Innlendar Birgir Leifur hafnaði í 14. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 14. sæti á áskorendamótinu í golfi sem fram fór í Skotlandi um helgina. Birgir lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða pari og lauk því keppni á þremur höggum undir pari á mótinu. Sport 9.7.2006 16:21 Jafnt í Laugardalnum Valur og Breiðablik gerðu jafntefli í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag. Pálmi Rafn Pálmason kom Valsmönnum yfir á 71. mínútu, en Blikar náðu að jafna leikinn á lokamínútunni með marki frá Petr Podzemski. Sport 9.7.2006 16:03 Valsmenn komnir yfir Valsmenn eru komnir 1-0 yfir gegn Breiðablik í Laugardalnum. Valsmenn fengu vítaspyrnu á 70. mínútu leiksins, en Hjörvar Hafliðason, markvörður og fyrirliði Blika, varði spyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Upp úr því fengu Valsarar hornspyrnu og eftir hana skoraði Pálmi Rafn Pálmason og kom Val yfir. Sport 9.7.2006 15:41 Lilleström 2-0 yfir í hálfleik Norska liðið Lilleström hefur yfir 2-0 gegn Keflavík í síðari viðureign liðanna í Inter Toto keppninni í knattspyrnu, en leikið er í Keflavík. Norska liðið vann fyrri leikinn 4-1 og því er útlitið ansi dökkt hjá heimamönnum í Keflavík. Mörkin komu á 10. og 19. mínútu, en algjör einstefna var á mark Keflvíkinga fyrsta hálftímann. Sport 9.7.2006 15:16 Ekkert mark komið í Laugardalnum Ekkert mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í viðureign Vals og Breiðabliks í Landsbankadeild karla í dag, en leikurinn fer fram í blíðunni á Laugardalsvelli. Mjög fáir áhorfendur eru mættir til að fylgjast með leiknum, en Valsmenn hafa verið með yfirhöndina lengst af. Sport 9.7.2006 15:08 Þróttur lagði Milwall Lið Þróttar í 1.deildinni gerði sér lítið fyrir og skellti enska 2. deildarliðinu Milwall 2-0 í æfingaleik liðanna á Valbjarnarvellinum í dag. Sinisa Valdimar Kekic skoraði annað mark Þróttar beint úr aukaspyrnu og þá var Magnús Már Lúðvíksson einnig á skotskónum. Milwall mætir KR í æfingaleik á mánudag. Sport 8.7.2006 18:59 Blikar sigruðu KA/Þór Íslandsmeistarar Breiðabliks lögðu sameiginlegt lið KA og Þórs 3-0 norður á Akureyri í leik dagsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Erna Sigurðardóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Edda Garðarsdóttir skoruðu mörk Blika í dag og er liðið sem fyrr í öðru sæti Landsbankadeildarinnar, en norðanstúlkur í næst neðsta sæti. Sport 8.7.2006 16:25 ÍA lagði Grindavík á Skaganum Skagamenn nældu sér í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Grindvíkinga á heimavelli sínum 2-1. Bjarni Guðjónsson kom Skagamönnum yfir á 17. mínútu með laglegu marki beint úr aukaspyrnu, en Jóhann Þórhallsson jafnaði metin á 71. mínútu. Jóhanni Helgasyni var svo vikið af velli skömmu síðar og heimamenn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Hjörtur Hjartarson skoraði sigurmark ÍA á 88. mínútu. Sport 7.7.2006 19:55 FH lagði KR 2-0 Íslandsmeistarar FH halda sínu striki í titilvörninni eftir að liðið vann góðan 2-0 sigur á KR-ingum á heimavelli sínum í Kaplakrika í kvöld. Fyrra mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar á 61. mínútu og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson innsiglaði svo sigur Hafnfirðinga með marki skömmu fyrir leikslok. Varamanninum Tryggva Bjarnasyni var svo vikið af velli í uppbótartíma fyrir glórulausa tæklingu. Sport 6.7.2006 21:46 Keflavík mætir ÍA Það verða Keflvíkingar sem mæta Skagamönnum í 8-liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur liðsins á Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Stefán Örn Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Suðurnesjamenn og Guðmundur Steinarsson skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. Jafnræði var með liðnum í fyrri hálfleik, en gestirnir voru sterkari í síðari hálfleiknum og nýttu færin sín betur. Sport 6.7.2006 21:25 FH-ingar komnir yfir Íslandsmeistarar FH hafa náð forystu gegn KR í Kaplakrika. Mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar, en knötturinn hrökk af honum og í markið eftir að Hafnfirðingarnir höfðu átt bylmingsskot í þverslána á marki KR. Skömmu áður höfðu KR-ingar átt skot í stöngina á marki FH. Sport 6.7.2006 21:16 Jafnt í Kaplakrika í hálfleik Fyrsti leikurinn í 10. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu stendur nú yfir í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar taka Íslandsmeistarar FH á móti KR og skemmst er frá því að segja að ekkert mark hefur litið dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 6.7.2006 20:47 Ólafur Kristjánsson tekur við Blikum Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá samningi við Ólaf Kristjánsson um að taka að sér þjálfun liðsins út leiktíðina. Ólafur tekur við af Bjarna Jóhannessyni sem hætti störfum hjá félaginu á dögunum. Fyrsti leikur Ólafs við stjórnvölinn verður útileikur við Val á sunnudaginn. Ólafur var áður á mála hjá Fram. Þetta kemur fram í íþróttafréttum á NFS nú í kvöld. Sport 6.7.2006 13:57 Sex leikmenn í bann Sex leikmenn úr Landsbankadeild karla hafa verið úrskurðaðir í leikbann af aganefnd KSÍ, en hún fundaði í gær. Þetta eru þeir Björgólfur Takefusa KR, Peter Gravesen Fylki, Igor Pesic ÍA, Andrew Mwesigwa ÍBV og þeir Hörður Bjarnason og Jón Guðbrandsson úr Víkingi. Allir þessir leikmenn fá eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda, utan Björgólfs, sem fær eins leiks bann fyrir rautt spjald. Sport 5.7.2006 14:15 Blikar töpuðu í vesturbænum Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR-stúlkur unnu góðan sigur á Breiðablik 3-2 í vesturbænum, þar sem Fjóla Friðriksdóttir skoraði þrennu fyrir KR. Topplið Vals vann auðveldan 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli og Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir lánlaust lið Fylkis 10-0. Valur er á toppi deildarinnar með 24 stig og Breiðablik í öðru, sex stigum þar á eftir. Sport 4.7.2006 22:09 Bikarmeistararnir mæta Víkingi Í dag var dregið í átta liða úrslitum Visa-bikars karla og kvenna í fótbolta. Bikarmeistar Vals í karlaflokki mæta Víkingi á heimavelli, KR mætir ÍBV, ÍA mætir Leikni eða Keflavík og 1. deildarlið KA og Þróttar mætast fyrir norðan. Í kvennaflokki mætast Breiðablik og Keflavík, HK/Víkingur og Fjölnir, Stjarnan og ÍR og að lokum KR og Valur. Sport 4.7.2006 13:56 Yfirlýsing frá Ólafi Þórðarsyni Ólafur Þórðarson, fráfarandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍA í Landsbankadeildinni, hefur gefið út yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Skagamanna. Sport 30.6.2006 15:20 Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 30.6.2006 15:04 Jafnt hjá KR og Val KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Sport 29.6.2006 22:42 Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné. Sport 29.6.2006 18:24 Skagamenn steinlágu heima Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum. Sport 28.6.2006 22:26 Ásta Árnadóttir best Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina. Sport 28.6.2006 14:46 Freyr Bjarnason meiddur Varnarmaðurinn Freyr Bjarnason hjá FH er meiddur á hné og getur ekki leikið næstu sex vikurnar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins, FH-ingar.net. Freyr meiddist á æfingu fyrir skömmu og ljóst að hans verður saknað úr sterkri vörn Íslandsmeistaranna, sem taka á móti Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í kvöld. Sport 28.6.2006 14:08 Rökkvi efstur inn í milliriðil Forkeppni í B-flokki gæðinga lauk í gær á öðrum degi Landsmóts hestamanna í Skagafirði. Landsmótssigurvegarinn frá síðasta landsmóti sem haldið var á Hellu fyrir tveimur árum, Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, sýndi kunnuglega takta og fer efstur inn í milliriðil sem riðinn verður á föstudag með einkunnina 8,76. Sport 27.6.2006 23:01 Lessa til Fylkis Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul. Sport 27.6.2006 23:35 Markaregn í kvöld Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3. Sport 26.6.2006 22:03 Keflvíkingar áfram Keflvíkingar mæta norska liðinu Lilleström í næstu umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu eftir að gera 0-0 jafntefli við norður-írska liðið Dungannon á útivelli í dag. Keflvíkingar unnu auðveldan 4-1 sigur í fyrri leiknum og eru því komnir áfram í keppninni. Sport 24.6.2006 16:36 FH mætir TVMK Tallin Í dag var dregið í forkeppnum Evrópumótanna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar FH mæta TVMK frá Tallin frá Eistlandi í fyrstu umferð meistaradeildarinnar og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign svo mæta pólska liðinu Legia Varsjá. Leikirnir fara fram 12. og 19. júlí. Valsmenn og Skagamenn mæta liðum frá Danmörku í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Sport 23.6.2006 13:28 Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Sport 22.6.2006 21:47 Grindvíkingar burstuðu KR Íslandsmeistarar FH bættu í forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við Víking á útivelli. Stærstu tíðindin í kvöld voru tvímannalaust 5-0 stórsigur Grindvíkinga á KR suður með sjó. Sport 22.6.2006 21:27 « ‹ 51 52 53 54 55 56 57 58 59 … 75 ›
Birgir Leifur hafnaði í 14. sæti Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson hafnaði í 14. sæti á áskorendamótinu í golfi sem fram fór í Skotlandi um helgina. Birgir lék lokahringinn í dag á 71 höggi, eða pari og lauk því keppni á þremur höggum undir pari á mótinu. Sport 9.7.2006 16:21
Jafnt í Laugardalnum Valur og Breiðablik gerðu jafntefli í leik dagsins í Landsbankadeild karla í knattspyrnu sem fram fór á Laugardalsvellinum í dag. Pálmi Rafn Pálmason kom Valsmönnum yfir á 71. mínútu, en Blikar náðu að jafna leikinn á lokamínútunni með marki frá Petr Podzemski. Sport 9.7.2006 16:03
Valsmenn komnir yfir Valsmenn eru komnir 1-0 yfir gegn Breiðablik í Laugardalnum. Valsmenn fengu vítaspyrnu á 70. mínútu leiksins, en Hjörvar Hafliðason, markvörður og fyrirliði Blika, varði spyrnu Garðars Gunnlaugssonar. Upp úr því fengu Valsarar hornspyrnu og eftir hana skoraði Pálmi Rafn Pálmason og kom Val yfir. Sport 9.7.2006 15:41
Lilleström 2-0 yfir í hálfleik Norska liðið Lilleström hefur yfir 2-0 gegn Keflavík í síðari viðureign liðanna í Inter Toto keppninni í knattspyrnu, en leikið er í Keflavík. Norska liðið vann fyrri leikinn 4-1 og því er útlitið ansi dökkt hjá heimamönnum í Keflavík. Mörkin komu á 10. og 19. mínútu, en algjör einstefna var á mark Keflvíkinga fyrsta hálftímann. Sport 9.7.2006 15:16
Ekkert mark komið í Laugardalnum Ekkert mark leit dagsins ljós í fyrri hálfleiknum í viðureign Vals og Breiðabliks í Landsbankadeild karla í dag, en leikurinn fer fram í blíðunni á Laugardalsvelli. Mjög fáir áhorfendur eru mættir til að fylgjast með leiknum, en Valsmenn hafa verið með yfirhöndina lengst af. Sport 9.7.2006 15:08
Þróttur lagði Milwall Lið Þróttar í 1.deildinni gerði sér lítið fyrir og skellti enska 2. deildarliðinu Milwall 2-0 í æfingaleik liðanna á Valbjarnarvellinum í dag. Sinisa Valdimar Kekic skoraði annað mark Þróttar beint úr aukaspyrnu og þá var Magnús Már Lúðvíksson einnig á skotskónum. Milwall mætir KR í æfingaleik á mánudag. Sport 8.7.2006 18:59
Blikar sigruðu KA/Þór Íslandsmeistarar Breiðabliks lögðu sameiginlegt lið KA og Þórs 3-0 norður á Akureyri í leik dagsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Erna Sigurðardóttir, Greta Mjöll Samúelsdóttir og Edda Garðarsdóttir skoruðu mörk Blika í dag og er liðið sem fyrr í öðru sæti Landsbankadeildarinnar, en norðanstúlkur í næst neðsta sæti. Sport 8.7.2006 16:25
ÍA lagði Grindavík á Skaganum Skagamenn nældu sér í þrjú mikilvæg stig í botnbaráttunni í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið lagði Grindvíkinga á heimavelli sínum 2-1. Bjarni Guðjónsson kom Skagamönnum yfir á 17. mínútu með laglegu marki beint úr aukaspyrnu, en Jóhann Þórhallsson jafnaði metin á 71. mínútu. Jóhanni Helgasyni var svo vikið af velli skömmu síðar og heimamenn náðu að nýta sér liðsmuninn þegar Hjörtur Hjartarson skoraði sigurmark ÍA á 88. mínútu. Sport 7.7.2006 19:55
FH lagði KR 2-0 Íslandsmeistarar FH halda sínu striki í titilvörninni eftir að liðið vann góðan 2-0 sigur á KR-ingum á heimavelli sínum í Kaplakrika í kvöld. Fyrra mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar á 61. mínútu og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson innsiglaði svo sigur Hafnfirðinga með marki skömmu fyrir leikslok. Varamanninum Tryggva Bjarnasyni var svo vikið af velli í uppbótartíma fyrir glórulausa tæklingu. Sport 6.7.2006 21:46
Keflavík mætir ÍA Það verða Keflvíkingar sem mæta Skagamönnum í 8-liða úrslitum Visa-bikars karla í knattspyrnu eftir 3-0 sigur liðsins á Leikni í Breiðholtinu í kvöld. Stefán Örn Arnarsson skoraði tvö mörk fyrir Suðurnesjamenn og Guðmundur Steinarsson skoraði eitt mark úr vítaspyrnu. Jafnræði var með liðnum í fyrri hálfleik, en gestirnir voru sterkari í síðari hálfleiknum og nýttu færin sín betur. Sport 6.7.2006 21:25
FH-ingar komnir yfir Íslandsmeistarar FH hafa náð forystu gegn KR í Kaplakrika. Mark FH var sjálfsmark Bjarnólfs Lárussonar, en knötturinn hrökk af honum og í markið eftir að Hafnfirðingarnir höfðu átt bylmingsskot í þverslána á marki KR. Skömmu áður höfðu KR-ingar átt skot í stöngina á marki FH. Sport 6.7.2006 21:16
Jafnt í Kaplakrika í hálfleik Fyrsti leikurinn í 10. umferð Landsbankadeildar karla í knattspyrnu stendur nú yfir í Kaplakrika í Hafnarfirði. Þar taka Íslandsmeistarar FH á móti KR og skemmst er frá því að segja að ekkert mark hefur litið dagsins ljós í fyrri hálfleiknum. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. Sport 6.7.2006 20:47
Ólafur Kristjánsson tekur við Blikum Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur gengið frá samningi við Ólaf Kristjánsson um að taka að sér þjálfun liðsins út leiktíðina. Ólafur tekur við af Bjarna Jóhannessyni sem hætti störfum hjá félaginu á dögunum. Fyrsti leikur Ólafs við stjórnvölinn verður útileikur við Val á sunnudaginn. Ólafur var áður á mála hjá Fram. Þetta kemur fram í íþróttafréttum á NFS nú í kvöld. Sport 6.7.2006 13:57
Sex leikmenn í bann Sex leikmenn úr Landsbankadeild karla hafa verið úrskurðaðir í leikbann af aganefnd KSÍ, en hún fundaði í gær. Þetta eru þeir Björgólfur Takefusa KR, Peter Gravesen Fylki, Igor Pesic ÍA, Andrew Mwesigwa ÍBV og þeir Hörður Bjarnason og Jón Guðbrandsson úr Víkingi. Allir þessir leikmenn fá eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda, utan Björgólfs, sem fær eins leiks bann fyrir rautt spjald. Sport 5.7.2006 14:15
Blikar töpuðu í vesturbænum Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR-stúlkur unnu góðan sigur á Breiðablik 3-2 í vesturbænum, þar sem Fjóla Friðriksdóttir skoraði þrennu fyrir KR. Topplið Vals vann auðveldan 5-1 sigur á Stjörnunni á útivelli og Keflavíkurstúlkur völtuðu yfir lánlaust lið Fylkis 10-0. Valur er á toppi deildarinnar með 24 stig og Breiðablik í öðru, sex stigum þar á eftir. Sport 4.7.2006 22:09
Bikarmeistararnir mæta Víkingi Í dag var dregið í átta liða úrslitum Visa-bikars karla og kvenna í fótbolta. Bikarmeistar Vals í karlaflokki mæta Víkingi á heimavelli, KR mætir ÍBV, ÍA mætir Leikni eða Keflavík og 1. deildarlið KA og Þróttar mætast fyrir norðan. Í kvennaflokki mætast Breiðablik og Keflavík, HK/Víkingur og Fjölnir, Stjarnan og ÍR og að lokum KR og Valur. Sport 4.7.2006 13:56
Yfirlýsing frá Ólafi Þórðarsyni Ólafur Þórðarson, fráfarandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍA í Landsbankadeildinni, hefur gefið út yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Skagamanna. Sport 30.6.2006 15:20
Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Sport 30.6.2006 15:04
Jafnt hjá KR og Val KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari. Sport 29.6.2006 22:42
Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné. Sport 29.6.2006 18:24
Skagamenn steinlágu heima Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum. Sport 28.6.2006 22:26
Ásta Árnadóttir best Í dag var tilkynnt hvaða leikmenn skipa úrvalslið fyrstu sjö umferðanna í Landsbankadeild kvenna. Ásta Árnadóttir úr Val var kjörin besti leikmaður fyrri helmings mótsins, Elísabet Gunnarsdóttir var kjörinn besti þjálfarinn og Valsmenn þóttu eiga bestu stuðningsmennina. Sport 28.6.2006 14:46
Freyr Bjarnason meiddur Varnarmaðurinn Freyr Bjarnason hjá FH er meiddur á hné og getur ekki leikið næstu sex vikurnar. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins, FH-ingar.net. Freyr meiddist á æfingu fyrir skömmu og ljóst að hans verður saknað úr sterkri vörn Íslandsmeistaranna, sem taka á móti Grindvíkingum í Landsbankadeildinni í kvöld. Sport 28.6.2006 14:08
Rökkvi efstur inn í milliriðil Forkeppni í B-flokki gæðinga lauk í gær á öðrum degi Landsmóts hestamanna í Skagafirði. Landsmótssigurvegarinn frá síðasta landsmóti sem haldið var á Hellu fyrir tveimur árum, Rökkvi frá Hárlaugsstöðum, sýndi kunnuglega takta og fer efstur inn í milliriðil sem riðinn verður á föstudag með einkunnina 8,76. Sport 27.6.2006 23:01
Lessa til Fylkis Hinu unga úrvalsdeildarliði Fylkis í kvennaboltanum hefur borist góður liðsstyrkur, því hin bandaríska Christiane Lessa hefur gengið í raðir félagsins frá Haukum. Lessa er 24 ára gömul. Sport 27.6.2006 23:35
Markaregn í kvöld Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld og ekki vantaði mörkin frekar en fyrri daginn. Valur valtaði yfir FH á útivelli 15-0, KR sigraði Fylki 11-0 og Keflavík sigraði Þór/KA 6-3. Sport 26.6.2006 22:03
Keflvíkingar áfram Keflvíkingar mæta norska liðinu Lilleström í næstu umferð Intertoto keppninnar í knattspyrnu eftir að gera 0-0 jafntefli við norður-írska liðið Dungannon á útivelli í dag. Keflvíkingar unnu auðveldan 4-1 sigur í fyrri leiknum og eru því komnir áfram í keppninni. Sport 24.6.2006 16:36
FH mætir TVMK Tallin Í dag var dregið í forkeppnum Evrópumótanna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar FH mæta TVMK frá Tallin frá Eistlandi í fyrstu umferð meistaradeildarinnar og mun sigurvegarinn úr þeirri viðureign svo mæta pólska liðinu Legia Varsjá. Leikirnir fara fram 12. og 19. júlí. Valsmenn og Skagamenn mæta liðum frá Danmörku í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Sport 23.6.2006 13:28
Margrét Lára skaut Keflvíkinga í kaf Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Valsstúlkur burstuðu lið Keflavíkur 7-0 og þar af skoraði markamaskínan Margrét Lára Viðarsdóttir fimm mörk. Valur er því enn í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Sport 22.6.2006 21:47
Grindvíkingar burstuðu KR Íslandsmeistarar FH bættu í forskot sitt á toppi Landsbankadeildarinnar í kvöld, þrátt fyrir að gera aðeins markalaust jafntefli við Víking á útivelli. Stærstu tíðindin í kvöld voru tvímannalaust 5-0 stórsigur Grindvíkinga á KR suður með sjó. Sport 22.6.2006 21:27
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti