Innlent Framkvæmdastjóri Strætó bs. lætur af störfum Ásgeir Eiríksson hefur ákveðið í samráði við stjórn byggðasamlagsins að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Strætó bs. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Strætó bs. sendi frá sér í dag. Innlent 2.2.2007 18:03 Ölvun á framhaldsskólaböllum Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð. Innlent 2.2.2007 15:08 Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag. Innlent 2.2.2007 14:50 Minni hagnaður hjá Eyri Invest Fjárfestingafélagið Eyrir Invest skilaði tæplega 1,7 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðar árið 2005.Þetta jafngildir því að að hagnaður félagsins hafi dregist saman um 2,4 milljarða krónur á milli ára. Viðskipti innlent 2.2.2007 10:15 Skattur lagður á nagladekk? Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk. Innlent 1.2.2007 20:17 Ruglingur að matarverð lækki um 16% Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga. Innlent 1.2.2007 17:06 Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. Innlent 1.2.2007 18:25 Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur. Innlent 1.2.2007 17:37 3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda. Innlent 1.2.2007 17:15 Capacent kaupir Epinion Capacent í Danmörku hefur gengið frá kaupum á danska fyrirtækinu Epinion, einu stærsta fyrirtæki Danmerkur á sviði markaðsrannsókna. Epinion mun fyrst um sinn starfa áfram undir eigin nafni, en gert er ráð fyrir að starfsemin verði flutt í húsnæði Capacent í Hellerup á vormánuðum. Viðskipti innlent 1.2.2007 12:28 Met slegið í erlendum verðbréfakaupum Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna. Viðskipti innlent 1.2.2007 10:48 Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Innlent 31.1.2007 17:57 Hagnaður Bakkavarar jókst um 111 prósent Bakkavör Group skilaði 9,5 milljarða króna hagnaði í fyrra. Þetta er 111 prósenta aukning á milli ára. Þá nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2006 4,6 milljörðum króna. Þetta er 191 prósenta aukning frá árinu á undan. Afkoman er lítillega yfir spám greiningardeilda viðskiptabankanna. Viðskipti innlent 31.1.2007 09:57 Krónan rýrir traust á Kaupþingi Íslenska krónan er Kaupþingi fjötur um fót og hefur að sumu leyti rýrt traust á bankanum, segir Hreiðar Már Sigurðarson, forstjóri bankans. Það sé skylda að skoða alvarlega að taka upp evru í rekstri bankans og sé tíðinda að vænta um þá ákvörðun á aðalfundi í mars. Innlent 30.1.2007 18:49 365 hf. hækkar hlutafé Stjórn 365 hf. ákvað á föstudag í síðustu viku að nýta hluta heimildar til hækkunar hlutafjár um rúma 82,1 milljón krónur. Hlutirnir verða afhentir Diskinum ehf. vegna leiðréttingarákvæðis í samningi Dagsbrúnar hf. (nú 365 hf.) við kaup á Senu ehf. í febrúar 2006. Viðskipti innlent 29.1.2007 12:21 Úrvalsvísitalan rýfur 7.000 stiga múrinn Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands rauf 7.000 stiga múrinn í dag og stóð hún í 7.031 stigi skömmu fyrir hádegi. Vísistalan fór í methæðir í síðustu viku þegar hún endaði í 6.930 stigum á mánudag fyrir viku, sem er hæsta lokagildi hennar frá upphafi. Eldra met, 6.925 stig, var sett þann 15. febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:48 Stýrivaxtahækkanir á enda? Seðlabanki Íslands mun á fimmtudag í næstu viku ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi bankans. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir yfirgnæfandi líkur á því að bankinn ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Deildin spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum fram í maí en muni eftir það lækka vextina nokkuð hratt. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:35 Copeinca skráð á markað í kauphöllina í Ósló Gengi hlutabréfa í perúska lýsis- og mjölframleiðandanum Copeinca hækkaði um tæp 14 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í Osló í Noregi í dag. Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, stóð að baki skráningunni sem er fyrsta skráning Glitnis í erlenda kauphöll. Viðskipti innlent 29.1.2007 09:31 Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Innlent 28.1.2007 17:43 Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. Innlent 28.1.2007 19:02 Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. Innlent 28.1.2007 18:54 Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum Innlent 28.1.2007 18:01 Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. Innlent 28.1.2007 18:09 Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. Innlent 28.1.2007 18:25 Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. Innlent 28.1.2007 16:09 Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. Innlent 28.1.2007 15:52 Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. Innlent 28.1.2007 15:09 Hreiðar kemur inn fyrir Roland Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á HM í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Roland Vals Eradze, sem hvílir að þessu sinni. Búist er við því að Alfreð geri talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu. Innlent 28.1.2007 13:32 Margrét ætlar að kæra framkvæmd kosninga Margrét Sverrisdóttir ætlar sér að kæra framkvæmd varaformannskosninga í Frjálslynda flokknum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði hún enn fremur að það væri ekki spurning um hvort heldur hvar og hvernig hún legði fram kæruna. Innlent 28.1.2007 12:26 Fjórir gistu fangageymslur Fjórir menn um tvítugt gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir slagsmál og læti á slysadeilda Landsspítalans. Þeir voru í hópi fólks sem komið hafði á slysadeildina eftir slagsmál annars staðar og naut einn úr hópnum aðhlynningar starfsfólks spítalans. Innlent 28.1.2007 09:37 « ‹ 114 115 116 117 118 119 120 121 122 … 334 ›
Framkvæmdastjóri Strætó bs. lætur af störfum Ásgeir Eiríksson hefur ákveðið í samráði við stjórn byggðasamlagsins að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Strætó bs. Þetta kom fram í fréttatilkynningu sem Strætó bs. sendi frá sér í dag. Innlent 2.2.2007 18:03
Ölvun á framhaldsskólaböllum Nokkur ölvun var á tveimur skólaböllum framhaldsskólanema sem haldin voru í Reykjavík í gærkvöld. Á öðrum staðnum var hringt í foreldra á þriðja tug nemenda og þeir látnir sækja börn sín. Eitt ungmennið var svo illa haldið af áfengisdrykkju að því var ekið á slysadeild. Annar ölvaður unglingur var handtekinn vegna óláta og færður á lögreglustöð. Innlent 2.2.2007 15:08
Iðnaðarráðherra vill auðlindasjóð Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra lagði til í dag að stofnaður yrði auðlindasjóður sem myndi styðja við bakið á nýsköpunarfyrirtækjum. Þetta kom fram í ræðu sem hann hélt við upphaf Sprotaþings í Laugardalshöll í dag. Innlent 2.2.2007 14:50
Minni hagnaður hjá Eyri Invest Fjárfestingafélagið Eyrir Invest skilaði tæplega 1,7 milljarða króna hagnaði í fyrra samanborið við 4,1 milljarðs króna hagnaðar árið 2005.Þetta jafngildir því að að hagnaður félagsins hafi dregist saman um 2,4 milljarða krónur á milli ára. Viðskipti innlent 2.2.2007 10:15
Skattur lagður á nagladekk? Umhverfisráðuneytið og Akureyrarbær boðuðu til blaðamannafundar á Akureyri í dag þar sem kynnt var ný skýrsla um svifryksmengun á Íslandi og leiðir til úrbóta. Þar kom fram að svifryksmengun horfir í að verða alvarlegt vandamál og boðar umhverfisráðherra aðgerðir sem byggðar eru á tillögu starfshóps. Þar verður þeim sem aka um á nagladekkjum refsað með því að greiða hærri tolla en þeir sem nota ónegld dekk. Innlent 1.2.2007 20:17
Ruglingur að matarverð lækki um 16% Ríkisstjórnin hefur horfið frá fullyrðingu sinni um tæplega sextán prósenta lækkun matarverðs. Búist er við að matarverð lækki um níu til ellefu prósent. Samræmdar aðgerðir ýmissa aðila eiga að sjá til þess að lækkun matarverðs nái fram að ganga. Innlent 1.2.2007 17:06
Tap fyrir Rússum Íslenska landsliðið tapaði í kvöld fyrir Rússum 28-25 og leika því um 7. sætið á HM í handbolta. Rússar höfðu yfir í leikhléi 16-14, en íslenska liðið komst í fyrsta sinn yfir um miðjan síðari hálfleik. Eftir það tóku Rússar öll völd og tryggðu sér sigurinn með því að breyta stöðunni úr 22-24 í 27-22 sér í hag. Innlent 1.2.2007 18:25
Fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun. Hann nauðgaði konu í heimahúsi í Reykjavík sl haust og hafði hún nokkra áverka af. Maðurinn, sem er með hreinan sakaferil, neitaði allri sök, en framburður konunnar og vitna þótti hins vegar trúverðugur. Innlent 1.2.2007 17:37
3 mánaða fangelsi vegna umferðarlagabrota Ung kona var í dag dæmd í Hæstarétti í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa tívegis ekið án ökuréttinda. Í annað skiptið var hún undir áhrifum áfengis. Þyngd dómsins er tilkomin vegna fyrri dóma um ölvunarakstur og akstur án ökuréttinda. Innlent 1.2.2007 17:15
Capacent kaupir Epinion Capacent í Danmörku hefur gengið frá kaupum á danska fyrirtækinu Epinion, einu stærsta fyrirtæki Danmerkur á sviði markaðsrannsókna. Epinion mun fyrst um sinn starfa áfram undir eigin nafni, en gert er ráð fyrir að starfsemin verði flutt í húsnæði Capacent í Hellerup á vormánuðum. Viðskipti innlent 1.2.2007 12:28
Met slegið í erlendum verðbréfakaupum Árið 2006 var metár í kaupum á erlendum verðbréfum. Þetta kemur fram í gögnum frá Seðlabankanum og segir frá í Morgunkorni Glitnis. Á árinu voru erlend verðbréf keypt fyrir um 146 milljarða króna. Fyrra met féll árið 2005 þegar kaupin námu 123,5 milljörðum króna. Viðskipti innlent 1.2.2007 10:48
Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Innlent 31.1.2007 17:57
Hagnaður Bakkavarar jókst um 111 prósent Bakkavör Group skilaði 9,5 milljarða króna hagnaði í fyrra. Þetta er 111 prósenta aukning á milli ára. Þá nam hagnaðurinn á fjórða og síðasta ársfjórðungi 2006 4,6 milljörðum króna. Þetta er 191 prósenta aukning frá árinu á undan. Afkoman er lítillega yfir spám greiningardeilda viðskiptabankanna. Viðskipti innlent 31.1.2007 09:57
Krónan rýrir traust á Kaupþingi Íslenska krónan er Kaupþingi fjötur um fót og hefur að sumu leyti rýrt traust á bankanum, segir Hreiðar Már Sigurðarson, forstjóri bankans. Það sé skylda að skoða alvarlega að taka upp evru í rekstri bankans og sé tíðinda að vænta um þá ákvörðun á aðalfundi í mars. Innlent 30.1.2007 18:49
365 hf. hækkar hlutafé Stjórn 365 hf. ákvað á föstudag í síðustu viku að nýta hluta heimildar til hækkunar hlutafjár um rúma 82,1 milljón krónur. Hlutirnir verða afhentir Diskinum ehf. vegna leiðréttingarákvæðis í samningi Dagsbrúnar hf. (nú 365 hf.) við kaup á Senu ehf. í febrúar 2006. Viðskipti innlent 29.1.2007 12:21
Úrvalsvísitalan rýfur 7.000 stiga múrinn Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands rauf 7.000 stiga múrinn í dag og stóð hún í 7.031 stigi skömmu fyrir hádegi. Vísistalan fór í methæðir í síðustu viku þegar hún endaði í 6.930 stigum á mánudag fyrir viku, sem er hæsta lokagildi hennar frá upphafi. Eldra met, 6.925 stig, var sett þann 15. febrúar í fyrra. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:48
Stýrivaxtahækkanir á enda? Seðlabanki Íslands mun á fimmtudag í næstu viku ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi bankans. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir yfirgnæfandi líkur á því að bankinn ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Deildin spáir því að Seðlabankinn haldi stýrivöxtum óbreyttum fram í maí en muni eftir það lækka vextina nokkuð hratt. Viðskipti innlent 29.1.2007 11:35
Copeinca skráð á markað í kauphöllina í Ósló Gengi hlutabréfa í perúska lýsis- og mjölframleiðandanum Copeinca hækkaði um tæp 14 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kauphöllinni í Osló í Noregi í dag. Glitnir Securities, dótturfélag Glitnis í Noregi, stóð að baki skráningunni sem er fyrsta skráning Glitnis í erlenda kauphöll. Viðskipti innlent 29.1.2007 09:31
Vísbendingar um að Samfylkingu hafi mistekist Allt bendir til að Samfylkingunni hafi mistekist að verða valkostur við Sjálfstæðisflokkinn, segir Jón Baldvin Hannibalsson. Ef stofna þarf nýja hreyfingu til að fókusera á aðalatriðin þá verði menn að gera það. Hann segir ótímabært að svara því hvort hann gengi í slíkan flokk. Innlent 28.1.2007 17:43
Þúfnapólitík réði úrslitum Þúfnapólitík réði úrslitum hjá framsóknarmönnum á Suðurlandi, að mati Eyglóar Harðardóttur. Hún laut í lægra haldi fyrir skrifstofustjóra þingflokksins sem kjörstjórn vildi stilla upp í þriðja sætið eftir að Hjálmar Árnason gaf það frá sér. Innlent 28.1.2007 19:02
Deilt um friðlandið á Hornströndum Bæjarstjórinn á Ísafirði vill stækka friðland Hornstranda - en hópur landeigenda vill minnka það. Eina friðunin á Hornströndum hefur verið friðun tófunnar, segir einn landeigenda. Innlent 28.1.2007 18:54
Vill að Margrét leiði lista í Reykjavík Margrét Sverrisdóttir íhugar að kæra framkvæmd kosninga á landsþingi Frjálslynda flokksins þar sem hún segir hafa ríkt glundroða. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vill að Margrét skipi fyrsta sæti flokksins í Reykjavík suður í næstu þingkostningum Innlent 28.1.2007 18:01
Læknir á slysadeild varð fyrir árás Læknir á slysadeild Landsspítalans tognaði á hendi þegar ráðist var á hann í nótt. Fjórir ungir menn voru handteknir fyrir slagsmál og læti á biðstofu slysadeildarinnar. Innlent 28.1.2007 18:09
Dýrafjörður fullur af hafís Dýrafjörður er enn fullur af hafís og ekki nema fyrir þá alvönustu að fara þar um sjóleiðina ef hún er ekki alveg ófær. Innlent 28.1.2007 18:25
Íslendingar töpuðu Íslendingar töpuðu síðasta leik sínum í milliriðli HM í handbolta gegn gestgjöfum Þjóðverja, 33-28. Þjóðverjar höfðu talsverða yfirburði í leiknum og leikur íslenska liðsins bar þess keim að liðið væri þegar búið að tryggja sig áfram í 8-liða úrslit. Nokkuð ljóst er að Ísland hafnar í 3. sæti milliriðilsins. Innlent 28.1.2007 16:09
Mikill hafís í Dýrafirði Hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum. Nær hann langt inn fyrir Þingeyri. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem elstu menn muna. Dýrafjörður er nú lokaður fyrir skipaumferð vegna hafíss. Landhelgisgæslan fór í eftirlitsflug fyrr í dag en enn á eftir að koma úr því. Innlent 28.1.2007 15:52
Ísland sex mörkum undir Íslendingar eru sex mörkum undir í hálfleik í viðureign sinni gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi. Staðan er 17-11 en íslenska liðið hefur ekki verið upp á sitt besta, en þess ber að geta að margir lykilmanna liðsins hafa verið hvíldir í fyrri hálfleiknum. Innlent 28.1.2007 15:09
Hreiðar kemur inn fyrir Roland Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari gerir eina breytingu á leikmannahópi íslenska landsliðsins í handbolta fyrir leikinn gegn Þjóðverjum á HM í dag. Markvörðurinn Hreiðar Guðmundsson kemur inn í hópinn í stað Roland Vals Eradze, sem hvílir að þessu sinni. Búist er við því að Alfreð geri talsverðar breytingar á byrjunarliði sínu. Innlent 28.1.2007 13:32
Margrét ætlar að kæra framkvæmd kosninga Margrét Sverrisdóttir ætlar sér að kæra framkvæmd varaformannskosninga í Frjálslynda flokknum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Þar sagði hún enn fremur að það væri ekki spurning um hvort heldur hvar og hvernig hún legði fram kæruna. Innlent 28.1.2007 12:26
Fjórir gistu fangageymslur Fjórir menn um tvítugt gistu fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt eftir slagsmál og læti á slysadeilda Landsspítalans. Þeir voru í hópi fólks sem komið hafði á slysadeildina eftir slagsmál annars staðar og naut einn úr hópnum aðhlynningar starfsfólks spítalans. Innlent 28.1.2007 09:37