Innlent

Engir símar á neyðar­fundi og ráð­herrar bregðast við skaupinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld.
Sunna Sæmundsdóttir les kvöldfréttir í kvöld. vísir

Innrás Bandaríkjanna í Venesúela þar sem einræðisherra landsins var handsamaður vekur ugg víða um heim. Dönsk stjórnvöld héldu neyðarfund í dag vegna málefna Grænlands, en Bandaríkjaforseti segir ríkið þurfa á þessari stærstu eyju heims að halda. 

Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar á slaginu 18:30.

Fjármálaráðherra segir hátt veikindahlutfall opinberra starfsmanna áhyggjuefni og stefnir að lækkun þess með aðgerðum. Ný áætlun eigi að stuðla að festu í mönnun en fréttastofa fjallaði nýlega um þetta háa veikindahlutfall. Þingmenn Viðreisnar og Miðflokksins mæta í myndver að ræða þjóðaratkvæðagreiðslu vegna inngöngu í ESB. Utanríkisráðherra boðaði í dag þingsályktunartillögu þar vegna aðildarviðræðnanna.

Klippa: Kvöldfréttir 6. janúar 2026

Í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár fer ekkert prófkjör fram hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar. Stjórnmálafræðingur segir stöðu oddvitans sterka. 

Við fjöllum um sinubruna sunnan við Selfoss, kíkjum á þrettándabrennu og heyrum hvað ráðherrum fannst um áramótaskaupið. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×