Kvöldfréttir Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum. Innlent 23.9.2025 18:01 Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni. Innlent 22.9.2025 18:02 Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Bretland, Kanada og Ástralía hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Forsætisráðherra Bretlands segir það gert til að endurvekja vonina um frið. Forsætisráðherra Ísraels segir ákvörðunina hins vegar jafngilda verðlaunum fyrir hryðjuverkamenn. Innlent 21.9.2025 18:00 Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 20.9.2025 18:00 Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sviðsstjóra hjá lögreglunni segist skilja vel að það komi illa við fólk að maður sem grunaður er um að hafa gengið inn á heimili og brotið á barni skuli ganga laus. Maðurinn var í haldi lögreglu í þrjá daga, en eftir það taldi lögregla sig ekki geta haldið manninum lengur. Innlent 19.9.2025 18:15 Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Í kvöldfréttum Sýnar ræðum við við fyrrverandi vararíkissaksóknara, sem segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Kourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar og fagnar því að Kourani verði vísað úr landi. Hann óttast að hann muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins þrátt fyrir endurkomubann. Innlent 18.9.2025 18:02 Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 17.9.2025 17:59 Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa. Innlent 16.9.2025 18:01 Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, sem segir erfitt að svara því hvort lögregla sé í stakk búin til að takast á við aukna skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 15.9.2025 18:02 Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 14.9.2025 18:01 ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 18:00 Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sérfræðing sem skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Innlent 12.9.2025 18:02 Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins. Innlent 11.9.2025 18:02 Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni. Innlent 10.9.2025 18:01 Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur. Innlent 9.9.2025 18:01 Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Fjármálaráðherra segir óásættanlegt að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðarinnar. Í kvöldfréttum Sýnar verður rýnt í fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á stuðla að vaxtalækkun. Þá mæta þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins í myndver og takast á um málið. Innlent 8.9.2025 18:06 Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Íslendingur sem býr skammt frá stjórnarráði Úkraínu í Kænugarði segir mikla sorg og reiði ríkja í borginni. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir í nótt og voru móðir og kornabarn drepin. Rætt verður við hann í kvöldfréttum. Innlent 7.9.2025 18:06 Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Fjölmenn mótmæli fóru fram víða um land í dag til stuðnings fólkinu á Gasa. Fyrrverandi utanríkisráðherra kallar eftir raunverulegum aðgerðum og að viðskiptasambandi við Ísrael verði rift. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 6.9.2025 18:10 Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 5.9.2025 18:12 Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kona sem hefur verið ofsótt af eltihrelli í á annan áratug furðar sig á að hann gangi laus þrátt fyrir að hafa hlotið dóm og brotið gegn skilorði. Hún er ráðþrota í málinu. Við ræðum við hana í kvöldfréttunum Sýnar. Innlent 4.9.2025 18:12 Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 18:01 Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag. Innlent 2.9.2025 18:02 Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri en síðustu mánaðarmót. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kemur í myndver í kvöldfréttum og ræðir þessar breytingar. Innlent 1.9.2025 18:12 Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Áætlað er að það takist að endurheimta innan við tvö prósent þeirra fjármuna sem netsvikahrappar hafa af fórnarlömbum sínum og sendir eru úr landi. Innlent 31.8.2025 18:11 Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónusu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra og skortir innsæi og næmni. Innlent 30.8.2025 18:01 Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni. Innlent 29.8.2025 18:00 Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana. Innlent 28.8.2025 18:01 Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu. Innlent 27.8.2025 18:01 Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða var fram haldið í dag og ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar var meðal þeirra sem gaf skýrslu fyrir dómi. Hún lýsti kvöldinu þegar hann var numinn á brott við heimili sitt, frelsissviptur og beittur ofbeldi. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 26.8.2025 18:26 Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Tveir sakborningar játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann með heilabilun á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Fréttamaður okkar var í dómsal og fer ítarlega yfir það sem kom þar fram í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 25.8.2025 18:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 73 ›
Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Enn er ekki vitað hver stóð á bak við drónaflug við flugvelli í Kaupmannahöfn og Osló í gærkvöldi. Forsætisráðherra Danmerkur útilokar ekki Rússa og lýsir atvikinu sem árás á innviði landsins. Utanríkisráðherra Íslands útilokar ekki að kalla þjóðaröryggisráð saman vegna málsins. Við verðum í beinni frá Kaupmannahöfn í kvöldfréttum. Innlent 23.9.2025 18:01
Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Kona, sem hefur beðið í meira en ár eftir að maðurinn sem nauðgaði henni hefji afplánun, telur að hægagangur í kerfinu geri dæmdum brotamönnum kleift að brjóta af sér fyrir afplánun. Rætt verður við konuna í kvöldfréttum á Sýn og strax að loknum fréttum í Íslandi í dag verður ítarlegt viðtal við hana þar sem hún lýsir því meðal annars hvernig hún komst í samband við þrettán konur sem hafa svipaða sögu að segja af þessum sama manni. Innlent 22.9.2025 18:02
Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Bretland, Kanada og Ástralía hafa viðurkennt sjálfstæði Palestínu. Forsætisráðherra Bretlands segir það gert til að endurvekja vonina um frið. Forsætisráðherra Ísraels segir ákvörðunina hins vegar jafngilda verðlaunum fyrir hryðjuverkamenn. Innlent 21.9.2025 18:00
Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Litlar líkur eru á því að olíuleit á Drekasvæðinu beri árangur, segir jarðfræðingur. Staðhæfingar Viðskiptaráðs og umræðan byggi á úreldum gögnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 20.9.2025 18:00
Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sviðsstjóra hjá lögreglunni segist skilja vel að það komi illa við fólk að maður sem grunaður er um að hafa gengið inn á heimili og brotið á barni skuli ganga laus. Maðurinn var í haldi lögreglu í þrjá daga, en eftir það taldi lögregla sig ekki geta haldið manninum lengur. Innlent 19.9.2025 18:15
Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Í kvöldfréttum Sýnar ræðum við við fyrrverandi vararíkissaksóknara, sem segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Kourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar og fagnar því að Kourani verði vísað úr landi. Hann óttast að hann muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins þrátt fyrir endurkomubann. Innlent 18.9.2025 18:02
Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Dæmi eru um að Vökudeild Landspítalans hafi þurft að sinna nýburum með fráhvarfseinkenni vegna nikótínnotkunar móður á meðgöngu. Þessi börn krefjist meiri inngripa og eru með lengri sjúkrahúslegu en önnur börn. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 17.9.2025 17:59
Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Í kvöldfréttum Sýnar verður fjallað um skýrslu óháðrar rannsóknarnefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem segir Ísraelsríki hafa framið þjóðarmorð á Gasa. Innlent 16.9.2025 18:01
Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Yfirmaður öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, sem segir erfitt að svara því hvort lögregla sé í stakk búin til að takast á við aukna skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. Rætt verður við hann í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 15.9.2025 18:02
Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 14.9.2025 18:01
ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. Innlent 13.9.2025 18:00
Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sérfræðing sem skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Innlent 12.9.2025 18:02
Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Óttast er að morðið á bandaríska áhrifavaldinum Charlie Kirk muni valda enn frekari skautun í samfélaginu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli og flaggað er í hálfa stöng við sendiráð Bandaríkjamanna á Íslandi. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir feril hans. Þá mæta þeir Stefán Einar Stefánsson blaðamaður og Sigmar Guðmundsson þingmaður í myndver og ræða möguleg áhrif málsins. Innlent 11.9.2025 18:02
Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Pólverjar hafa ekki verið nær hernaðarátökum frá seinni heimsstyrjöld segir forsætisráðherra landsins eftir að rússneskir drónar voru skotnir niður í lofthelgi þeirra. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við sendiherra Íslands í Póllandi sem telur yfirlýsingar Rússa um óviljaverk vera ótrúverðugar og segir einbeittan brotavilja þeirra áhyggjuefni. Innlent 10.9.2025 18:01
Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Eftir dramatísk þinglok í sumar sneru þingmenn aftur til starfa á Alþingi í dag. Forseti Íslands hvetur þingmenn til þess að hætta málþófi og ráðherrar útiloka ekki að stöðva umræður til að koma málum í gegn. Við sjáum myndir frá deginum í kvöldfréttum Sýnar og heyrum í stjórnmálafólki. Þá mætir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í myndver og rýnir komandi þingvetur. Innlent 9.9.2025 18:01
Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Fjármálaráðherra segir óásættanlegt að reka ríkið með halla og senda reikninginn á kynslóðir framtíðarinnar. Í kvöldfréttum Sýnar verður rýnt í fyrsta fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem á stuðla að vaxtalækkun. Þá mæta þingmenn Flokks fólksins og Miðflokksins í myndver og takast á um málið. Innlent 8.9.2025 18:06
Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Íslendingur sem býr skammt frá stjórnarráði Úkraínu í Kænugarði segir mikla sorg og reiði ríkja í borginni. Rússar gerðu umfangsmiklar árásir í nótt og voru móðir og kornabarn drepin. Rætt verður við hann í kvöldfréttum. Innlent 7.9.2025 18:06
Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Fjölmenn mótmæli fóru fram víða um land í dag til stuðnings fólkinu á Gasa. Fyrrverandi utanríkisráðherra kallar eftir raunverulegum aðgerðum og að viðskiptasambandi við Ísrael verði rift. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 6.9.2025 18:10
Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 5.9.2025 18:12
Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kona sem hefur verið ofsótt af eltihrelli í á annan áratug furðar sig á að hann gangi laus þrátt fyrir að hafa hlotið dóm og brotið gegn skilorði. Hún er ráðþrota í málinu. Við ræðum við hana í kvöldfréttunum Sýnar. Innlent 4.9.2025 18:12
Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Forseti Trans Íslands segir umræðu um málefni hinsegin fólks hafa legið mög þungt á mörgum síðustu daga. Fólk er hvatt til að leita í félagsleg úrræði sem samtökin bjóða uppá. Hún segir hinsegin fólk hafa þjappað sér saman og vonar að sá stuðningur sem hafi komið fram víða í samfélaginu haldi áfram. Innlent 3.9.2025 18:01
Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Jarðneskar leifar íslenskrar konu biðu mánuðum saman eftir greftrun og kistulagning fór fram í heimahúsi þvert á vilja dóttur hennar. Rætt verður við dótturina í kvöldfréttum og fjallað ítarlegar um málið í Íslandi í dag. Innlent 2.9.2025 18:02
Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Stórbæta á afkomu og réttindi örorku og lífeyrisþega með nýju kerfi sem tók gildi í dag. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu hærri lífeyri en síðustu mánaðarmót. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, kemur í myndver í kvöldfréttum og ræðir þessar breytingar. Innlent 1.9.2025 18:12
Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Áætlað er að það takist að endurheimta innan við tvö prósent þeirra fjármuna sem netsvikahrappar hafa af fórnarlömbum sínum og sendir eru úr landi. Innlent 31.8.2025 18:11
Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónusu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra og skortir innsæi og næmni. Innlent 30.8.2025 18:01
Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Saksóknari fer fram á að þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir manndráp í Gufunesmálinu svokallaða fái minnst 16 ára fangelsisdóm. Þeir fara hins vegar allir fram á sýknu af ákæru um manndráp. Þar af hafnar einn þeirra öllum ákæruliðum. Við sjáum myndir frá lokadegi aðalmeðferðar í héraðsdómi Suðurlands og förum yfir málið í beinni. Innlent 29.8.2025 18:00
Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Rússar hæfðu sendiskrifstofur og íbúðahverfi í hjarta Kænugarðs í einni stærstu árás þeirra í Úkraínu frá upphafi innrásarstríðsins. Við ræðum við Íslending sem leitaði skjóls inni á baðherbergi í íbúð sinni og heyrum hávaðann í sprengingunum sem hann tók upp. Þá mætir utanríkisráðherra í myndver og ræðir árásina í ljósi friðarumleitana. Innlent 28.8.2025 18:01
Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Hægt er að stórefla forvarnir, greiningar og meðferðir sjúkdóma með því að nýta upplýsingar úr stórum gagna- og lífsýnasöfnum. Heilbrigðisráðherra telur að Ísland geti orðið leiðandi á sviðinu og undirbýr þingsályktun. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við konu sem fékk vitneskju um erfðasjúkdóm með slíkri aðferð og leggur áherslu á að þjónusta fylgi með. Þá mætir Kári Stefánsson í beina útsendingu og ræðir þessa mögulegu byltingu í heilbrigðisþjónustu. Innlent 27.8.2025 18:01
Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða var fram haldið í dag og ekkja Hjörleifs Hauks Guðmundssonar var meðal þeirra sem gaf skýrslu fyrir dómi. Hún lýsti kvöldinu þegar hann var numinn á brott við heimili sitt, frelsissviptur og beittur ofbeldi. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 26.8.2025 18:26
Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Tveir sakborningar játuðu að hafa frelsissvipt og rænt karlmann með heilabilun á sjötugsaldri við upphaf aðalmeðferðar í Gufunesmálinu svonefnda í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Fréttamaður okkar var í dómsal og fer ítarlega yfir það sem kom þar fram í kvöldfréttum á Sýn. Innlent 25.8.2025 18:00