli minnkaði snarlega á milli mánaða í október, samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðuneytis Bandaríkjanna. Halllinn nam 64,3 milljörðum bandaríkjadala eða 4.470 milljörðum króna í september en var 58,9 milljarðar dala eða tæplega 4.100 milljarðar króna í október. Lækkunin er að mestu tilkomin vegna lægra olíuverðs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fjármálaeftirlitið gerir saming við Mön

Fjármálaeftirlitið hefur gert samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES. Samninginn er kominn til vegna starfsemi dótturfélaga Kaupthing Singer & Friedlander á Mön.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nasdaq leggur fram tilboði í LSE

Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq lagt fram formlega óvinveitt yfirtökutilboð í Kauphöll Lundúna í Bretlandi, LSE. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða ríflega 367 milljarða íslenskra króna. Gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um 110 prósent á árinu vegna yfirtökutilrauna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Verðbólga mælist 7 prósent

Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,04 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,0 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er lítil breyting á milli mánaða en greiningardeildir bankanna spáðu að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 til 0,2 prósent á milli mánaða.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing spáir hærri stýrivöxtum

Ný fjárlög sem voru samþykkt nú fyrir helgi gera bæði ráð fyrir töluverðri lækkun skatta og hækkun útgjalda. Greiningardeild Kaupþings banka segir að vegið sé töluvert nærri grunnafkomu ríkissjóðs sem muni hefna sín um leið og þenslan gengur niður. Deildin segir erfitt að finna betri fjárfestingu en breikkun þjóðvega. Tímasetningin sé hins vegar slæm og geti það, ásamt öðru, kallað á hækkun stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt yfirtökutlboð í Corus

Slagurinn um bresk-hollenska stálfyrirtækiið Corus harðnaði þegar brasilíski stálframleiðandinn CSN gerði fyirtökutilboð í fyrirtækið aðfaranótt mánudags. Tilboðið hljóðar upp á 4,9 milljarða punda eða um 667 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

5,9 prósenta atvinnuleysi innan OECD

Atvinnuleysi mældist 5,9 prósent að meðaltali innan aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í október. Þetta er 0,1 prósents samdráttur á milli mánaða og 0,6 prósentum minna en á sama tíma fyrir ári.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Sanyo innkallar farsímarafhlöður

Japanski hátækniframleiðandinn Sanyo hefur innkallað 1,3 milljónir rafhlaða fyrir farsíma undir merkjum Sanyo en óttast er að þær geti ofhitnað með þeim afleiðingum að kviknað geti í þeim. Gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði talsvert í lok síðustu viku og hefur ekki verið lægra síðan árið 1975.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Miklar hækkanir á norrænum mörkuðum

Miklar hækkanir hafa verið á norrænum hlutabréfamörkuðum það sem af er ársfjórðungsins. Greiningardeild Landsbankans segir að þegar norrænu markaðirnir séu skoðaðir kemur í ljós að einungis 15 félög af 95 hafa lækkað á tímabilinu. Mesta hækkunin nemur 120% í danska fyrirtækinu Vestas Wind, sem framleiðr tækjabúnað og vindmyllur til raforkuframleiðslu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Nýtt flugfélag á Akureyri

Norðanflug ehf., félag um fraktflug frá Akureyri til meginlands Evrópu, var stofnað á Akureyri í dag en hefur starfsemi næsta vor. Stofnendur eru Samherji hf., Hf. Eimskipafélag Íslands og SAGA Fjárfestingar ehf. Hlutafé er 50 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aldrei minni viðskiptahalli í Þýskalandi

Vöruskipti í Þýskalandi voru jákvæð um 17,2 milljarða evrur eða 1.580 milljarða íslenskra króna í október. Vöruskipti hafa aldrei verið jákvæðari og er um að ræða met í efnahagssögu landsins, sem er eitt stærsta hagkerfi Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hráolíuverð yfir 63 dölum á tunnu

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað talsvert og fór yfir 63 dali á tunnu í dag. Beðið er eftir ákvörðun OPEC, samtökum olíuútflutningsríkja, sem sögð er hyggjast að draga enn frekar úr olíuframleiðslu til að minnka birgðastöðu á hráolíu og sporna við frekari verðlækkunum á hráolíu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Samruni SPV og SH samþykktur

Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt samruna Sparisjóðs vélstjóra, SPV og Sparisjóðs Hafnarfjarðar, SPH. Stofnfjáreigendur beggja sjóðanna samþykktu samrunann fyrir réttri viku. Ragnar Z. Guðjónsson og Magnús Ægir Magnússon, sparisjóðsstjórar sameinaðs sparisjóðs, segja að við sameininguna verði til „mjög öflugt fjármálafyrirtæki.“

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Glitnir spáir hækkun stýrivaxta

Hagstofa Íslands birtir verðbólgutölur í næstu viku. Greiningardeild Glitnir spáir því að vísitala neysluverðs muni hækka um 0,1 prósent á milli mánaða og muni verðbólga mælast 7 prósent. Deildin spáir því að Seðlabankinn muni hækka stýrivexti sína um 25 punkta 21. desember næstkomandi en segir það verða endirinn á hækkanaferli bankans.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

HP greiðir 1 milljarð króna

Bandaríski tölvuframleiðandinn Hewlett-Packard hefur samþykkt að greiða 14,5 milljónir Bandaríkjadala eða einn milljarð króna, í sáttagreiðslu til að ljúka málsókn á hendur æðstu stjórnendum fyrirtæksins, sem sakaðir eru um að njósna um aðra stjórnarmenn og starfsmenn HP.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 44,6 milljarðar

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,7 milljörðum króna í nóvember. Þar af voru um 600 milljónir króna til leiguíbúðalána. Almenn útlán sjóðsins námu því um 4,1 milljörðum króna sem er um 3% aukning á milli mánaða. Heildarútlán sjóðsins á árinu nema ríflega 44,6 milljörðum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Baugur orðaður við Allsaints

Breska dagblaðið Times segir Baug Group hafa náð samkomulagi um að kaupa 40 prósenta hlut í bresku tískuvöruverslanakeðjunni Allsaints af breska fjárfestingum Kevin Stanford. Stanford, sem er einn af stofnendum tískuvörukeðjunnar Karen Millen, var einn af meðfjárfestum Baugs í kaupunum á House of Fraser, sem gengu í gegn í október.

Innlent
Fréttamynd

Vöxtur í Japan undir væntingum

Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Jöklabréf halda uppi gengi krónunnar

Mikil styrking krónunnar á seinni hluta síðasta árs og auknar gengissveiflur á þessu ári hafa verið settar í samband við útgáfur jöklabréfa. Greiningardeild Landsbankans segir jöklabréfaútgáfuna hafa skilað verulega neikvæðri ávöxtun það sem af er árs.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti bankans um 25 punkta og verða stýrivextir á evrusvæðinu eftirleiðis 3,5 prósent. Þetta er sjötta stýrivaxtahækkun bankans á árinu til að stemma stigu við aukinni verðbólgu á evrusvæðinu.

Viðskipti erlent