Ríkisstjórn fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins í 4 ár 31. janúar 2007 18:45 Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað." Fréttir Innlent Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira
Ríkisstjórninni var fullkunnugt um fjármálaóreiðu Byrgisins vorið 2003. Síðan þá hefur stjórnin veitt Byrginu á annað hundrað milljónir króna. Fjölmargar viðvörunarbjöllur hafa klingt á síðustu fjórum árum án þess að við þeim hafi verið brugðist. Málið er klúður frá upphafi til enda, segir Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar. Fréttastofa hefur undir höndum staðfestingu á því að ríkisstjórn var fullkunnugt um fjármálaóreiðuna í Byrginu. Þetta minnisblað var lagt fram í ríkisstjórn á vormánuðum árið 2003. Trúnaður hvílir á plagginu. Þar eru engin undanbrögð. Í minnisblaðinu stendur að rekstur Byrgisins sé slæmur, fjármálastjórn í molum, skammtímaskuldir miklar og vegna bókhaldsóreiðu sé erfitt að henda reiður á fjárhagslegum málefnum. Það verður æ ljósar í þessu Byrgismáli að þær eru orðnar ansi margar viðvörunarbjöllurnar sem klingt hafa í eyrum þeirra sem deila út almannafé. Í fyrsta lagi: Kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins, gerð fyrir Varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í öðru lagi: Skýrsla vinnuhóps þriggja aðstoðarmanna utanríkis-, félagsmála- og heilbrigðisráðherra, sama ár. Í þriðja lagi: Minnisblaðið um bókhaldsóreiðuna sem lagt var fyrir ríkisstjórn vorið 2003. Í fjórða lagi: Byrgið varð gjaldþrota árið 2003. Þetta var yfirvöldum fullkunnugt um eins og fram kemur í tölvupósti frá aðstoðarmanni utanríkisráðherra í febrúar það ár, en þar segir: "... þar sem vitað er að fjármagn það sem er á fjárlögum verður að fara í gjaldþrotið þá liggur fyrir að þeir þurfa fjármagn í hinn daglega rekstur ..." Ríkisendurskoðun leyfði að framlag til Byrgisins færi á nýja kennitölu - færi það sannanlega til rekstrarins. Tölvupóstur þáverandi aðstoðarmanns utanríkisráðherra sýnir svo ekki verði um villst að vitað var að ríkisframlag fór í gjaldþrotið. Þá greiddi Reykjavíkurborg líka styrki inn á tvær kennitölur. Í fimmta lagi: Byrgið hefur frá árinu 2003 einungis skilað einum - ófullnægjandi - ársreikningi til ríkisskattstjóra. Í sjötta lagi: 16. janúar 2003 sendi geðlæknir á höfuðborgarsvæðinu bréf til Landlæknisembættisins þar sem hann segir frá því að þrjár konur séu óléttar í Byrginu og að barnsfeðurnir muni vera starfsmenn staðarins. Jóhanna Sigurðardóttir segir þetta mál allt klúður frá upphafi til enda og nú flýi allir undan ábyrgð. Hún segir það ríkisstjórnin en ekki fjárlaganefnd sem hafi ákveðið framlög til Byrgisins allt frá 2002. Síðan þá hafi ríkisstjórnin, í stað þess að senda málið til Ríkisendurskoðunar, ausið áfram fé í Byrgið. Síðustu fimm ár hefur borgin styrkt Byrgið um tæpar 18 milljónir króna, meðal annars á meðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri. Í ræðu um síðustu helgi sagði hún að stjórnvöld hefðu brugðist í eftirlitshlutverki sínu í Byrgismálinu. Aðspurð hvort Ingibjörg Sólrún beri ekki líka ábyrgð, svarar Jóhanna, að hún hafi ekki vitað af skýrslunni um bókhaldsóreiðuna.Í febrúar 2003 sendir Birkir Jón Jónsson, þáverandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra og núverandi formaður fjárlaganefndar, tölvupóst. Þar grillir líklega í kjarnann í þessari hörmungarsögu um fíkla í Byrginu og andvaraleysi yfirvalda."Ef starfsemi Byrgisins á alfarið að fara eftir lögum um heilbrigðisþjónustu þá mun kostnaðurinn verða margfælt hærri en nú er áætlað."
Fréttir Innlent Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Sjá meira