Erlendar Man Utd yfir í hálfleik Manchester United er 2-0 yfir gegn döpru liði Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ryan Giggs skoraði bæði mörkin, það fyrra með glæsilegri aukaspyrnu en hið seinna eftir lipra sókn og góða sendingu frá Wayne Rooney. Ruud Van Nistelrooy er ekki í byrjunarliði United sem hefur verið miklu mun betra í leiknum og á að vera komið lengra yfir í leiknum. Sport 26.3.2006 15:47 Öruggur sigur Loeb Franski ökuþórinn Sébastien Loeb sigraði örugglega í Katalóníurallinu sem fór fram um helgina á Spáni. Loeb ekur Citroën Xsara fyrir Kronos-liðið en hann endaði 48,2 sekúndum á undan Spánverjanum Dani Sordo, sem einnig ekur um á Citroën Xsara. Í þriðja sæti varð Finninn Marcus Grönholm á Ford Focus, 1,45 mínútum á eftir Loeb. Sport 26.3.2006 15:21 Charlton vann Newcastle Charlton bar sigurorð af Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton og átti skínandi dag í hjarta varnarinnar, líkt og endranær. Sport 26.3.2006 14:34 Frábær sigur Boro á Bolton Middlesbrough vann frábæran 4-3 sigur á Bolton í stórskemmtilegum leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir tilraunir Howard Webb dómara til að vera hvað mest í sviðsljósinu var það skemmtanagildi leiksins sem stóð uppúr í lokin. Sport 26.3.2006 14:10 Allir vilja enskan landsliðseinvald Sam Allardyce stjóri Bolton telur að allir Englendingar vilji sá Englending stýra enska landsliðinu þegar Sven Göran Eriksson hættir með liðið eftir HM í sumar. Allardyce hefur verið sterklega orðaður við starfið sem hann hefur aldrei farið dult með aðdáun sinni á. Sport 26.3.2006 13:53 Vilja breyta Meistaradeildinni G-14 hópurinn, þar sem saman eru komin átján af stærstu knattspyrnuliðum heims, vilja breyta Meistaradeildinni í knattspyrnu á nýjan leik til að fá sautján leikdaga í stað þrettán eins og staðan er í dag. Sport 26.3.2006 13:33 Línurnar að skýrast í Vesturdeildinni Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Sport 26.3.2006 04:30 Góður sigur Lemgo Lemgo vann í dag mikilvægan sigur á Gummersbach á útivelli 29-27 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir heimamenn og Róbert Gunnarsson 1, en Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo, sem er nú með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn. Sport 25.3.2006 19:43 Þetta var hendi Framherjinn Didier Drogba viðurkenndi að hann hefði fengið knöttinn í höndina þegar hann skoraði annað mark Chelsea í sigrinum á Manchester City í dag, en Sylvain Distin leikmanni City var vikið af leikvelli fyrir kröftug mótmæli sín vegna atviksins. Sport 25.3.2006 19:14 Gerrard lærir af mistökunum Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard muni læra af mistökum sínum í dag þegar hann lét reka sig af velli í leiknum gegn Everton eftir aðeins 18 mínútna leik. Benitez var þó ánægður með að sínir menn skyldu ná að vinna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri lengst af. Sport 25.3.2006 19:00 Chelsea lagði Manchester City Chelsea gefur ekkert eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn og í dag lagði liðið Manchester City 2-0 á Stamford Bridge með tveimur mörkum frá Didier Drogba á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik, hið fyrra eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen. Sylvain Distin var rekinn af leikvelli í liði City á 45. mínútu. Chelsea hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða á Liverpool sem er í öðru sætinu. Sport 25.3.2006 17:15 Leik Portsmouth og Arsenal frestað Leik Portsmouth og Arsenal sem fara átti fram nú síðdegis hefur verið frestað. Mikið hefur rignt á suðurströnd Englands að undanförnu og þótti dómara leiksins Mike Riley ekki ráðlegt að spila á vellinum sem var nánast á floti. Sport 25.3.2006 17:05 Reading í úrvalsdeild Íslendingaliðið Reading tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester City á útivelli í ensku 1. deildinni. Reading hefur verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur og nú geta þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson fagnað því að vera komnir á meðal þeirra bestu á Englandi. Sport 25.3.2006 16:59 James fór á kostum í 4. leikhluta LeBron James var heldur betur í stuði í 4. leikhlutanum á leik Cleveland og Boston, en hann skoraði þá 19 af 36 stigum sínum í leiknum og tryggði Cleveland sigur 94-82. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Sport 25.3.2006 15:06 Gæti misst af Masters-mótinu Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, gæti misst af Masters-mótinu í golfi í næsta mánuði vegna veikinda föður hans sem berst við krabbamein. Woods var ekki með á æfingum fyrir Players-mótinu sem nú stendur yfir til að vera með föður sínum og útilokar ekki að draga sig í hlé á næstunni til að vera með veikum föður sínum. Sport 24.3.2006 19:24 Mourning frá í 2-4 vikur Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat verður frá keppni í tvær til fjórar vikur eftir að hann reif vöðva í kálfa í leik með liðinu á miðvikudagskvöldið. Mourning hefur verið lykilmaður í liði Miami í vetur og fyllti hann skarð Shaquille O´Neal vel þegar hann meiddist í haust. Mourning hefur skorað 7,8 stig, hirt 5,5 fráköst og varið 2,66 skot að meðaltali í leik í vetur. Sport 24.3.2006 19:15 Vill leikara í leikbönn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir einfalda lausn vera til svo bregðast megi við auknum vandamálum í kring um leikaraskap á knattspyrnuvellinum, en mörgum er í fersku minni þegar Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea fiskaði leikmann Newcastle útaf í leik á dögunum. Sport 24.3.2006 18:50 Chelsea og Liverpool leika á Old Trafford Nú hefur verið ákveðið að leikur Chelsea og Liverpool í undanúrslitum enska bikarsins muni fara fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United, laugardaginn 22. apríl en undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn í keppninni eru jafnan haldnir á hlutlausum völlum. West Ham mætir svo annað hvort Charlton eða Middlesbrough á Villa Park í Birmingham daginn eftir. Sport 24.3.2006 18:44 Defoe er ekki til sölu Eins og búast mátti við varð Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham Hotspurs, ekki sérlega ánægður með ummæli Rafa Benitez hjá Liverpool í dag, en stjórinn sagði að Lundúnaliðið væri að reyna allt sem það gæti til að selja framherja sinn Jermain Defoe. Sport 24.3.2006 17:01 Ekki í viðræðum við Notthingham Forest Umboðsmaður miðjumannsins Roy Keane hefur neitað orðrómi um að hann sé í viðræðum við gamla félagið sitt Nottingham Forest um að taka við knattspyrnustjórastöðunni þar á bæ. Sport 24.3.2006 16:08 Aðstoðarökumaður lét lífið Þýski aðstoðarökumaðurinn Jorg Basturk lét lífið í Katalóníurallinu í dag þegar hann varð fyrir öðrum keppnisbíl sem fór út af veginum á sama stað og bíll Basturk og félaga hans Aaron Burkhart. Þeir voru að skipta um dekk á bíl sínum þegar óhappið varð, en Basturk lést af meiðslum sínum um borð í þyrlu sem flutti hann á sjúkrahús. Sport 24.3.2006 16:33 Tottenham vill losna við Defoe Rafa Benitez heldur því fram að forráðamenn Tottenham séu að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að losa sig við framherjann Jermain Defoe og telur það líklegustu skýringuna á því að félagið hafi verið orðað við Djibril Cisse hjá Liverpool. Sport 24.3.2006 16:13 Kirkland frá út leiktíðina Markvörðurinn Chris Kirkland mun að öllum líkindum ekki spila meira með liði sínum West Brom á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fingurbrotnað. Þetta eru slæm tíðindi fyrir lærisveina Bryan Robson sem eru í mikilli fallbaráttu í deildinni líkt og í fyrra. Sport 24.3.2006 15:56 Enskir framherjar eru eins og hnefaleikamenn Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool stefnir óðfluga á að verða fyrsti markvörðurinn í sögu Liverpool til að halda hreinu í fleiri en 34 leikjum á einu keppnistímabili, en sá árangur hefur þrisvar náðst í sögu félagsins. Reina segir það hafa verið hálfgert áfall fyrir sig þegar hann kynntist hörkunni í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið á Spáni áður. Sport 24.3.2006 14:50 Heinze snýr hugsanlega aftur í vor Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United telur ekki loku fyrir það skotið að Argentíumaðurinn Gabriel Heinze muni koma eitthvað við sögu í síðustu leikjum liðsins á tímabilinu í vor, en að sögn Carlos Queiroz gengur varnarmanninum mjög vel í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðslin sem hann hlaut í meistaradeildinni í haust. Sport 24.3.2006 14:35 Þetta verður erfiður leikur Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að hann eigi von á mjög erfiðum leik gegn Englandsmeisturum Chelsea eftir að í ljós kom að liðin mætast í undanúrslitum enska bikarins í næsta mánuði. Sport 24.3.2006 14:28 Hættir hjá PSV í vor Orðrómur um að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga hefur nú öðlast nýtt líf þar í landi eftir að Hiddink lýsti því yfir í dag að hann yrði alveg örugglega ekki stjóri hollenska liðsins PSV Eindhoven á næsta ári. Sport 24.3.2006 13:27 Chelsea og Liverpool mætast Nú er búið að draga um hvaða lið mætast í undanúrslitum enska bikarsins. Chelsea og Liverpool mætast annarsvegar og þá leikur annað hvort Middlesbrough eða Charlton við West Ham. Leikirnir fara fram helgina 22-23. apríl nk. Sport 24.3.2006 13:23 Stytta af Karl Malone afhjúpuð í Salt Lake City Sérstök athöfn var haldin fyrir leik Utah Jazz og Washington Wizards í nótt til að heiðra Karl Malone sem lék með liði Utah í 18 af þeim 19 árum sem hann spilaði í NBA deildinni á ferlinum. Treyja Malone var hengd upp í rjáfur í Delta Center og stytta úr bronsi afhjúpuð af honum fyrir utan höllina, við hlið styttunnar sem fyrir skömmu var afhjúpuð af félaga hans John Stockton. Sport 24.3.2006 13:01 Stoudemire sneri aftur Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Sport 24.3.2006 12:14 « ‹ 190 191 192 193 194 195 196 197 198 … 264 ›
Man Utd yfir í hálfleik Manchester United er 2-0 yfir gegn döpru liði Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Ryan Giggs skoraði bæði mörkin, það fyrra með glæsilegri aukaspyrnu en hið seinna eftir lipra sókn og góða sendingu frá Wayne Rooney. Ruud Van Nistelrooy er ekki í byrjunarliði United sem hefur verið miklu mun betra í leiknum og á að vera komið lengra yfir í leiknum. Sport 26.3.2006 15:47
Öruggur sigur Loeb Franski ökuþórinn Sébastien Loeb sigraði örugglega í Katalóníurallinu sem fór fram um helgina á Spáni. Loeb ekur Citroën Xsara fyrir Kronos-liðið en hann endaði 48,2 sekúndum á undan Spánverjanum Dani Sordo, sem einnig ekur um á Citroën Xsara. Í þriðja sæti varð Finninn Marcus Grönholm á Ford Focus, 1,45 mínútum á eftir Loeb. Sport 26.3.2006 15:21
Charlton vann Newcastle Charlton bar sigurorð af Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hermann Hreiðarsson lék allan leikinn fyrir Charlton og átti skínandi dag í hjarta varnarinnar, líkt og endranær. Sport 26.3.2006 14:34
Frábær sigur Boro á Bolton Middlesbrough vann frábæran 4-3 sigur á Bolton í stórskemmtilegum leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þrátt fyrir tilraunir Howard Webb dómara til að vera hvað mest í sviðsljósinu var það skemmtanagildi leiksins sem stóð uppúr í lokin. Sport 26.3.2006 14:10
Allir vilja enskan landsliðseinvald Sam Allardyce stjóri Bolton telur að allir Englendingar vilji sá Englending stýra enska landsliðinu þegar Sven Göran Eriksson hættir með liðið eftir HM í sumar. Allardyce hefur verið sterklega orðaður við starfið sem hann hefur aldrei farið dult með aðdáun sinni á. Sport 26.3.2006 13:53
Vilja breyta Meistaradeildinni G-14 hópurinn, þar sem saman eru komin átján af stærstu knattspyrnuliðum heims, vilja breyta Meistaradeildinni í knattspyrnu á nýjan leik til að fá sautján leikdaga í stað þrettán eins og staðan er í dag. Sport 26.3.2006 13:33
Línurnar að skýrast í Vesturdeildinni Fjórir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Línur eru teknar að skýrast fyrir úrslitakeppnina í Vesturdeildinni, en Sacramento vann mjög mikilvægan útisigur á Utah Jazz 91-89 í beinni útsendingu á NBA TV í nótt og tók þar með stórt skref í að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Sport 26.3.2006 04:30
Góður sigur Lemgo Lemgo vann í dag mikilvægan sigur á Gummersbach á útivelli 29-27 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir heimamenn og Róbert Gunnarsson 1, en Logi Geirsson skoraði 4 mörk fyrir Lemgo, sem er nú með pálmann í höndunum fyrir síðari leikinn. Sport 25.3.2006 19:43
Þetta var hendi Framherjinn Didier Drogba viðurkenndi að hann hefði fengið knöttinn í höndina þegar hann skoraði annað mark Chelsea í sigrinum á Manchester City í dag, en Sylvain Distin leikmanni City var vikið af leikvelli fyrir kröftug mótmæli sín vegna atviksins. Sport 25.3.2006 19:14
Gerrard lærir af mistökunum Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að Steven Gerrard muni læra af mistökum sínum í dag þegar hann lét reka sig af velli í leiknum gegn Everton eftir aðeins 18 mínútna leik. Benitez var þó ánægður með að sínir menn skyldu ná að vinna leikinn þrátt fyrir að vera manni færri lengst af. Sport 25.3.2006 19:00
Chelsea lagði Manchester City Chelsea gefur ekkert eftir í baráttunni um enska meistaratitilinn og í dag lagði liðið Manchester City 2-0 á Stamford Bridge með tveimur mörkum frá Didier Drogba á þriggja mínútna kafla í fyrri hálfleik, hið fyrra eftir sendingu Eiðs Smára Guðjohnsen. Sylvain Distin var rekinn af leikvelli í liði City á 45. mínútu. Chelsea hefur nú 14 stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða á Liverpool sem er í öðru sætinu. Sport 25.3.2006 17:15
Leik Portsmouth og Arsenal frestað Leik Portsmouth og Arsenal sem fara átti fram nú síðdegis hefur verið frestað. Mikið hefur rignt á suðurströnd Englands að undanförnu og þótti dómara leiksins Mike Riley ekki ráðlegt að spila á vellinum sem var nánast á floti. Sport 25.3.2006 17:05
Reading í úrvalsdeild Íslendingaliðið Reading tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni að ári þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Leicester City á útivelli í ensku 1. deildinni. Reading hefur verið í nokkrum sérflokki í deildinni í vetur og nú geta þeir Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson fagnað því að vera komnir á meðal þeirra bestu á Englandi. Sport 25.3.2006 16:59
James fór á kostum í 4. leikhluta LeBron James var heldur betur í stuði í 4. leikhlutanum á leik Cleveland og Boston, en hann skoraði þá 19 af 36 stigum sínum í leiknum og tryggði Cleveland sigur 94-82. Paul Pierce var stigahæstur í liði Boston með 24 stig. Sport 25.3.2006 15:06
Gæti misst af Masters-mótinu Stigahæsti kylfingur heims, Tiger Woods, gæti misst af Masters-mótinu í golfi í næsta mánuði vegna veikinda föður hans sem berst við krabbamein. Woods var ekki með á æfingum fyrir Players-mótinu sem nú stendur yfir til að vera með föður sínum og útilokar ekki að draga sig í hlé á næstunni til að vera með veikum föður sínum. Sport 24.3.2006 19:24
Mourning frá í 2-4 vikur Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat verður frá keppni í tvær til fjórar vikur eftir að hann reif vöðva í kálfa í leik með liðinu á miðvikudagskvöldið. Mourning hefur verið lykilmaður í liði Miami í vetur og fyllti hann skarð Shaquille O´Neal vel þegar hann meiddist í haust. Mourning hefur skorað 7,8 stig, hirt 5,5 fráköst og varið 2,66 skot að meðaltali í leik í vetur. Sport 24.3.2006 19:15
Vill leikara í leikbönn Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir einfalda lausn vera til svo bregðast megi við auknum vandamálum í kring um leikaraskap á knattspyrnuvellinum, en mörgum er í fersku minni þegar Shaun Wright-Phillips hjá Chelsea fiskaði leikmann Newcastle útaf í leik á dögunum. Sport 24.3.2006 18:50
Chelsea og Liverpool leika á Old Trafford Nú hefur verið ákveðið að leikur Chelsea og Liverpool í undanúrslitum enska bikarsins muni fara fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United, laugardaginn 22. apríl en undanúrslitaleikirnir og úrslitaleikurinn í keppninni eru jafnan haldnir á hlutlausum völlum. West Ham mætir svo annað hvort Charlton eða Middlesbrough á Villa Park í Birmingham daginn eftir. Sport 24.3.2006 18:44
Defoe er ekki til sölu Eins og búast mátti við varð Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham Hotspurs, ekki sérlega ánægður með ummæli Rafa Benitez hjá Liverpool í dag, en stjórinn sagði að Lundúnaliðið væri að reyna allt sem það gæti til að selja framherja sinn Jermain Defoe. Sport 24.3.2006 17:01
Ekki í viðræðum við Notthingham Forest Umboðsmaður miðjumannsins Roy Keane hefur neitað orðrómi um að hann sé í viðræðum við gamla félagið sitt Nottingham Forest um að taka við knattspyrnustjórastöðunni þar á bæ. Sport 24.3.2006 16:08
Aðstoðarökumaður lét lífið Þýski aðstoðarökumaðurinn Jorg Basturk lét lífið í Katalóníurallinu í dag þegar hann varð fyrir öðrum keppnisbíl sem fór út af veginum á sama stað og bíll Basturk og félaga hans Aaron Burkhart. Þeir voru að skipta um dekk á bíl sínum þegar óhappið varð, en Basturk lést af meiðslum sínum um borð í þyrlu sem flutti hann á sjúkrahús. Sport 24.3.2006 16:33
Tottenham vill losna við Defoe Rafa Benitez heldur því fram að forráðamenn Tottenham séu að reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að losa sig við framherjann Jermain Defoe og telur það líklegustu skýringuna á því að félagið hafi verið orðað við Djibril Cisse hjá Liverpool. Sport 24.3.2006 16:13
Kirkland frá út leiktíðina Markvörðurinn Chris Kirkland mun að öllum líkindum ekki spila meira með liði sínum West Brom á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa fingurbrotnað. Þetta eru slæm tíðindi fyrir lærisveina Bryan Robson sem eru í mikilli fallbaráttu í deildinni líkt og í fyrra. Sport 24.3.2006 15:56
Enskir framherjar eru eins og hnefaleikamenn Spænski markvörðurinn Jose Reina hjá Liverpool stefnir óðfluga á að verða fyrsti markvörðurinn í sögu Liverpool til að halda hreinu í fleiri en 34 leikjum á einu keppnistímabili, en sá árangur hefur þrisvar náðst í sögu félagsins. Reina segir það hafa verið hálfgert áfall fyrir sig þegar hann kynntist hörkunni í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa leikið á Spáni áður. Sport 24.3.2006 14:50
Heinze snýr hugsanlega aftur í vor Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United telur ekki loku fyrir það skotið að Argentíumaðurinn Gabriel Heinze muni koma eitthvað við sögu í síðustu leikjum liðsins á tímabilinu í vor, en að sögn Carlos Queiroz gengur varnarmanninum mjög vel í endurhæfingu sinni eftir hnémeiðslin sem hann hlaut í meistaradeildinni í haust. Sport 24.3.2006 14:35
Þetta verður erfiður leikur Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að hann eigi von á mjög erfiðum leik gegn Englandsmeisturum Chelsea eftir að í ljós kom að liðin mætast í undanúrslitum enska bikarins í næsta mánuði. Sport 24.3.2006 14:28
Hættir hjá PSV í vor Orðrómur um að hollenski þjálfarinn Guus Hiddink verði næsti landsliðsþjálfari Englendinga hefur nú öðlast nýtt líf þar í landi eftir að Hiddink lýsti því yfir í dag að hann yrði alveg örugglega ekki stjóri hollenska liðsins PSV Eindhoven á næsta ári. Sport 24.3.2006 13:27
Chelsea og Liverpool mætast Nú er búið að draga um hvaða lið mætast í undanúrslitum enska bikarsins. Chelsea og Liverpool mætast annarsvegar og þá leikur annað hvort Middlesbrough eða Charlton við West Ham. Leikirnir fara fram helgina 22-23. apríl nk. Sport 24.3.2006 13:23
Stytta af Karl Malone afhjúpuð í Salt Lake City Sérstök athöfn var haldin fyrir leik Utah Jazz og Washington Wizards í nótt til að heiðra Karl Malone sem lék með liði Utah í 18 af þeim 19 árum sem hann spilaði í NBA deildinni á ferlinum. Treyja Malone var hengd upp í rjáfur í Delta Center og stytta úr bronsi afhjúpuð af honum fyrir utan höllina, við hlið styttunnar sem fyrir skömmu var afhjúpuð af félaga hans John Stockton. Sport 24.3.2006 13:01
Stoudemire sneri aftur Framherjinn Amare Stoudemire sneri aftur til leiks með liði Phoenix Suns í nótt þegar það burstaði Portland 125-108. Stoudemire náði sér vel á strik í fyrsta leik sínum í langan tíma, skoraði 20 stig og hirti 9 fráköst og á eflaust eftir að styrkja lið sitt gríðarlega á lokasprettinum í vor. Viktor Khryapa skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst fyrir Portland. Sport 24.3.2006 12:14
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent