Kvöldfréttir

Fréttamynd

Brennu­vargur gengur laus, stórfjölgun krabba­meina og í beinni frá Köben

Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum.

Innlent
Fréttamynd

Löng bið eftir að nauðgari hefji af­plánun og betlmenning

Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni.

Innlent
Fréttamynd

Tjáir sig um brott­vísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel

Í kvöldfréttum Sýnar ræðum við við fyrrverandi vararíkissaksóknara, sem segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Kourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar og fagnar því að Kourani verði vísað úr landi. Hann óttast að hann muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins þrátt fyrir endurkomubann.

Innlent
Fréttamynd

Farið yfir Vítis­englamálið og dróna­varnir á Ís­landi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

ÁTVR stór­græði á mis­notuðu kerfi og lög­reglu­stöð í Breið­holti

Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali.

Innlent
Fréttamynd

Stefán Einar og Sig­mar ræða skautun í kjöl­far voðaverks

Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins.

Innlent
Fréttamynd

Ein­beittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfs­víga

Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni.

Innlent
Fréttamynd

For­seti biðlar til þing­manna og ó­lík­leg þátt­taka í Euro­vision

Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um fjár­lög, lykkjumálið og al­eigan í rafmynt

Fjármálaráðherra segir óásættanlegt að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðarinnar. Í kvöldfréttum Sýnar verður rýnt í fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á stuðla að vaxtalækkun. Þá mæta þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins í myndver og takast á um málið.

Innlent
Fréttamynd

Of­sótt af eltihrelli sem enn gengur laus

Kona sem hefur verið ofsótt af eltihrelli í á annan áratug furðar sig á að hann gangi laus þrátt fyrir að hafa hlotið dóm og brotið gegn skilorði. Hún er ráðþrota í málinu. Við ræðum við hana í kvöldfréttunum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína

Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sýknukrafa, kreppu­á­stand og hótel í fjalli

Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Sprengjuregn, svikin lof­orð, og vel heppnuð hárígræðsla

Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana.

Innlent
Fréttamynd

Kári Stefáns­son í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt

Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu.

Innlent
Fréttamynd

Ekkjan, fjársvikahrina og ferða­menn sem hunsa lokanir

Aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða var fram haldið í dag og ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar var meðal þeirra sem gaf skýrslu fyrir dómi. Hún lýsti kvöldinu þegar hann var numinn á brott við heimili sitt, frelsissviptur og beittur ofbeldi. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund

Tveir sakborningar játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann með heilabilun á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Fréttamaður okkar var í dómsal og fer ítarlega yfir það sem kom þar fram í kvöldfréttum á Sýn.

Innlent