Innlendar FH-ingar hafa náð forystu Íslandsmeistarar FH virðast staðráðnir í að misnota ekki enn eitt tækifærið til að tryggja sér þriðja titilinn í röð, en liðið hefur náð 1-0 forystu gegn Víkingi í Kaplakrika. Fjórir aðrir leikir standa nú yfir í næst síðustu umferð deildarinnar og hægt er að fylgjast náið með gangi mála á Boltavaktinni hér til hliðar á Vísi.is. Sport 16.9.2006 16:20 HK í Landsbankadeildina Kópavogsliðið HK tryggði sér í dag sæti í Landsbankadeildinni ásamt Fram á næstu leiktíð, þrátt fyrir að tapa 1-0 fyrir Safamýrarliðinu í lokaumferðinni í dag. Á sama tíma tapaði Fjölnir 1-0 fyrir KA fyrir norðan og því hélt HK öðru sætinu í deildinni. Sport 16.9.2006 16:14 Menn þora ekki að spila fótbolta Teitur Þórðarson segir það agjört lykilatriði fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu að fjölga liðum í efstu deild. Í samtali við Þorstein Gunnarsson á NFS í kvöld sagði Teitur að vegna þess hve fá lið séu í Landsbankadeildinni, sé hver leikur það mikilvægur að liðin þori einfaldlega ekki að spila fótbolta. Sport 15.9.2006 18:17 50 ár frá Ólympíuleikunum í Melbourne Fyrrum frjálsíþróttakappinn og margfaldur íþróttamaður ársins, Vilhjálmur Einarsson, mun í nóvember halda á sérstaka afmælishátið Ólympíuleikanna í Melbourne þar sem þess verður minnst að hálf öld er frá því leikarnir voru haldnir þar í borg. ÍSÍ hefur ákveðið að bjóða Vilhjálmi út á hátíðina, en hann vann sem kunnugt er til silfurverðlauna í þrístökki á leikunum og varð fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Sport 15.9.2006 14:19 Dagur ráðinn framkvæmdastjóri Vals Dagur Sigurðsson hættir í vor sem þjálfari og leikmaður austurríska handknattleiksliðsins Bregens og verður framkvæmdastjóri Vals. Dagur segir að sér hafi staðið ýmislegt til boða en uppbyggingin á Hlíðarenda hafi verið verkefni sem heillaði hann hvað mest. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS nú í hádeginu. Handbolti 15.9.2006 13:43 Willum framlengir við Val Willum Þór Þórsson hefur framlengt samning sinn við Valsmenn um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin. Willum hefur náð ágætum árangri með Val síðan hann tók við liðinu og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari á síðustu leiktíð. Þetta kemur fram á vef Valsmanna í dag. Sport 15.9.2006 13:33 Lúðarnir fara upp á Skaga Vikulegur sjónvarpsþáttur um knattspyrnufélagið Nörd verður á dagskrá Sýnar klukkan 21:15 í kvöld, en þar munu hinir jákvæðu lúðar meðal annars halda upp á Skipaskaga, þar sem þeir munu etja kappi við lið heimamanna. Sport 14.9.2006 21:04 Ísland - Noregur á laugardaginn Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar tímamótaleik í Keflavík klukkan 14 á laugardag þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í fyrsta heimaleik sínum í Evrópukeppni. Hitaveita Suðurnesja ætlar að bjóða áhugasömum frítt á leikinn á laugardag. Íslenska liðið lék sinn fyrsta Evrópuleik gegn Hollendingum á dögunum og tapaði þá naumlega, en rétt er að hvetja sem flesta til að mæta í Sláturhúsið á laugardaginn til að styðja við bakið á stúlkunum. Körfubolti 14.9.2006 18:51 Blikastúlkur töpuðu fyrir Frankfurt Kvennalið Breiðabliks tapaði í dag 5-0 fyrir Evrópumeisturum Frankfurt í öðrum leik sínum í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Breiðablik spilar lokaleik sinn í 16-liða úrslitunum um helgina og með sigri í þeim leik getur liðið tryggt sér áframhaldandi þáttöku í keppninni. Sport 14.9.2006 18:09 Atli Eðvaldsson hættur hjá Þrótti Atli Eðvaldsson ætlar að hætta að þjálfa knattspyrnulið Þróttar í 1. deildinni eftir lokaleik liðsins gegn Stjörnunni á laugardag. Þetta kemur fram í fréttum NFS í kvöld, en Hans Steinar Bjarnason ræðir við Atla í íþróttafréttum klukkan 18:12 á NFS. Sport 14.9.2006 17:26 Íslandsmótið í Hálandaleikum um helgina Hið árlega Íslandsmóti í Hálandaleikum fer fram á Akranesi um helgina, en þarna er um að ræða lokamót sumarsins í Kraftasportsseríunni. Keppt verður í lóðakasti, sleggjukasti, staurakasti og steinakasti. Keppnin hefst við Skógræktina á Akranesi klukkan 14 á laugardaginn. Sport 14.9.2006 14:34 Sterkasti fatlaði maður heims um helgina Keppnin sterkasti fatlaði maður heims fer fram dagana 15. til 16. sept. Keppendur að þessu sinni eru frá Íslandi ,Finnlandi, Svíþjóð og Færeyjum. Þetta er í 5 skipti sem mót þetta er haldið hér á landi en Íslendingar eru frumkvöðlar í mótshaldi að þessu tagi fyrir fatlaðra. Sport 14.9.2006 14:27 Jón Arnór fer ekki með til Austurríkis Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað með íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það sækir Austurríkismenn heim á laugardag eftir að hann sneri sig illa á ökkla á upphafsmínútum leiksins gegn Lúxemburg í Keflavík í gærkvöld. Arnar Freyr Jónsson, leikmaður Keflavíkur, hefur verið valinn í landsliðshópinn í stað Jóns Arnórs, en þetta er vitanlega nokkuð áfall fyrir landsliðið sem þarf nauðsynlega á sigri að halda á laugardag til að eiga möguleika á sæti í A-deildinni. Körfubolti 14.9.2006 14:01 Neitar að tjá sig Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu síðustu daga þá hefur Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals þar sem hann hafi reynt að skapa óróa innan félagsins með ummælum sínum. Handbolti 13.9.2006 20:49 Ísland lagði Lúxemburg Íslenska A-landsliðið í körfubolta vann í kvöld sannfærandi 98-76 sigur á Lúxemburg í B-deild Evrópukeppninnar en leikið var í Keflavík. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti í kvöld og lét gott forskot sitt aldrei af hendi. Körfubolti 13.9.2006 22:11 Ísland - Lúxemburg í Keflavík í kvöld Íslenska landsliðið í körfuknattleik tekur á móti Lúxemburg í þriðja leik sínum í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst klukkan 20. Rétt er að skora á alla sem vettlingi geta valdið að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, sem verður að vinna leikinn ef það ætlar að eiga möguleika á að komast í A-deildina. Körfubolti 13.9.2006 16:39 Sigurður Jónsson hættur hjá Grindavík Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa liðið. Grindvíkingar eru í bullandi fallbaráttu í deildinni og því er ekki hægt að segja að þessi tíðindi komi á heppilegum tíma. Formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur staðfesti þetta í samtali við NFS í dag. Sport 13.9.2006 14:56 Talar frjálslega um peningamál leikmanna Valsliðsins Á heimasíðu Vals má enn finna nokkur bréf skrifuð af Rieg og Fréttablaðið hefur einnig undir höndum spjallþráð sem hefur verið eytt af síðunni en í honum fer Rieg mikinn. Við skulum byrja á að draga út nokkur ummæli í þræðinum sem var eytt en Rieg stofnaði hann 23. maí 2006, skömmu eftir að Ernir Hrafn Arnarsson hafði gengið í raðir Vals. Fram var eitt þeirra liða sem vildi fá Ernir í sínar raðir. Handbolti 12.9.2006 21:27 Þetta er ekki málefni Fram Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni. Handbolti 12.9.2006 21:28 Sló öll aðsóknarmet um helgina Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál sem byggð er á ævi kraftajötunsins Jóns Páls Sigmarssonar, sló öll aðsóknarmet í kvikmyndahúsum þegar hún var frumsýnd um helgina. Tvöfalt fleiri sáu myndina en heimildarmyndina Blindsker um Bubba Morthens á sínum tíma og reiknað er með að hún eigi eftir að verða vinsælasta heimildarmynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Sport 12.9.2006 13:37 Góður dagur hjá Íslendingunum Fjölmargir leikir fóru fram í norsku og hollensku úrvalsdeildunum í fótbolta í kvöld. Öll Íslendingaliðin unnu góða sigra í sínum leikjum. Sport 10.9.2006 20:28 Andri jafnaði í blálokin Andri Ólafsson skoraði í uppbótartíma fyrir ÍBV og tryggði liðinu dýrmætt stig í leiknum gegn FH í Eyjum í dag. FH náði þar með ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sport 10.9.2006 16:34 Staðan versnar fyrir ÍA ÍA er ennþá í 9. sæti Landsbankadeildar karla eftir að hafa misst unnin leik gegn Breiðablik niður í jafntefli í síðari hálfleik í dag. Atli Guðnason er búinn að koma FH í 1-0 í Eyjum þegar rúmur hálftími er eftir. Sport 10.9.2006 15:55 ÍA skoraði á síðustu mínútu Guðjón Heiðar Sveinsson var að koma Skagamönnum í 2-1 í viðureign liðsins gegn Breiðablik í Kópavogi. Staðan hjá Keflavík og Fylki er 1-1 en það er enn markalaust í leik Víkings og KR. 45 mínútna seinkunn varð á leik ÍBV og FH í Eyjum og er hann því að hefjast núna. Sport 10.9.2006 14:46 Eiður Smári kom ekki við sögu Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið gjörsigraði Osasuna, 3-0, í viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var eins og lauflétt æfing fyrir Spánarmeistarana sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Sport 9.9.2006 19:52 Hannes lék allan leikinn Landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sport 9.9.2006 19:45 Ísland tapaði fyrir Georgíu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Georgíu ytra í dag, 80-65. Þetta var annar leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Finnum í Laugardalshöllinni. Körfubolti 9.9.2006 19:43 Valur meistari Valsstúlkur eru bikarmeistarar eftir magnaðan sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í maraþon-úrslitaleik VISA-bikarsins. Það var Guðný Óðinsdóttir sem tryggði Val sigur með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins en hetja liðsins var markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún varði tvær spyrnur frá Blikum. Sport 9.9.2006 19:08 Framlengt í Laugardalnum Eftir venjulegan leiktíma í úrslitaleik Vals og Breiðabliks í VISA-bikar kvenna er staðan 2-2. Blikar höfðu 2-1 yfir í hálfleik en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin með sínu öðru marki í leiknum. Það þarf því að framlengja á Laugardalsvellinum. Sport 9.9.2006 18:21 Breiðablik yfir í hálfleik Breiðablik hefur 2-1 forystu á Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik VISA-bikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsstúlkum yfir strax á 4. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en Elín Anna Steinarsdóttir jafnaði á 26. mínútu. Það var síðan Ólína G. Viðarsdóttir sem kom Blikum yfir skömmu síðar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnu. Sport 9.9.2006 17:16 « ‹ 45 46 47 48 49 50 51 52 53 … 75 ›
FH-ingar hafa náð forystu Íslandsmeistarar FH virðast staðráðnir í að misnota ekki enn eitt tækifærið til að tryggja sér þriðja titilinn í röð, en liðið hefur náð 1-0 forystu gegn Víkingi í Kaplakrika. Fjórir aðrir leikir standa nú yfir í næst síðustu umferð deildarinnar og hægt er að fylgjast náið með gangi mála á Boltavaktinni hér til hliðar á Vísi.is. Sport 16.9.2006 16:20
HK í Landsbankadeildina Kópavogsliðið HK tryggði sér í dag sæti í Landsbankadeildinni ásamt Fram á næstu leiktíð, þrátt fyrir að tapa 1-0 fyrir Safamýrarliðinu í lokaumferðinni í dag. Á sama tíma tapaði Fjölnir 1-0 fyrir KA fyrir norðan og því hélt HK öðru sætinu í deildinni. Sport 16.9.2006 16:14
Menn þora ekki að spila fótbolta Teitur Þórðarson segir það agjört lykilatriði fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu að fjölga liðum í efstu deild. Í samtali við Þorstein Gunnarsson á NFS í kvöld sagði Teitur að vegna þess hve fá lið séu í Landsbankadeildinni, sé hver leikur það mikilvægur að liðin þori einfaldlega ekki að spila fótbolta. Sport 15.9.2006 18:17
50 ár frá Ólympíuleikunum í Melbourne Fyrrum frjálsíþróttakappinn og margfaldur íþróttamaður ársins, Vilhjálmur Einarsson, mun í nóvember halda á sérstaka afmælishátið Ólympíuleikanna í Melbourne þar sem þess verður minnst að hálf öld er frá því leikarnir voru haldnir þar í borg. ÍSÍ hefur ákveðið að bjóða Vilhjálmi út á hátíðina, en hann vann sem kunnugt er til silfurverðlauna í þrístökki á leikunum og varð fyrstur Íslendinga til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum. Sport 15.9.2006 14:19
Dagur ráðinn framkvæmdastjóri Vals Dagur Sigurðsson hættir í vor sem þjálfari og leikmaður austurríska handknattleiksliðsins Bregens og verður framkvæmdastjóri Vals. Dagur segir að sér hafi staðið ýmislegt til boða en uppbyggingin á Hlíðarenda hafi verið verkefni sem heillaði hann hvað mest. Þorsteinn Gunnarsson greindi frá þessu í íþróttafréttum á NFS nú í hádeginu. Handbolti 15.9.2006 13:43
Willum framlengir við Val Willum Þór Þórsson hefur framlengt samning sinn við Valsmenn um tvö ár og verður því samningsbundinn félaginu næstu þrjú árin. Willum hefur náð ágætum árangri með Val síðan hann tók við liðinu og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari á síðustu leiktíð. Þetta kemur fram á vef Valsmanna í dag. Sport 15.9.2006 13:33
Lúðarnir fara upp á Skaga Vikulegur sjónvarpsþáttur um knattspyrnufélagið Nörd verður á dagskrá Sýnar klukkan 21:15 í kvöld, en þar munu hinir jákvæðu lúðar meðal annars halda upp á Skipaskaga, þar sem þeir munu etja kappi við lið heimamanna. Sport 14.9.2006 21:04
Ísland - Noregur á laugardaginn Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta spilar tímamótaleik í Keflavík klukkan 14 á laugardag þegar liðið tekur á móti Norðmönnum í fyrsta heimaleik sínum í Evrópukeppni. Hitaveita Suðurnesja ætlar að bjóða áhugasömum frítt á leikinn á laugardag. Íslenska liðið lék sinn fyrsta Evrópuleik gegn Hollendingum á dögunum og tapaði þá naumlega, en rétt er að hvetja sem flesta til að mæta í Sláturhúsið á laugardaginn til að styðja við bakið á stúlkunum. Körfubolti 14.9.2006 18:51
Blikastúlkur töpuðu fyrir Frankfurt Kvennalið Breiðabliks tapaði í dag 5-0 fyrir Evrópumeisturum Frankfurt í öðrum leik sínum í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Breiðablik spilar lokaleik sinn í 16-liða úrslitunum um helgina og með sigri í þeim leik getur liðið tryggt sér áframhaldandi þáttöku í keppninni. Sport 14.9.2006 18:09
Atli Eðvaldsson hættur hjá Þrótti Atli Eðvaldsson ætlar að hætta að þjálfa knattspyrnulið Þróttar í 1. deildinni eftir lokaleik liðsins gegn Stjörnunni á laugardag. Þetta kemur fram í fréttum NFS í kvöld, en Hans Steinar Bjarnason ræðir við Atla í íþróttafréttum klukkan 18:12 á NFS. Sport 14.9.2006 17:26
Íslandsmótið í Hálandaleikum um helgina Hið árlega Íslandsmóti í Hálandaleikum fer fram á Akranesi um helgina, en þarna er um að ræða lokamót sumarsins í Kraftasportsseríunni. Keppt verður í lóðakasti, sleggjukasti, staurakasti og steinakasti. Keppnin hefst við Skógræktina á Akranesi klukkan 14 á laugardaginn. Sport 14.9.2006 14:34
Sterkasti fatlaði maður heims um helgina Keppnin sterkasti fatlaði maður heims fer fram dagana 15. til 16. sept. Keppendur að þessu sinni eru frá Íslandi ,Finnlandi, Svíþjóð og Færeyjum. Þetta er í 5 skipti sem mót þetta er haldið hér á landi en Íslendingar eru frumkvöðlar í mótshaldi að þessu tagi fyrir fatlaðra. Sport 14.9.2006 14:27
Jón Arnór fer ekki með til Austurríkis Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað með íslenska körfuboltalandsliðinu þegar það sækir Austurríkismenn heim á laugardag eftir að hann sneri sig illa á ökkla á upphafsmínútum leiksins gegn Lúxemburg í Keflavík í gærkvöld. Arnar Freyr Jónsson, leikmaður Keflavíkur, hefur verið valinn í landsliðshópinn í stað Jóns Arnórs, en þetta er vitanlega nokkuð áfall fyrir landsliðið sem þarf nauðsynlega á sigri að halda á laugardag til að eiga möguleika á sæti í A-deildinni. Körfubolti 14.9.2006 14:01
Neitar að tjá sig Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu síðustu daga þá hefur Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals þar sem hann hafi reynt að skapa óróa innan félagsins með ummælum sínum. Handbolti 13.9.2006 20:49
Ísland lagði Lúxemburg Íslenska A-landsliðið í körfubolta vann í kvöld sannfærandi 98-76 sigur á Lúxemburg í B-deild Evrópukeppninnar en leikið var í Keflavík. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti í kvöld og lét gott forskot sitt aldrei af hendi. Körfubolti 13.9.2006 22:11
Ísland - Lúxemburg í Keflavík í kvöld Íslenska landsliðið í körfuknattleik tekur á móti Lúxemburg í þriðja leik sínum í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn fer fram í íþróttahúsinu í Keflavík og hefst klukkan 20. Rétt er að skora á alla sem vettlingi geta valdið að mæta og styðja við bakið á íslenska liðinu, sem verður að vinna leikinn ef það ætlar að eiga möguleika á að komast í A-deildina. Körfubolti 13.9.2006 16:39
Sigurður Jónsson hættur hjá Grindavík Sigurður Jónsson, þjálfari Grindvíkinga í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu og er hættur að þjálfa liðið. Grindvíkingar eru í bullandi fallbaráttu í deildinni og því er ekki hægt að segja að þessi tíðindi komi á heppilegum tíma. Formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur staðfesti þetta í samtali við NFS í dag. Sport 13.9.2006 14:56
Talar frjálslega um peningamál leikmanna Valsliðsins Á heimasíðu Vals má enn finna nokkur bréf skrifuð af Rieg og Fréttablaðið hefur einnig undir höndum spjallþráð sem hefur verið eytt af síðunni en í honum fer Rieg mikinn. Við skulum byrja á að draga út nokkur ummæli í þræðinum sem var eytt en Rieg stofnaði hann 23. maí 2006, skömmu eftir að Ernir Hrafn Arnarsson hafði gengið í raðir Vals. Fram var eitt þeirra liða sem vildi fá Ernir í sínar raðir. Handbolti 12.9.2006 21:27
Þetta er ekki málefni Fram Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, sakað Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann handknattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Valsmanna þar sem hann hafi reynt að skapa óróa með ummælum sínum og hafi einnig haldið því fram að hann væri gallharður Valsari. Sumt af því sem Hjálmar er ásakaður um að hafa skrifað á síðunni er það gróft að Valsmenn urðu að fjarlægja það af síðunni. Handbolti 12.9.2006 21:28
Sló öll aðsóknarmet um helgina Heimildarmyndin Þetta er ekkert mál sem byggð er á ævi kraftajötunsins Jóns Páls Sigmarssonar, sló öll aðsóknarmet í kvikmyndahúsum þegar hún var frumsýnd um helgina. Tvöfalt fleiri sáu myndina en heimildarmyndina Blindsker um Bubba Morthens á sínum tíma og reiknað er með að hún eigi eftir að verða vinsælasta heimildarmynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Sport 12.9.2006 13:37
Góður dagur hjá Íslendingunum Fjölmargir leikir fóru fram í norsku og hollensku úrvalsdeildunum í fótbolta í kvöld. Öll Íslendingaliðin unnu góða sigra í sínum leikjum. Sport 10.9.2006 20:28
Andri jafnaði í blálokin Andri Ólafsson skoraði í uppbótartíma fyrir ÍBV og tryggði liðinu dýrmætt stig í leiknum gegn FH í Eyjum í dag. FH náði þar með ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Sport 10.9.2006 16:34
Staðan versnar fyrir ÍA ÍA er ennþá í 9. sæti Landsbankadeildar karla eftir að hafa misst unnin leik gegn Breiðablik niður í jafntefli í síðari hálfleik í dag. Atli Guðnason er búinn að koma FH í 1-0 í Eyjum þegar rúmur hálftími er eftir. Sport 10.9.2006 15:55
ÍA skoraði á síðustu mínútu Guðjón Heiðar Sveinsson var að koma Skagamönnum í 2-1 í viðureign liðsins gegn Breiðablik í Kópavogi. Staðan hjá Keflavík og Fylki er 1-1 en það er enn markalaust í leik Víkings og KR. 45 mínútna seinkunn varð á leik ÍBV og FH í Eyjum og er hann því að hefjast núna. Sport 10.9.2006 14:46
Eiður Smári kom ekki við sögu Eiður Smári Guðjohnsen sat allan tímann á varamannabekk Barcelona þegar liðið gjörsigraði Osasuna, 3-0, í viðureign liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn var eins og lauflétt æfing fyrir Spánarmeistarana sem gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Sport 9.9.2006 19:52
Hannes lék allan leikinn Landsliðsmaðurinn Hannes Þ. Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Bröndby sem gerði jafntefli við AaB í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sport 9.9.2006 19:45
Ísland tapaði fyrir Georgíu Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði fyrir Georgíu ytra í dag, 80-65. Þetta var annar leikur liðsins í undankeppni Evrópumótsins en á miðvikudaginn tapaði liðið fyrir Finnum í Laugardalshöllinni. Körfubolti 9.9.2006 19:43
Valur meistari Valsstúlkur eru bikarmeistarar eftir magnaðan sigur á Breiðablik eftir vítaspyrnukeppni í maraþon-úrslitaleik VISA-bikarsins. Það var Guðný Óðinsdóttir sem tryggði Val sigur með því að skora úr síðustu spyrnu liðsins en hetja liðsins var markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir en hún varði tvær spyrnur frá Blikum. Sport 9.9.2006 19:08
Framlengt í Laugardalnum Eftir venjulegan leiktíma í úrslitaleik Vals og Breiðabliks í VISA-bikar kvenna er staðan 2-2. Blikar höfðu 2-1 yfir í hálfleik en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði metin með sínu öðru marki í leiknum. Það þarf því að framlengja á Laugardalsvellinum. Sport 9.9.2006 18:21
Breiðablik yfir í hálfleik Breiðablik hefur 2-1 forystu á Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í úrslitaleik VISA-bikar kvenna sem fram fer á Laugardalsvellinum. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Valsstúlkum yfir strax á 4. mínútu með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu en Elín Anna Steinarsdóttir jafnaði á 26. mínútu. Það var síðan Ólína G. Viðarsdóttir sem kom Blikum yfir skömmu síðar. Bæði mörkin komu eftir hornspyrnu. Sport 9.9.2006 17:16
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti