Innlent

Hræði­leg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóð­hestur

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir starfsfólk ekki veigra sér við að taka á málum barna af erlendum uppruna. Barnavernd skorti oft úrræði vegna plássleysis og biðlista. Hún skilur þó vel að foreldrar og börn í Breiðholti séu í uppnámi vegna hræðilegrar stöðu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Leikstjóri Ladda-sýningarinnar í Borgarleikhúsinu segir tap í kortunum fyrir Leikfélag Reykjavíkur verði ekki samið í kjaradeilu við leikara. Við förum yfir málið en boðuð verkföll hefjast á fimmtudag og falla á sex sýningar Ladda.

Þá sjáum við myndir frá Norður-Makedóníu þar sem tugir léstust í hryllilegum eldsvoða á skemmtistað, hittum foreldra manns sem hefur sótt þjónustu hjá Janusi endurhæfungu og óttast að hans bíði ekkert nema framtíð á örorku verði úrræðinu loka. Auk þess fer Kristján Már yfir stöðu framkvæmda við nýjan þjóðveg yfir Hornafjörð, við verðum í beinni frá styrktartónleikum Alzheimer-samtakanna og kíkjum á æfingar fyrir galasýningu hesta - þar sem þjálfari mun meðal annars dansa við stóðhest.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×