Almannavarnir Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. Innlent 21.1.2024 18:59 Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Mýrdal Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Suðurlandi. Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið og er talið að í Mýrdalnum geti skapast snjóflóðahætta á þekktum stöðum. Innlent 19.1.2024 14:30 Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Innlent 18.1.2024 14:00 Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. Innlent 17.1.2024 14:53 Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. Innlent 17.1.2024 09:59 Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Innlent 16.1.2024 10:59 Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. Innlent 15.1.2024 19:02 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. Innlent 15.1.2024 14:07 Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. Innlent 15.1.2024 06:37 Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. Innlent 15.1.2024 04:17 Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. Innlent 14.1.2024 19:34 Svona var upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Bein textalýsing á fundinum fer fram hér. Innlent 14.1.2024 18:31 Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Innlent 14.1.2024 15:57 Ný sprunga hefur opnast rétt norðan bæjarins Ný sprunga hefur opnast rétt norðan byggðar í Grindavík. Sprungan opnaðist um klukkan 12:10, norðan götunnar Efrahóps. Innlent 14.1.2024 12:14 „Vinsamlegast gefið okkur vinnufrið“ Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. Innlent 14.1.2024 10:28 Myndir úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar Vísindamenn eru í eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Myndir teknar úr þyrlunni benda til þess að gossprunga sé opin beggja megin varnargarðs norðan Grindavíkur. Innlent 14.1.2024 09:22 Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. Innlent 14.1.2024 08:00 Hætta aukist á öllum svæðum og uppfæra hættumatskort Veðurstofan hefur uppfært hættumatskort í ljósi túlkunar nýjustu gagna. Hætta hefur aukist á öllum svæðum. Innlent 14.1.2024 07:58 Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. Innlent 14.1.2024 06:24 Vaktin: „Ég er að horfa á húsið mitt brenna“ Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, klukkan 7:57 í morgun, sunnudag. Hraun náði til byggða í Grindavík á öðrum tímanum. Innlent 14.1.2024 04:29 Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Innlent 13.1.2024 17:55 Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Innlent 13.1.2024 16:57 Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 16:30 í dag. Farið verður yfir áhættumat sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu. Innlent 13.1.2024 13:34 Almannavarnir funda með ráðamönnum um áhættu í Grindavík Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar. Innlent 13.1.2024 12:33 Óvissustigi lýst yfir vegna Grímsvatna Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir af ríkislögreglustjóra í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 11.1.2024 15:06 Búin að fá allar viðvaranir sem munu koma Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna, segir fregnir af því að rúmmál kvikunnar á Reykjanesskaga sé orðið svipað og fyrir síðasta gos, breyta stöðunni. Innlent 9.1.2024 19:15 Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. Innlent 5.1.2024 18:39 Óvissustigi aflýst á Austfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflýst á Austfjörðum. Hættustigi vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði var aflýst í gær. Innlent 3.1.2024 08:28 Aflýsa hættustigi og aflétta rýmingu á Seyðisfirði Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflýst. Innlent 2.1.2024 18:54 Enn snjóflóðahætta og rýmingar enn í gildi Enn er snjóflóðahætta undir Strandartindi á Seyðisfirði líkt og greint var frá í gær þegar tvö íbúðarhús voru rýmd. Innlent 2.1.2024 12:16 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 37 ›
Segir almannavarnir fara offari og opna eigi Grindavík á ný Stefán Kristjánsson, eigandi fiskvinnslunnar Einhamar Seafood, segir aðgerðastjórn almannavarna fara offari í lokunum í Grindavík og að opna eigi bæinn á ný. Innlent 21.1.2024 18:59
Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Mýrdal Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á Suðurlandi. Mikilli snjókomu og austan skafrenningi er spáð í Mýrdalnum í dag föstudag og fram í fyrramálið og er talið að í Mýrdalnum geti skapast snjóflóðahætta á þekktum stöðum. Innlent 19.1.2024 14:30
Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Innlent 18.1.2024 14:00
Áfram líkur á að gossprungur opnist án fyrirvara Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi en of snemmt er að segja til um hraða landrissins svo snemma eftir eldgos. Samkvæmt reiknilíkönum liggur kvika grunnt í suðurenda kvikugangsins, þar virðist landið vera mikið sprungið og kvikan eigi því auðvelt með að komast upp á yfirborðið. Áfram eru því líkur á að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara. Innlent 17.1.2024 14:53
Byggð verið skipulögð án þess að huga að náttúruvá Eldfjallafræðingur segir ekki hafa verið hugað nógu vel að náttúruvá þegar byggð og innviðir hafi verið byggð upp á undanförnum áratugum. Huga þurfi að vörnum áður en til neyðarástands komi. Innlent 17.1.2024 09:59
Heitt vatn komið á vestari hluta bæjarins: Vilja fá lykla að húsunum Búið er að koma á heitu vatn í hús vestan Víkurbrautar í Grindavík. Almannavarnir fóru í það verkefni í gærkvöldi í samstarfi við HS Veitur. Almannavarnir óska þess nú að Grindvíkingar sem búi vestan Víkurbrautar skili til þeirra lyklum að húsum sínum svo hægt sé að kanna ástand hitakerfa fasteigna. Innlent 16.1.2024 10:59
Segir íbúa þurfa lausnir en ekki hrós: „Þú sleppir börnunum þínum ekki út úr húsi“ Íbúi við Efrahóp í Grindavík segir íbúa þurfa að heyra eitthvað annað en hvað þeir séu þrautseigir og duglegir. Nú þurfi þeir að fá raunhæfar lausnir frá stjórnvöldum. Þeir geti ekki lifað í biðstöðu. Hún ætlar ekki að flytja aftur í bæinn. Innlent 15.1.2024 19:02
Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. Innlent 15.1.2024 14:07
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. Innlent 15.1.2024 06:37
Vaktin: Lítil virkni í einu gosopi Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Fyrst opnaðist sprunga sem lá að stærstum hluta norðan varnargarða, en síðar opnaðist önnur rétt norðan byggðarinnar. Innlent 15.1.2024 04:17
Svartur dagur fyrir Grindvíkinga og íslensku þjóðina Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir 14. janúar 2024 svarta dag fyrir Grindvíkinga og Íslendinga aftur. Hún lofar Grindvíkingum stuðningi, hvort sem hann snýr að húsnæði eða sálrænum stuðningi. Sólin komi upp á ný. Innlent 14.1.2024 19:34
Svona var upplýsingafundur almannavarna Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Bein textalýsing á fundinum fer fram hér. Innlent 14.1.2024 18:31
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 19:00 í dag og fer fram í Skógarhlíðinni. Innlent 14.1.2024 15:57
Ný sprunga hefur opnast rétt norðan bæjarins Ný sprunga hefur opnast rétt norðan byggðar í Grindavík. Sprungan opnaðist um klukkan 12:10, norðan götunnar Efrahóps. Innlent 14.1.2024 12:14
„Vinsamlegast gefið okkur vinnufrið“ Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir fjölda fólks hafa þyrpst að Reykjanesskaga til að berja eldgos sem hófst í morgun augum. Hann biður fólk um að vera heima og gefa viðbragðsaðilum vinnufrið til að bjarga því sem bjargað verður. Innlent 14.1.2024 10:28
Myndir úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar Vísindamenn eru í eftirlitsflugi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Myndir teknar úr þyrlunni benda til þess að gossprunga sé opin beggja megin varnargarðs norðan Grindavíkur. Innlent 14.1.2024 09:22
Eldgos er hafið Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun. Innlent 14.1.2024 08:00
Hætta aukist á öllum svæðum og uppfæra hættumatskort Veðurstofan hefur uppfært hættumatskort í ljósi túlkunar nýjustu gagna. Hætta hefur aukist á öllum svæðum. Innlent 14.1.2024 07:58
Ekki hægt að útiloka að kvika komi upp innan bæjarmarka Skjálftavirknin heldur áfram að færast suður og fleiri skjálftar hafa mælst undir miðri byggðinni í Grindavík á síðustu klukkustund. Innlent 14.1.2024 06:24
Vaktin: „Ég er að horfa á húsið mitt brenna“ Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, klukkan 7:57 í morgun, sunnudag. Hraun náði til byggða í Grindavík á öðrum tímanum. Innlent 14.1.2024 04:29
Svona ákvarðanir ekki teknar í tómarúmi Bygging varnargarða mun halda áfram þrátt fyrir brottflutning úr Grindavík að því er kemur fram í ræðu dómsmálaráðherra á upplýsingafundi Almannavarna fyrr í dag. Það verkefni auk rannsóknar á sprungum eru að hennar sögn stærstu skrefin í átt að öruggri búsetu í Grindavík. Innlent 13.1.2024 17:55
Fyrirskipa brottflutning allra úr Grindavík Á upplýsingafundi almannavarna rétt í þessu var tilkynnt að sú ákvörðun hefði verið tekin að fyrirskipa brottflutning allra þeirra sem dvelja í Grindavík og banna alla starfsemi í bænum. Innlent 13.1.2024 16:57
Almannavarnir boða til upplýsingafundar Upplýsingafundur almannavarna verður haldinn klukkan 16:30 í dag. Farið verður yfir áhættumat sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur unnið að undanförnu. Innlent 13.1.2024 13:34
Almannavarnir funda með ráðamönnum um áhættu í Grindavík Almannavarnir funda í dag með ráðamönnum og hagaðilum um framhaldið í Grindavík. Áhættur sem fylgja því að vera í bænum verða metnar. Innlent 13.1.2024 12:33
Óvissustigi lýst yfir vegna Grímsvatna Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir af ríkislögreglustjóra í samráði við Lögreglustjórann á Suðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu. Innlent 11.1.2024 15:06
Búin að fá allar viðvaranir sem munu koma Víðir Reynisson, sviðstjóri Almannavarna, segir fregnir af því að rúmmál kvikunnar á Reykjanesskaga sé orðið svipað og fyrir síðasta gos, breyta stöðunni. Innlent 9.1.2024 19:15
Sundhnúkagígaröð „langlanglíklegasta“ upptakasvæði eldgoss Í uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar eru líkur á eldgosi við Svartsengi lækkaðar úr töluverðum líkum í nokkrar. Jarðeðlisfræðingur segir að breytingin sé fyrst og fremst til marks um að öll gögn bendi til að það verði eldgos á Sundhnjúkagígaröð. Innlent 5.1.2024 18:39
Óvissustigi aflýst á Austfjörðum Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur nú verið aflýst á Austfjörðum. Hættustigi vegna ofanflóðahættu á Seyðisfirði var aflýst í gær. Innlent 3.1.2024 08:28
Aflýsa hættustigi og aflétta rýmingu á Seyðisfirði Hættustigi vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði hefur verið aflýst. Innlent 2.1.2024 18:54
Enn snjóflóðahætta og rýmingar enn í gildi Enn er snjóflóðahætta undir Strandartindi á Seyðisfirði líkt og greint var frá í gær þegar tvö íbúðarhús voru rýmd. Innlent 2.1.2024 12:16