Kvöldfréttir Stöðvar 2 „Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Oddvitar fimm félagshyggjuflokka í Reykjavík ákváðu eftir fundahöld í dag að ganga til formlegra viðræðna um meirihlutamyndun. Tveir oddvitar hins fallna meirihluta segja hina þrjá flokkana ekki vera að ganga inn í gamalt samstarf heldur nýtt. Við ræðum kryddpíurnar svokölluðu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá heyrum við einnig í borgarfulltrúa Framsóknar sem gagnrýnir ummæli þeirra fyrrnefndu um tiltekt eftir vesen karlanna í borginni. Innlent 12.2.2025 18:00 Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið. Innlent 11.2.2025 18:02 Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Borgarfulltrúar halda spilunum þétt að sér í meirihlutaviðræðum sem standa yfir þvert á alla flokka. Við heyrum í borgarfulltrúum og förum yfir atburðarás dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 10.2.2025 18:02 Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Mikil leynd virðist ríkja yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík eftir að borgarstjóri sleit samstarfi meirihlutans fyrir helgi. Tvennum sögum fer af því hver nefndi slit fyrst, í dramatísku fundarhléi meirihlutans á borgarstjórnarfundi. Innlent 9.2.2025 18:01 Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í Reykjavík er hafið. Oddviti Viðreisnar segir allt opið varðandi meirihlutamyndun. Allir tali nú við alla. Við ræðum við stjórnmálafræðing í beinni útsendingu um þá möguleika sem eru á borðinu og næstu skref. Innlent 8.2.2025 18:02 Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Stjórnmálaflokkar, sem hafa fengið greidda styrki úr ríkissjóði undanfarin ár þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði til þess, verða ekki krafnir um endurgreiðslu. Fjármálaráðherra segir ráðuneytið hafa brugðist skyldum sinum. Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna, kemur og ræðir málið í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.2.2025 18:13 Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra skoða nú hvernig bæta megi úrræði fyrir nauðungarvistun. Maður, sem banaði hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, átti að vera í nauðungarvistun á þeim tíma en gekk laus. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segja málið hörmulegt og endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Innlent 6.2.2025 18:01 Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Innlent 5.2.2025 18:20 Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Innlent 4.2.2025 18:21 Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Nemendur sem fréttastofa heimsótti ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukinn þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Innlent 3.2.2025 18:07 Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð við helstu viðskiptalönd sín, sem hann segir hafa féflett Bandaríkin. Ákvörðun hans verður svarað í sömu mynt. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt um möguleg áhrif tollastríðs á Ísland við utanríkisráðherra í beinni útsendingu. Innlent 2.2.2025 18:29 Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Ekkert hefur heyrst frá deiluaðilum í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga frá því fjölmiðlum var gert að yfirgefa Karphúsið síðdegis í dag. Innlent 1.2.2025 17:49 Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Óveðrið sem gengur yfir landið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og nær öllum flugferðum innanlands og um Keflavík hefur verið aflýst. Við ræðum við flugrekstrarstjóra Icelandair og verðum í beinni frá vonskuverðinu með veðurfræðingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 31.1.2025 18:01 Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins. Innlent 30.1.2025 18:01 Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldri sem undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. Innlent 29.1.2025 18:00 Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Yfirlögregluþjónn segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.1.2025 18:00 Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Alls hafa fimm stjórnmálaflokkar fengið greiðslur úr ríkissjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni en formaður segir flokkinn munu fara í þrot, verði honum gert að greiða fjárhæðirnar til baka. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við prófessor í stjórnmálafræði í beinni um mögulegar pólitískar afleiðingar málsins. Innlent 27.1.2025 18:03 Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna verði hún kjörin. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 26.1.2025 18:18 Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 25.1.2025 18:16 Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. Innlent 24.1.2025 18:00 Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu. Innlent 23.1.2025 18:10 Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem engar töfralausnir finnast við. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Innlent 22.1.2025 18:13 Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Donald Trump undirritaði mikinn fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær en meðal fyrstu verka var að náða þá sem réðust inn í bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, kemur í myndver og skoðar þennan fyrsta dag Trumps í embætti. Innlent 21.1.2025 18:11 Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Hæstiréttur taki fyrir dóm héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra Landsvirkjunar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Þá ræðir nýr orku- og umhverfisráðherra málið í beinni útsendingu. Innlent 20.1.2025 18:12 Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. Við rýnum í stöðuna í beinni. Innlent 19.1.2025 18:01 Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka ef mikilvægir sæstrengir til landsins rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum. Innlent 18.1.2025 18:00 Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Innlent 17.1.2025 18:01 Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld. Innlent 16.1.2025 18:00 Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á Gaza og lausn gísla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum einnig á Vesturland þar sem nýleg brú hrundi í vatnavöxtum í dag. Íbúi á svæðinu lýsir málinu sem algjöru klúðri. Innlent 15.1.2025 18:00 Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Öflugasta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Óvissustigi var í kjölfarið lýst yfir. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, mætir í myndver og fer yfir líklega þróun mála. Innlent 14.1.2025 18:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 67 ›
„Kryddpíur“ með gæsahúð, krefjandi lending og hraðstefnumót Oddvitar fimm félagshyggjuflokka í Reykjavík ákváðu eftir fundahöld í dag að ganga til formlegra viðræðna um meirihlutamyndun. Tveir oddvitar hins fallna meirihluta segja hina þrjá flokkana ekki vera að ganga inn í gamalt samstarf heldur nýtt. Við ræðum kryddpíurnar svokölluðu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá heyrum við einnig í borgarfulltrúa Framsóknar sem gagnrýnir ummæli þeirra fyrrnefndu um tiltekt eftir vesen karlanna í borginni. Innlent 12.2.2025 18:00
Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa Oddvitar Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins áttu í óformlegum meirihlutaviðræðum á heimili oddvita Samfylkingarinnar í dag. Næst á dagskrá er að athuga hvernig vinstri meirihluti leggst í bakland umræddra flokkanna. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fylgjumst við með viðræðum, heyrum í formanni Flokks fólksins sem útilokaði Sjálfstæðisflokkinn og verðum í beinni með oddvita sem var ekki boðið í samtalið. Innlent 11.2.2025 18:02
Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Borgarfulltrúar halda spilunum þétt að sér í meirihlutaviðræðum sem standa yfir þvert á alla flokka. Við heyrum í borgarfulltrúum og förum yfir atburðarás dagsins í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Innlent 10.2.2025 18:02
Leynd yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík og upphitun fyrir ofurskálina Mikil leynd virðist ríkja yfir meirihlutaþreifingum í Reykjavík eftir að borgarstjóri sleit samstarfi meirihlutans fyrir helgi. Tvennum sögum fer af því hver nefndi slit fyrst, í dramatísku fundarhléi meirihlutans á borgarstjórnarfundi. Innlent 9.2.2025 18:01
Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í borginni og formannsslagur Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í Reykjavík er hafið. Oddviti Viðreisnar segir allt opið varðandi meirihlutamyndun. Allir tali nú við alla. Við ræðum við stjórnmálafræðing í beinni útsendingu um þá möguleika sem eru á borðinu og næstu skref. Innlent 8.2.2025 18:02
Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Stjórnmálaflokkar, sem hafa fengið greidda styrki úr ríkissjóði undanfarin ár þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði til þess, verða ekki krafnir um endurgreiðslu. Fjármálaráðherra segir ráðuneytið hafa brugðist skyldum sinum. Björg Eva Erlendsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Vinstri grænna, kemur og ræðir málið í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 7.2.2025 18:13
Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra skoða nú hvernig bæta megi úrræði fyrir nauðungarvistun. Maður, sem banaði hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, átti að vera í nauðungarvistun á þeim tíma en gekk laus. Rætt verður við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem segja málið hörmulegt og endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Innlent 6.2.2025 18:01
Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna ofsveðurs sem gengur yfir landið og rauðar viðvaranir hafa verið gefnar út. Veðrið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og vegalokunum, viðburðum hefur verið frestað og vinnustöðum lokað. Þá hefur eldingum lostið niður víða á landinu síðdegis. Innlent 5.2.2025 18:20
Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Íslenskur rektor í skóla í Örebro í Svíþjóð, þar sem að minnsta kosti tíu voru skotnir til bana í dag, segir örvæntingu og ringulreið hafa gripið um sig í skólanum þegar byssumaðurinn hóf skothríð. Hún hafi gengið fram á blóðug fórnarlömb og komið einu þeirra til aðstoðar. Samfélagið í Örebro sé í áfalli. Innlent 4.2.2025 18:21
Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Yfir fimm þúsund nemendur í ríflega tuttugu grunn- og leikskólum sátu heima í dag vegna kennaraverkfalls. Nemendur sem fréttastofa heimsótti ætla að nota tímann vel dragist kjaradeilan á langinn. Aukinn þungi verði settur í vinina og íþrótta- og trommuæfingar. Innlent 3.2.2025 18:07
Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hafið tollastríð við helstu viðskiptalönd sín, sem hann segir hafa féflett Bandaríkin. Ákvörðun hans verður svarað í sömu mynt. Farið verður yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt um möguleg áhrif tollastríðs á Ísland við utanríkisráðherra í beinni útsendingu. Innlent 2.2.2025 18:29
Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Ekkert hefur heyrst frá deiluaðilum í kjaradeilu kennara, ríkis og sveitarfélaga frá því fjölmiðlum var gert að yfirgefa Karphúsið síðdegis í dag. Innlent 1.2.2025 17:49
Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Óveðrið sem gengur yfir landið hefur valdið víðtækum samgöngutruflunum og nær öllum flugferðum innanlands og um Keflavík hefur verið aflýst. Við ræðum við flugrekstrarstjóra Icelandair og verðum í beinni frá vonskuverðinu með veðurfræðingi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 31.1.2025 18:01
Vonarglæta, óveður og barátta um skrifstofur Ríkissáttasemjari lagði í dag fram innanhússtillögu að kjarasamningi í deilu kennara við ríki og sveitarfélög. Samninganefndir þurfa að taka afstöðu til hennar fyrir klukkan eitt á laugardag. Ekkert verður af boðuðum verkfallsaðgerðum verði samningurinn samþykktur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við samninganefndir og ríkisáttasemjara um stöðu deilunnar og efni samningsins. Innlent 30.1.2025 18:01
Undrandi foreldrar og barnið sem fæddist í flugvél Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við foreldri sem undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. Innlent 29.1.2025 18:00
Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar andlát karlmanns um fertugt en grunur leikur að dauða hans megi rekja til hættulegra falskvíðalyfja sem eru í umferð. Yfirlögregluþjónn segir sölu ólöglegra lyfja hafa aukist og varar fólk við að taka þau. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 28.1.2025 18:00
Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Alls hafa fimm stjórnmálaflokkar fengið greiðslur úr ríkissjóði þrátt fyrir að uppfylla ekki skilyrði laga um skráningu sem stjórnmálasamtök. Flokkur fólksins er eini flokkurinn sem enn hefur ekki breytt skráningu sinni en formaður segir flokkinn munu fara í þrot, verði honum gert að greiða fjárhæðirnar til baka. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við prófessor í stjórnmálafræði í beinni um mögulegar pólitískar afleiðingar málsins. Innlent 27.1.2025 18:03
Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir heitir því að verða formaður allra sjálfstæðismanna verði hún kjörin. Hún tilkynnti formannsframboð fyrir fullum sal af stuðningsfólki sínu í dag. Fyrrverandi og núverandi kjörnir fulltrúar flokksins segja Áslaugu boða nýtt upphaf fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 26.1.2025 18:18
Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Spennan magnast fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins en þingmenn telja allar líkur á að barist verði um formannsembættið. Fyrsti frambjóðandinn mun tilkynna framboð sitt á morgun. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18:30. Innlent 25.1.2025 18:16
Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Formaður Kennarasambandsins segir löngu ljóst að stjórnvöld þurfi að stíga inn í kjaradeilu þeirra og ríkis og sveitarfélaga. Kennarar hafi lagt fram tilboð í vikunni til að reyna að liðka fyrir lausn deilunnar sem hafi ekki verið svarað. Innlent 24.1.2025 18:00
Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu. Innlent 23.1.2025 18:10
Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Aukin ofbeldishegðun barna er stórt samfélagslegt vandamál sem engar töfralausnir finnast við. Þetta segir skólastjóri með áralanga reynslu af starfi með börnum með hegðunarvanda. Innlent 22.1.2025 18:13
Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Donald Trump undirritaði mikinn fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær en meðal fyrstu verka var að náða þá sem réðust inn í bandaríska þinghúsið í janúar 2021. Friðjón Friðjónsson, sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum, kemur í myndver og skoðar þennan fyrsta dag Trumps í embætti. Innlent 21.1.2025 18:11
Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Landsvirkjun hefur óskað eftir því að Hæstiréttur taki fyrir dóm héraðsdóms Reykjavíkur, þar sem virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Í kvöldfréttum verður rætt við forstjóra Landsvirkjunar og fyrrverandi umhverfisráðherra. Þá ræðir nýr orku- og umhverfisráðherra málið í beinni útsendingu. Innlent 20.1.2025 18:12
Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa Á annað hundrað íbúar á Austfjörðum þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. Við rýnum í stöðuna í beinni. Innlent 19.1.2025 18:01
Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Gangverk samfélagsins myndi hætta að virka ef mikilvægir sæstrengir til landsins rofna og því er mikilvægt þjóðaröryggismál að tryggja varnir þeirra. Þetta segir yfirmaður netöryggissveitar CERT-IS. Um tvö hundruð sérfræðingar koma saman síðar í þessum mánuði og æfa viðbrögð við rofi á sæstrengjum. Innlent 18.1.2025 18:00
Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Myndbönd af hópi ungmenna ganga í skrokk á meintum barnaníðingum ganga á milli manna á samfélagsmiðlum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir tálbeituaðgerðir stórhættulegar og að dæmi séu um að þær fari á versta veg. Innlent 17.1.2025 18:01
Harmleikurinn í Súðavík, faraldur veggjalúsar og vatnavextir Kona sem missti þrjú systurbörn sín í snjóflóðinu í Súðavík fyrir nákvæmlega þrjátíu árum segir að enn þann dag í dag læsist um hana ótti þegar hún heyrir síma hringja snemma morguns. Við ræðum við hana og verðum í beinni frá Guðríðarkirkju þar sem efnt verður til helgistundar í kvöld. Innlent 16.1.2025 18:00
Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Samkomulag hefur náðst um vopnahlé á Gaza og lausn gísla. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og förum einnig á Vesturland þar sem nýleg brú hrundi í vatnavöxtum í dag. Íbúi á svæðinu lýsir málinu sem algjöru klúðri. Innlent 15.1.2025 18:00
Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Öflugasta skjálftahrinan í áratug reið yfir í Bárðarbungu í morgun og er talið að hún tengist kvikuinnskoti. Óvissustigi var í kjölfarið lýst yfir. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, mætir í myndver og fer yfir líklega þróun mála. Innlent 14.1.2025 18:02