Erlendar Allir verkamenn sendir heim Nú er útlit fyrir að enn frekari tafir verði á byggingu nýja Wembley-leikvangsins í London, eftir að allir verkamenn á svæðinu voru sendir heim í dag. Ástæðan er sú að verkamenn á svæðinu heyrðu háværan hvell þegar þeir voru við störf og er óttast að hluti af þaki byggingarinnar hafi pompað niður um næstum einn metra. Sport 20.3.2006 16:05 Dómarinn lét leikmenn hafa áhrif á sig Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill meina að dómarinn hafi látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína í leik liðanna um helgina, þegar hann dæmdi mark af Didier Drogba. Markið reyndist réttilega ólöglegt, en Mourinho telur að það hefði fengið að standa ef ekki hefði verið fyrir kröftug mótmæli leikmanna Fulham. Sport 20.3.2006 15:58 Pires ekki í viðræðum við Rangers Umboðsmaður franska miðjumannsins Robert Pires hjá Arsenal segir að leikmaðurinn sé ekki í viðræðum við nein önnur félög um nýjan samning, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Pires ætti í viðræðum við skoska liðið Glasgow Rangers. Sport 20.3.2006 15:54 Fyrsti sigur Nets á Dallas í sex ár Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn fyrsta sigur á Dallas í heil sex ár þegar liðin áttust við í New Jersey og fóru leikar 100-89 fyrir heimamenn. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir Nets, en Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas. Sport 20.3.2006 15:20 Ólæti á Craven Cottage Fulham má búast við eftirmála í kjölfar leiksins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld vegna óláta sem urðu að leik loknum á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Sport 19.3.2006 22:24 "Dómarinn lét Fulham hafa áhrif á sig" Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Sport 19.3.2006 20:14 Scolari ræddi við Englendinga Enska knattspyrnusambandið fundaði fyrir helgi með landsliðsþjálfara Portúgala, Luiz Felipe Scolari, um stöðu landsliðsþjálfara enska landsliðsins. Þessu halda fjölmargir enskir fjölmiðlar fram í dag en enska sambandið leitar nú logandi ljósi að eftirmanni Sven-Göran Eriksson sem hættir með liðið eftir HM í Þýskalandi í sumar. Sport 19.3.2006 19:10 Fulham vann Chelsea Fulham náði með elju og mikilli fyrirhöfn að landa 1-0 heimasigri á Englandsmeisturum Chelsea nú undir kvöldið með marki Luis Boa Morte á 17. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea en Heiðar Helguson sat á varamannabekk Fulham og kom inn á þegar 70 mínútur voru liðnar af leiknum. Sport 19.3.2006 17:56 Fulham yfir gegn Chelsea í hálfleik Fulham er yfir í hálfleik, 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea með marki Luis Boa Morte á 17. mínútu en leikurinn hófst kl. 16. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea en Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea trompaðist á hliðarlínunni eftir að Fulham komst yfir og gerði tvær breytingar á liði sínu strax á 26. mínútu og þriðju breytinguna í hálfleik. Sport 19.3.2006 17:02 Udinese átti ekki séns í AC Milan Andriy Shevchenko skoraði 18. markið sitt í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að skora tvö mörk þegar AC Milan tók Udinese í kennslustund með 4-0 útisigri. Inter Milan er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum eftir 3-1 sigur á Lazio í dag þar sem Alvaro Recoba skoraði tvívegis. Sport 19.3.2006 16:52 Alkmaar í 2. sætið Grétar Rafn Steinsson lék síðustu 20 mínúturnar með liði AZ Alkmaar sem komst í dag í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að sigra Feyenoord 1-0. Leikurinn var afar fjörugur og fóru bæði lið með fjölda færa forgörðum en úrslitin þýða að liðin höfðu sætaskipti í deildinni. Arnar Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Twente sem gerði 1-1 jafntefli við botnlið Roosendaal. Sport 19.3.2006 16:38 Eiður ekki í hópnum gegn Fulham Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikurinn hefst kl. 16. Athygli vekur að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki svo mikið sem í leikmannahópi Chelsea í dag en ekki er vitað til þess að nein meiðsli væru að hrjá íslenska landsliðsfyrirliðann fyrir leikinn. Sport 19.3.2006 15:55 Öruggur sigur Liverpool á Newcastle Liverpool vann öruggan útisigur á Newcastle, 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Peter Crouch, Steven Gerrard og Djibril Cisse skoruðu mörk Liverpool sem er í 3. sætil deildarinnar með 61 stig, tveimur stigum á eftir Man Utd sem á tvo leiki til góða. Sport 19.3.2006 15:39 Rokklag um fótboltamann slær í gegn á Englandi Eitt vinsælasta rokklagið í Bretlandi þessa dagana fjallar um sóknarmann enska 2. deildarliðsins Brentford, Lloyd Owusu. Þannig er í pottinn búið að bassaleikari hinnar ævafornu rokksveitar Status Quo, John 'Rhino' Edwards, er mikill stuðningsmaður Brentford sem leikur í C-deildinni í knattspyrnu á Englandi. Sport 19.3.2006 15:15 Eto'o ekki falur fyrir neina fjárhæð Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segir að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o sé ekki falur, sama hvaða fjárhæð verði boðin í leikmanninn. Sögusagnir herma að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í leikmanninn þegar liðin mættust í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum. Sport 19.3.2006 14:35 Ástrali kominn með 4 högga forystu Ástralinn Rod Pampling er með fjögurra högga forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandaríksku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Frábærar aðstæður voru á Bay Hill vellinum í gær en mótið er eitt það sterkasta á bandarísku mótaröðinni. Sport 19.3.2006 13:23 Óvenju lágt skor Wade dugði Miami til sigurs Leikur Dwyane Wade og Shaquille O'Neal hjá Miami Heat einkenndist af miklum villuvandræðum þegar lið þeirra marði eins stigs sigur á Chicago Bulls, 85-84 í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Sport 19.3.2006 13:02 Óli Stef með fjögur í sigri Ciudad Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real sem vann fimm marka sigur á Valladolid, 34-29 í spænska handboltanum í gærkvöldi. Ciudad er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Sport 19.3.2006 12:27 Guðjón Valur raðar inn mörkunum Guðjón Valur Sigurðsson var maður leiksins og skoraði 13 mörk eða um helming marka sinna manna þegar lið hans Gummersbach marði eins marks sigur á Kronau/Östringen, 27-26 í þýsku Bundesligunni í handbolta í gærkvöldi. Guðjón er langmarkahæsti leikmaðurinn í deildinni með 197 mörk. Sport 19.3.2006 12:21 Trezeguet með tvö mörk fyrir Juventus David Trezeguet skoraði tvívegis fyrir Juventus í kvöld þegar liðið sigraði Livorno 1-3 á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Alessandro Del Piero gulltryggði sigur Juve á lokasekúndum leiksins eftir að Trezeguet hafði komið gestunum tvisvar yfir í leiknum. Í hinum leik kvöldsins á Ítalíu vann Cagliari 1-2 útisigur á botnliði Treviso. Sport 18.3.2006 21:50 Barcelona jók forystuna á toppnum Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld og að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe. Sport 18.3.2006 21:33 Wenger: Við verðum betri með hverjum leik Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. Sport 18.3.2006 20:29 Tottenham endurheimti fjórða sætið Tottenham endurheimti fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með 2-0 útisigri á Birmingham. Aaron Lennon og Robbie Keane skoruðu mörk Spurs með 12 mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik. Tottenham hefur því sætaskipti við Arsenal sem vermdi fjórða sætið í nokkrar klukkutstundir eftir 3-0 sigur á Charlton fyrr í dag. Sport 18.3.2006 19:33 Hörður skoraði tvö mörk gegn Brøndby Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson hefur heldur betur stimplað sig inn í danska fótboltann en hann skoraði bæði mörk Silkeborg í 2-0 sigri á danska stórveldinu Brøndby í dag. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik. "Þetta er frábært. Að skora tvö mörk á móti Brøndby er alveg frábært." sagði Hörður eftir leikinn. Fótbolti 18.3.2006 18:51 Leeds jafnaði í blálokin Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með liði Leicester sem vann Millwall, 1-0 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Wolves. Ívar lék allan leikinn en Brynjari var skipt út af á 76. mínútu. Hannes Sigurðsson lék síðustu 10 mínúturnar með Stoke sem lagði Burnley 1-0 og Gylfi Einarsson kom ekkert við sögu hjá Leeds sem gerði 1-1 jafntefli við Coventry. Sport 18.3.2006 17:42 Arsenal komið í 4. sæti Arsenal náði í dag að tylla sér í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-0 sigri á Charlton. Louis Saha var hetja Manchester United og skoraði bæði mörk liðsins í 1-2 útisgri á W.B.A. en Man Utd er í 2. sæti með 63 stig, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea. Sport 18.3.2006 17:18 Hætti með liðið vegna söknuðar Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari brasilíska liðsins Atletico Paranaense, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann tók starfið að sér. Þetta kom fram í þýska dagblaðinu Bild í dag en þar segir Matthäus að hann hafi tilkynnt félaginu þetta í gærmorgun, þrátt fyrir frábært gengi með liðið. Sport 18.3.2006 16:37 Glover efstur, 7 höggum á undan Tiger Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover er með eins höggs forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir tvo keppnisdaga. Bay Hill mótið er eitt það sterkasta í bandarísku mótaröðinni. Völlurinn er mjög erfiður og níu vatnstorfærur eru á holunum átján. Sport 18.3.2006 15:53 Dagný í 38. sæti en Björgvin úr leik Dagný Linda Kristjánsdóttir varð í 38. sæti á Evrópubikarmótinu í risasvigi í Austurríki í morgun. Hún varð 2.24 sek. á eftir sigurvegaranum Tina Weirather frá Liechtenstein. Þá féll Björgvin Björgvinsson úr keppni í fyrri ferð í svigi. Sport 18.3.2006 15:36 Gylfi á bekknum hjá Leeds Gylfi Einarsson er á varamannabekk Leeds Utd sem heimsækir Coventry í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Gylfi hefur ekki verið í hópnum undanfarið en hann hefur verið lengi að jafna sig eftir meiðsli. Jóhannes Karl Guðjónsson er að vanda í byrjunarliði Leicester sem er í heimsókn hjá Millwall en Hannes Sigurðsson er í bekknum hjá Stoke sem tekur á móti Burnley. Þá eru Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson báðir í byrjunarliði Reading sem mætir Wolves. Sport 18.3.2006 15:26 « ‹ 193 194 195 196 197 198 199 200 201 … 264 ›
Allir verkamenn sendir heim Nú er útlit fyrir að enn frekari tafir verði á byggingu nýja Wembley-leikvangsins í London, eftir að allir verkamenn á svæðinu voru sendir heim í dag. Ástæðan er sú að verkamenn á svæðinu heyrðu háværan hvell þegar þeir voru við störf og er óttast að hluti af þaki byggingarinnar hafi pompað niður um næstum einn metra. Sport 20.3.2006 16:05
Dómarinn lét leikmenn hafa áhrif á sig Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill meina að dómarinn hafi látið leikmenn Fulham hafa áhrif á ákvörðun sína í leik liðanna um helgina, þegar hann dæmdi mark af Didier Drogba. Markið reyndist réttilega ólöglegt, en Mourinho telur að það hefði fengið að standa ef ekki hefði verið fyrir kröftug mótmæli leikmanna Fulham. Sport 20.3.2006 15:58
Pires ekki í viðræðum við Rangers Umboðsmaður franska miðjumannsins Robert Pires hjá Arsenal segir að leikmaðurinn sé ekki í viðræðum við nein önnur félög um nýjan samning, en breskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að Pires ætti í viðræðum við skoska liðið Glasgow Rangers. Sport 20.3.2006 15:54
Fyrsti sigur Nets á Dallas í sex ár Lið New Jersey Nets vann í nótt sinn fyrsta sigur á Dallas í heil sex ár þegar liðin áttust við í New Jersey og fóru leikar 100-89 fyrir heimamenn. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir Nets, en Dirk Nowitzki skoraði 37 stig fyrir Dallas. Sport 20.3.2006 15:20
Ólæti á Craven Cottage Fulham má búast við eftirmála í kjölfar leiksins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld vegna óláta sem urðu að leik loknum á Craven Cottage, heimavelli Fulham. Sport 19.3.2006 22:24
"Dómarinn lét Fulham hafa áhrif á sig" Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var að vonum niðurlútur eftir að hans menn töpuðu óvænt fyrir Fulham í ensku úrvalsdeildinni nú undir kvöldið. Lokatölur urðu 1-0 í vestur Lundúnaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Mourinho gerði þó minna af því en venjulega eftir tapleik að skella skuldinni á aðra en sig sjálfan eða sína leikmenn. Sport 19.3.2006 20:14
Scolari ræddi við Englendinga Enska knattspyrnusambandið fundaði fyrir helgi með landsliðsþjálfara Portúgala, Luiz Felipe Scolari, um stöðu landsliðsþjálfara enska landsliðsins. Þessu halda fjölmargir enskir fjölmiðlar fram í dag en enska sambandið leitar nú logandi ljósi að eftirmanni Sven-Göran Eriksson sem hættir með liðið eftir HM í Þýskalandi í sumar. Sport 19.3.2006 19:10
Fulham vann Chelsea Fulham náði með elju og mikilli fyrirhöfn að landa 1-0 heimasigri á Englandsmeisturum Chelsea nú undir kvöldið með marki Luis Boa Morte á 17. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Chelsea en Heiðar Helguson sat á varamannabekk Fulham og kom inn á þegar 70 mínútur voru liðnar af leiknum. Sport 19.3.2006 17:56
Fulham yfir gegn Chelsea í hálfleik Fulham er yfir í hálfleik, 1-0 gegn Englandsmeisturum Chelsea með marki Luis Boa Morte á 17. mínútu en leikurinn hófst kl. 16. Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í leikmannahópi Chelsea en Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham. Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea trompaðist á hliðarlínunni eftir að Fulham komst yfir og gerði tvær breytingar á liði sínu strax á 26. mínútu og þriðju breytinguna í hálfleik. Sport 19.3.2006 17:02
Udinese átti ekki séns í AC Milan Andriy Shevchenko skoraði 18. markið sitt í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að skora tvö mörk þegar AC Milan tók Udinese í kennslustund með 4-0 útisigri. Inter Milan er tveimur stigum á eftir nágrönnum sínum eftir 3-1 sigur á Lazio í dag þar sem Alvaro Recoba skoraði tvívegis. Sport 19.3.2006 16:52
Alkmaar í 2. sætið Grétar Rafn Steinsson lék síðustu 20 mínúturnar með liði AZ Alkmaar sem komst í dag í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með því að sigra Feyenoord 1-0. Leikurinn var afar fjörugur og fóru bæði lið með fjölda færa forgörðum en úrslitin þýða að liðin höfðu sætaskipti í deildinni. Arnar Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Twente sem gerði 1-1 jafntefli við botnlið Roosendaal. Sport 19.3.2006 16:38
Eiður ekki í hópnum gegn Fulham Heiðar Helguson er á varamannabekk Fulham sem tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en leikurinn hefst kl. 16. Athygli vekur að Eiður Smári Guðjohnsen er ekki svo mikið sem í leikmannahópi Chelsea í dag en ekki er vitað til þess að nein meiðsli væru að hrjá íslenska landsliðsfyrirliðann fyrir leikinn. Sport 19.3.2006 15:55
Öruggur sigur Liverpool á Newcastle Liverpool vann öruggan útisigur á Newcastle, 3-1 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Peter Crouch, Steven Gerrard og Djibril Cisse skoruðu mörk Liverpool sem er í 3. sætil deildarinnar með 61 stig, tveimur stigum á eftir Man Utd sem á tvo leiki til góða. Sport 19.3.2006 15:39
Rokklag um fótboltamann slær í gegn á Englandi Eitt vinsælasta rokklagið í Bretlandi þessa dagana fjallar um sóknarmann enska 2. deildarliðsins Brentford, Lloyd Owusu. Þannig er í pottinn búið að bassaleikari hinnar ævafornu rokksveitar Status Quo, John 'Rhino' Edwards, er mikill stuðningsmaður Brentford sem leikur í C-deildinni í knattspyrnu á Englandi. Sport 19.3.2006 15:15
Eto'o ekki falur fyrir neina fjárhæð Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona segir að kamerúnski sóknarmaðurinn Samuel Eto'o sé ekki falur, sama hvaða fjárhæð verði boðin í leikmanninn. Sögusagnir herma að Chelsea hafi boðið 50 milljónir punda í leikmanninn þegar liðin mættust í Meistaradeildinni fyrr í mánuðinum. Sport 19.3.2006 14:35
Ástrali kominn með 4 högga forystu Ástralinn Rod Pampling er með fjögurra högga forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandaríksku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Frábærar aðstæður voru á Bay Hill vellinum í gær en mótið er eitt það sterkasta á bandarísku mótaröðinni. Sport 19.3.2006 13:23
Óvenju lágt skor Wade dugði Miami til sigurs Leikur Dwyane Wade og Shaquille O'Neal hjá Miami Heat einkenndist af miklum villuvandræðum þegar lið þeirra marði eins stigs sigur á Chicago Bulls, 85-84 í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Sport 19.3.2006 13:02
Óli Stef með fjögur í sigri Ciudad Ólafur Stefánsson skoraði 4 mörk fyrir Ciudad Real sem vann fimm marka sigur á Valladolid, 34-29 í spænska handboltanum í gærkvöldi. Ciudad er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona. Sport 19.3.2006 12:27
Guðjón Valur raðar inn mörkunum Guðjón Valur Sigurðsson var maður leiksins og skoraði 13 mörk eða um helming marka sinna manna þegar lið hans Gummersbach marði eins marks sigur á Kronau/Östringen, 27-26 í þýsku Bundesligunni í handbolta í gærkvöldi. Guðjón er langmarkahæsti leikmaðurinn í deildinni með 197 mörk. Sport 19.3.2006 12:21
Trezeguet með tvö mörk fyrir Juventus David Trezeguet skoraði tvívegis fyrir Juventus í kvöld þegar liðið sigraði Livorno 1-3 á útivelli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Alessandro Del Piero gulltryggði sigur Juve á lokasekúndum leiksins eftir að Trezeguet hafði komið gestunum tvisvar yfir í leiknum. Í hinum leik kvöldsins á Ítalíu vann Cagliari 1-2 útisigur á botnliði Treviso. Sport 18.3.2006 21:50
Barcelona jók forystuna á toppnum Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld með 2-0 sigri á Real Sociedad. Henrik Larsson skoraði fyrra mark Barca á 8. mínútu og Samuel Eto'o hið síðara á 51. mínútu. Diego Forlan skoraði sigurmark Villareal sem lagði Atlético Madrid 1-0 í deildinni í kvöld og að lokum vann Deportivo La Coruña 2-3 útisigur á Getafe. Sport 18.3.2006 21:33
Wenger: Við verðum betri með hverjum leik Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal telur nú að lið sitt sé loksins að sýna batamerki eftir að hafa staðið langt undir væntingum það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arsenal tók Charlton í bakaríið í dag, 3-0 og hefur nú unnið 3 leiki í röð. Sport 18.3.2006 20:29
Tottenham endurheimti fjórða sætið Tottenham endurheimti fjórða sætið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld með 2-0 útisigri á Birmingham. Aaron Lennon og Robbie Keane skoruðu mörk Spurs með 12 mínútna millibili um miðjan síðari hálfleik. Tottenham hefur því sætaskipti við Arsenal sem vermdi fjórða sætið í nokkrar klukkutstundir eftir 3-0 sigur á Charlton fyrr í dag. Sport 18.3.2006 19:33
Hörður skoraði tvö mörk gegn Brøndby Keflvíkingurinn Hörður Sveinsson hefur heldur betur stimplað sig inn í danska fótboltann en hann skoraði bæði mörk Silkeborg í 2-0 sigri á danska stórveldinu Brøndby í dag. Mörkin komu bæði í fyrri hálfleik. "Þetta er frábært. Að skora tvö mörk á móti Brøndby er alveg frábært." sagði Hörður eftir leikinn. Fótbolti 18.3.2006 18:51
Leeds jafnaði í blálokin Jóhannes Karl Guðjónsson lék allan leikinn með liði Leicester sem vann Millwall, 1-0 í ensku 1. deildinni í knattspyrnu í dag. Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði Reading sem gerði 1-1 jafntefli við Wolves. Ívar lék allan leikinn en Brynjari var skipt út af á 76. mínútu. Hannes Sigurðsson lék síðustu 10 mínúturnar með Stoke sem lagði Burnley 1-0 og Gylfi Einarsson kom ekkert við sögu hjá Leeds sem gerði 1-1 jafntefli við Coventry. Sport 18.3.2006 17:42
Arsenal komið í 4. sæti Arsenal náði í dag að tylla sér í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-0 sigri á Charlton. Louis Saha var hetja Manchester United og skoraði bæði mörk liðsins í 1-2 útisgri á W.B.A. en Man Utd er í 2. sæti með 63 stig, 12 stigum á eftir toppliði Chelsea. Sport 18.3.2006 17:18
Hætti með liðið vegna söknuðar Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthäus hefur sagt starfi sínu lausu sem þjálfari brasilíska liðsins Atletico Paranaense, aðeins tveimur mánuðum eftir að hann tók starfið að sér. Þetta kom fram í þýska dagblaðinu Bild í dag en þar segir Matthäus að hann hafi tilkynnt félaginu þetta í gærmorgun, þrátt fyrir frábært gengi með liðið. Sport 18.3.2006 16:37
Glover efstur, 7 höggum á undan Tiger Bandaríkjamaðurinn Lucas Glover er með eins höggs forystu á Bay Hill boðsmótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi eftir tvo keppnisdaga. Bay Hill mótið er eitt það sterkasta í bandarísku mótaröðinni. Völlurinn er mjög erfiður og níu vatnstorfærur eru á holunum átján. Sport 18.3.2006 15:53
Dagný í 38. sæti en Björgvin úr leik Dagný Linda Kristjánsdóttir varð í 38. sæti á Evrópubikarmótinu í risasvigi í Austurríki í morgun. Hún varð 2.24 sek. á eftir sigurvegaranum Tina Weirather frá Liechtenstein. Þá féll Björgvin Björgvinsson úr keppni í fyrri ferð í svigi. Sport 18.3.2006 15:36
Gylfi á bekknum hjá Leeds Gylfi Einarsson er á varamannabekk Leeds Utd sem heimsækir Coventry í ensku 1. deildinni í fótbolta í dag. Gylfi hefur ekki verið í hópnum undanfarið en hann hefur verið lengi að jafna sig eftir meiðsli. Jóhannes Karl Guðjónsson er að vanda í byrjunarliði Leicester sem er í heimsókn hjá Millwall en Hannes Sigurðsson er í bekknum hjá Stoke sem tekur á móti Burnley. Þá eru Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson báðir í byrjunarliði Reading sem mætir Wolves. Sport 18.3.2006 15:26
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent