Óvíst hvar börnin lenda í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 16. maí 2025 06:31 Húsnæði skólans við Fornhaga 8 í Vesturbæ Reykjavíkur var byggt 1960. Skólanum verður lokað að hluta og börnum komið fyrir annars staðar. Reykjavíkurborg Hluta leikskólans Hagaborgar við Fornhaga verður lokað eftir sumarlokun og börn færð í annað húsnæði sem þó á enn eftir að finna. Mygla og myglugró hafa greinst í leikskólanum. Einni deild hefur verið lokað og tvö rými skermuð af. Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is. Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Mygla fannst í eldra húsi leikskólans en myglugró er að mestu bundin undir gólfdúk. Takmarkað magn fannst í ryksýnum teknum af yfirborði samkvæmt svari borgarinnar um málið samkvæmt svari frá Reykjavíkurborg um málið. Einni deild hefur verið lokað vegna gruns um að innivist hafi haft áhrif á heilsu. Í svari segir að almennt geti verið erfitt að greina hvort veikindi starfsmanna stafi af rakaskemmdum eða öðrum orsökum. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið töluverð mannekla á leikskólanum í vetur vegna veikinda. Þá hafa tveir deildarstjórar nýlega farið í veikindaleyfi. Fram kom í frétt fyrr í vetur að lokað hefði verið í leikskólanum vegna fáliðunar fjóra daga á haustönn sem hafði áhrif á alls 89 börn. Tvö börn innrituð Þau börn sem voru á deildinni sem var lokað hafa verið flutt á aðrar deildir samkvæmt svari borgarinnar, auk þess sem unnið er að því að þau sem óskað hafa eftir flutningi fái hann samþykktan sem fyrst. Aðeins voru tekin inn tvö börn í innritun í vor sem byrja í leikskólanum í haust. Um er að ræða systkini annarra barna. Starfsemi skólans verður áfram í nýlegu húsi á lóð skólans samkvæmt svörum frá Reykjavíkurborg en unnið er að því að finna húsnæði fyrir restina að leikskólanum. Það á að liggja fyrir fljótlega. Skemmt byggingarefni í skólanum verður ekki fjarlægt fyrr en húsið hefur verið tæmt og ástand þess að fullu metið. Mótvægisaðgerðir við raka Samkvæmt svari borgarinnar um málið hefur ýmislegt verið gert síðustu ár til að halda húsinu við og hefur verið farið í mótvægisaðgerðir þar sem raka hefur orðið vart. Þá voru sprungur á eldra húsinu lagaðar fyrir þremur árum og starfsmannaaðstaða löguð auk lýsingar og hljóðvistar. „Ýmislegt hefur verið gert til að bæta innivist og vel hefur verið hugað að því að lofta út en í haust stendur til að setja upp nýtt loftræstikerfi. Að auki hafa verið regluleg þrif, loftræstitækjum komið fyrir og áhersla lögð á útiveru og útikennslu,“ segir Ólafur Brynjar Barkarson, skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs, í pósti til starfsmanna og foreldra í vikunni. Hann sagði mikilvægt að húsnæðið sem fundið verður fyrir starfsemi skólans henti vel fyrir leikskólastarf. Áhersla verði á að halda öllu raski í lágmarki. Veistu meira um málið? Sendu okkur upplýsingar á ritstjorn@visir.is.
Skóla- og menntamál Leikskólar Reykjavík Mygla Tengdar fréttir Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53 „Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Sjá meira
Lokanir vegna fáliðunar „enn ein birtingarmynd leikskólavandans“ Loka þurfti deildum á leikskólum borgarinnar fyrir áramót alls 228 sinnum vegna fáliðunar. 67 sinnum þurfti að loka deild heilan dag vegna fáliðunar en í 161 skipti þurfti að skerða þjónustu vegna fáliðunar. 11. janúar 2024 14:53
„Staðan er að sjálfsögðu ekki jafn góð og við hefðum viljað vona“ Barnafjölskyldur í borginni eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en ekki er hægt að nýta hátt í fjögur hundruð pláss vegna framkvæmda. Oddviti framsóknar í borginni segir stöðuna ekki jafn góða og vonir stóðu til. 6. september 2023 10:39