Kvöldfréttir

Fréttamynd

Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða

Dökk mynd er dregin upp af stöðunni á Landspítalanum í nýrri skýrslu. Viðvarandi mönnunarvandi og lausatök í rekstri eru einkennandi. Mörg hundruð sjúkraliða vantar til starfa og formaður stéttarfélags þeirra er hræddur um að allt fari hreinlega í skrúfuna verði ekki brugðist við. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent
Fréttamynd

Börn í slags­málum, arð­bær bjórsala og dekurprinsessa

Aldrei hafa fleiri börn komið við sögu lögreglu vegna ofbeldis og í nýrri skýrslu segir að það sé að aukast meðal yngri barna. Yfir helmingur drengja í sjötta bekk hafa lent í slagsmálum en færri í tíunda bekk. Rætt verður við formann aðgerðarhóps um ofbeldi meðal barna.

Innlent
Fréttamynd

Líf í bið­stöðu og hitafundur sósíal­ista

Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað íbúð sem hann borgar leigu af. Við hittum Patrek Inga í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Verðbólguvonbrigði, hrað­akstur og kokkur með keppnis­skap

Stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða ef verðbólga heldur áfram að aukast að mati fjármálaráðherra. Nýjar tölur sem sýna verðhækkanir umfram væntingar séu mikil vonbrigði. Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Sýnar auk þess sem formaður VR mætir í myndver og fer yfir stöðuna sem blasir við almenningi.

Innlent
Fréttamynd

Mennta­mál í ó­lestri, orkumálin og fylgis­sveiflur á þingi

Umbóta er þörf til að halda uppi lífsgæðum á Íslandi að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar OECD. Staðan í menntamálum er sérstakt áhyggjuefni. Við ræðum við framkvæmdastjóra stofnunarinnar í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 og förum yfir nýja skýrslu um stöðuna hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Reiður Trump, fiskeldisáform í Eyja­firði og fjölbragðaglíma

Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Í kvöldfréttum Sýnar á eftir verður rætt við íslenskan prófessor í sagnfræði Miðausturlanda sem segir að öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum beri að taka með miklum fyrirvara.

Innlent
Fréttamynd

Kenningar um hvarfið, uggandi rafrettusalar og málabunkinn

Skýrslur verða teknar af þrjátíu og fimm einstaklingum í næstu viku í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við bróður Jóns Þrastar um nýjar kenningar og skýrslutökurnar sem hann segir marka tímamót í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Hátt spennustig, ruslið sem ekki er hægt að endur­vinna og kvennavaka

Þrettán Íslendingar eru staddir í Íran og Ísrael og eru í sambandi við utanríkisráðuneytið. Þar af eru níu í Íran þaðan sem ekki eru skipulagðir brottflutningar. Ekkert lát er á árásum á milli ríkjanna tveggja og hafa Ísraelar heitið frekari hefndum en enn er óvíst um þátttöku Bandaríkjanna í hernaðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Hótelharmleikur, áfengisleyfi í ó­lagi og hittaramessa

Frönsku ferðamennirnir sem fundust látnir á Edition hótelinu í Reykjavík voru búsettir á Írlandi. Lögregla segir skýrari mynd komna á atburðina aðfaranótt laugardags, rannsókn málsins sé hinsvegar á frumstigi og mikil vinna framundan. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar.

Innlent
Fréttamynd

Upp­nám á Al­þingi og í beinni frá Bíladögum

Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag.

Innlent
Fréttamynd

Varg­öld í verk­taka­bransanum, mót­mæli og þris­tur fluttur

Stjórnendum verktakafyrirtækis og fjölskyldum þeirra hefur verið hótað lífláti og öxum, bensín- og reyksprengjum hefur verið beitt við heimili þeirra. Stjórnendurnir segja handrukkara á bak við árásirnar og að þær megi rekja til deilna um uppgjör við landeldisfyrirtækið First Water. Lögregla lítur málið alvarlegum augum.

Innlent
Fréttamynd

Fastir í flug­stöðinni í fjóra daga og Trump-Tesla í Kefla­vík

Fjórir verkamenn frá Belarús sátu fastir á Keflavíkurflugvelli í fjóra daga eftir að hafa fengið synjun um að koma til landsins. Þeir segjast aldrei hafa fengið að vita hvers vegna þeim var haldið þar. Sá sem réði mennina í vinnu segir þá ekki einu sinni hafa getað keypt sér að borða.

Innlent
Fréttamynd

Á­stand í Kali­forníu og breytt frum­varp um kílómetragjald

Ríkisstjóri Kaliforníu ætlar að höfða mál gegn ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir að senda þjóðvarðliða til Los Angeles. Aðgerðum alríkisstjórnarinnar gegn innflytjendum var mótmælt alla helgina en sjálfur útilokar Trump ekki að senda landgönguliða til borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Lömb á kafi, útlendingaumræðan og Brynjar Karl í beinni

onskuveður var víðast hvar um land í dag og bitnaði einna helst á sauðfjárbændum og ferðamönnum á tjaldsvæðum sem ráku upp stór augu þegar að fannhvít jörð blasti við í morgun. Kindur aðstoðuðu sauðfjárbændur við að finna afkvæmi sín sem fennt hafði yfir. Við sjáum myndir af sumarsnjókomu, ræðum við bændur og verðum í beinni með veðurfræðingi í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent