Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fréttamynd

Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikar­leikir í körfunni

Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Dóm­greindar­leysi ráð­herra og hneykslis­mál flokksins

Siðfræðingur segir ekkert annað hafa verið í stöðunni fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra en að segja af sér. Mál hennar sýni ákveðið dómgreindarleysi og best hefði verið ef hún hefði ekki tekið embætti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta

Samkeppniseftirlitið hefur tekið við ábendingu varðandi fyrirkomulag Heinemann, sem tekur við rekstri fríhafnarinnar, gagnvart íslenskum birgjum og skoðar hvort tilefni sé til að bregðast við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Umsáturseinelti, átta­villtur ferða­maður og rektors­kjör

Um hundrað leituðu sér aðstoðar hjá Bjarkarhlíð vegna umsáturseineltis í fyrra og 160 vegna stafræns ofbeldis. Verkefnastýra hjá Bjarkarhlíð segir að með aukinni tæknivæðingu hafi ofbeldismönnum opnast mun fleiri gáttir. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Hræði­leg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóð­hestur

Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­vofandi eld­gos og íslandsmeistarmót í Ól­sen ól­sen

Landris heldur áfram á svipuðum hraða við Svartsengi. Kvika heldur áfram að safnast í hólfið og hefur aldrei verið meira frá því að goshrina hófst í desember 2024. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Varð­hald í manndrápsmáli, of­fita barna og ís­lenskir kaf­bátar

Farið hefur verið fram á gæsluvarðhald yfir nokkrum þeirra sem eru í haldi lögreglu vegna rannsóknar á manndrápsmáli. Karlmaður á sjötugsaldri lést í gær eftir að hafa fundist þungt haldinn í Gufunesi og fimm eru í haldi lögreglu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá héraðsdómi þegar sakborningar voru leiddir fyrir dómara og förum yfir málið.

Innlent
Fréttamynd

Ára­tuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni

Ríkissjóður verður í áratugi að greiða upp ríflega sex hundruð og fimmtíu milljarða skuldir Íbúðalánasjóðs að sögn ráðherra. Hann vonar þó að tillögur starfshóps um uppgjör þeirra verði samþykktar af kröfuhöfum og á Alþingi. Við ræðum við fjármálaráðherra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Tímamótadómur og flugeldahöll björgunar­sveitanna

Lögmenn sakborninganna í hryðjuverkamálinu svokallaða boða tugmilljóna skaðabótakröfu eftir sýknu í alvarlegasta þætti málsins í Landsrétti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt veið Svein Andra Sveinsson lögmann, sem segir þetta tímamótadóm.

Innlent
Fréttamynd

Van­virðing við Hæsta­rétt og á­hrif tollahækkana Trumps

Forseti Hæstaréttar segir hugmyndir um að fækka hæstaréttardómurum úr sjö í fimm vanvirðingu við réttinn. Opinberir starfsmenn eru einnig mjög ósáttir við tillögur starfshóps ríkisstjórnarinnar, sem auðvelda uppsagnir. Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra bregst við gagnrýninni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Við­brögð við hag­ræðingar­tillögum og stofnun varnar­mála­nefndar

Hægt væri að spara minnst sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs á næstu fjórum árum af farið verður eftir tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Til þess þarf að sameina háskóla, söfn, lögregluembætti og dómstóla. Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins bregst við tillögum í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Eyði­legging eftir ó­veður og bolluóðir lands­menn

Alger eyðilegging blasir við fyrirtækjaeigendum við Fiskislóð 31 í Reykjavík eftir óveðrið um liðna helgi. Himinháar öldur skullu á varnargarðinum úti á Granda með þeim afleiðingum að upp úr brotnaði og flóð náði langt upp á land. Við ræðum við íbúa í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni kveður, gervi­greind nýtt í barna­níð og bílastæðagjöld

Sögulegur landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag. Formannsslagurinn stendur í fyrsta sinn á milli tveggja kvenna og Bjarni Benediktsson flutti kveðjuræðu sína sem formaður flokksins nú síðdegis. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verðum við í beinni frá Valhöll þar sem Sjálfstæðismenn í Reykjavík verða saman komnir, hittum landsfundargesti og athugum hvort þeir hafi gert upp hug sinn og heyrum í Bjarna Benediktssyni sem segist nú stiginn út af hinu pólitíska sviði.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar

Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­legur samningur og Flokkur fólksins á niður­leið

Kjarasamningurinn sem Kennarasamband Íslands, ríki og sveitarfélög undirrituðu í gær tryggir um tólf þúsund félagsmönnum launahækkanir upp á 20 til 25 prósent, kjósi þeir að samþykkja hann í atkvæðagreiðslu eftir helgi. Við kynnum okkur sögulegan kjarasamning í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga í beinni.

Innlent
Fréttamynd

Kjafts­högg, falin hætta og deila um ís­lenska at­riðið

Minnst fimm kennarar við Flataskóla og einn við Garðaskóla hafa sagt starfi sínu lausu vegna stöðunnar í kjaradeilu kennara og fleiri hugsa sig um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við eina þeirra sem hefur lagt fram uppsagnarbréf. Þá ræðum við einnig við fulltrúa samninganefnda í kennaradeilunni sem funduðu hjá ríkissáttasemjara í dag og lýsa miklum vonbrigðum með stöðu mála.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja ára stríð, mynd­band af ráni og ljót borg

Forseti Úkraínu vonar að stríðinu ljúki og það takist að semja um frið áður en árið er á enda, en í dag eru þrjú ár síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Íslensk stjórnvöld hafa boðað aukinn varnarstuðning til Úkraínu sem verður hátt í fjórir milljarðar á þessu ári og mun meðal annars nýtast til vopnakaupa. Við ræðum við forsætisráðherra sem er stödd í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Svefnlyfjaneysla barna og heimildar­mynd um úkraínska flótta­menn

Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra en gera má ráð fyrir að fjöldi þeirra sem innbyrða efnið sé mun meiri þar sem hægt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum. Tryggvi Helgason barnalæknir segist hafa áhyggjur af þessari þróun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Veð­mál barna og verslunar­mið­stöð í Vogum

Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga í kjaradeilunni við kennara, segir ekkert til í ásökunum formanns Kennarasambands Íslands um að flokkapólitík hafi haft áhrif á að þau höfnuðu innanhússtillögu ríkissáttasemjara í gær. Rætt verður við Ingu Rún í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Innlent
Fréttamynd

Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti

Kennarar gengu út úr kennslustofum í nokkrum skólum í dag í mótmælaskyni eftir að sveitarfélögin höfnuðu miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilunni. Við heyrum í nokkrum kennurum, nemendum og foreldrum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá kemur Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins í myndver og fer yfir stöðuna í lok dags.

Innlent