Innlent

Samkomulag framlengt
Rannveig Rist, forstjóri Alcan, og Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, undirrituðu í dag samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu fyrirtækjanna um gerð raforkusamnings til stækkunar álversins í Straumsvík.
Athugasemd gerð við innihald vefsíðu
Verkfræðinemi, sem birti ítarlegan leiðarvísi á íslensku um sprengjugerð og kveikibúnað á háskólavefsíðu sinni, skrifaði leiðbeiningarnar ekki sjálfur heldur fann þær við heimildaöflun á vefnum. Forseti verkfræðideildar hafði samband við nemann í dag og gerði athugasemd við innihald síðunnar.

Nýr fjárfestingarbanki stofnaður
Nýr íslenskur fjárfestingarbanki var stofnaður í dag, Askar Capital. Bankinn hefur störf um áramótin og verður með starfsstöðvar í Reykjavík, Lundúnum, Lúxemborg, Búkarest og Hong Kong. Eigið fé við stofnun er 11 milljarðar króna og starfsmenn rúmlega 40.

FL Group með mikla fjárfestingagetu
FL Group situr uppi með mikla fjárfestingagetu eftir að sala á 22,6 prósenta hlut félagsins í Straumi-Burðarási var samþykkt í morgun. Greiningardeild Glitnis segir að þrátt fyrir að hlutirnir séu seldir með tapi þá hafi félagið náð að auka hlutafé á yfirverði á erfiðum hlutafjármarkaði í sumar.

FL Group selur hlut sinn í Straumi
FL Group hefur samþykkt að selja 22,6 prósent hlut sinn í Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka hf. til bankans sjálfs og viðskiptavina hans. Kaupendur greiða 18 krónur fyrir hvern hlut og nemur verðið 42,1 milljarði króna.
Samskiptamiðstöð ekki í frjálsri samkeppni
Samkeppniseftirlitinu telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna erindis frá félaginu Hröðum höndum, sem mælti yrði um fjárhagslegan aðskilnað samkvæmt 14. gr. samkeppnislaga innan Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Segir ákæruna vonbrigði
Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóri Essó, segir það hafa verið sér mikil vonbrigði að hafa verið ákærður vegna olíumálsins. Honum, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og núverandi forstjóra Olís voru birtar ákærur í gær.

Ungmennafélagshöll við Tryggvagötu
Sex þúsund fermetra ungmennafélagshöll rís á bílastæðinu við Borgarbókasafnið í Tryggvagötu á næsta ári. Húsið mun kosta um einn milljarð króna en formaðurinn vill ekki gefa upp hver borgar - aðeins að fjárfestarnir hugsi á ungmennafélagsnótum.

FL Group fær allt að 37 milljarða
FL Group hefur skrifað undir þriggja ára samning við breska bankann Barclays Capital um allt að 400 milljóna evra fjármögnun. Þetta jafngildir til tæplega 37 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. FL Group fengið aðgang að ríflega 1 milljarði evra eða um 92 milljörðum íslenskra króna það sem af er árs fyrir tilstilli virtra alþjóðlegra bankastofnana.

Forstjóri Icelandair í viðtali á Bloomberg
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Icelandair Group Holding, sagði í viðtali í beinni útsendingu á Bloomberg sjónvarpsstöðinni í dag, skömmu eftir skráningu flugfélagsins í Kauphöll Íslands, að sveigjanleiki Icelandair skipti félagið miklu máli enda væri það mikilvægur lykill að velgengni flugfélaga.

Lestarslys í Kárahnjúkavirkjun
Þrír menn slösuðust í járnbrautarslysi í aðgöngum eitt, í Kárahnjúkavirkjum um kl. 23 í gærkvöldi. Einn hlaut heilahristing og tveir skáurst og urðu fyrir hnjaski. Þeir voru fluttir til Akureyrar í morgun til frekari aðhlynningar og rannsókna, en sá með heilahristinginn á að jafna sig í vinnubúðunum.
Olíuforstjórar ákærðir
Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.

Sveitarfélögin þurfa að efla aðstoð við fátæka
Sveitarfélögin verða að taka sig á í aðstoð sinni við fátæka. Þetta er mat fjármálaráðherra sem efast jafnframt um mælistiku OECD á fátækt, segir hana mæla tekjudreifingu en ekki fátækt.

Bókhald Byrgisins áður til skoðunar
Byrgið fékk áminningu eftir að Varnarmálaskrifstofa Utanríkisráðuneytisins lét taka út bókhald félagsins fyrir nokkrum árum. Félagsmálaráðuneytið segir engan grun um misferli fjár hjá Byrginu.

Tveir bankar spá óbreyttum stýrivöxtum
Greiningardeildir Landsbankans og Glitnis spá því báðar að Seðlabankinn ákveði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14 prósentum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í næstu viku, 21. desember næstkomandi. Þetta er þvert á fyrri spár bankanna sem gerðu ráð fyrir 25-50 punkta hækkun.
Lækkað verðmat á Össur
Verðmatsgengi á stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur verið lækkað úr 132,4 krónum á hlut í 125,0 krónur. Verðmatsgengið er talsvert yfir markaðsgengi en greiningardeild Glitnis ráðleggur fjárfestum að kaupa bréf í félaginu horfi þeir til langs tíma.

Dómsuppsaga í málum gegn olíufélögunum
Dómar verða kveðnir upp í málum Reykjavíkurborgar og Strætó bs. á hendur stóru olíufélögunum klukkan þrjú í dag.
Ómeidd eftir að áætlunarbíll valt
Átta farþegar og ökumaður sluppu ómeiddir þegar áætlunarbíll valt út af Snæfellsnesvegi skammt frá Hítará um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Að sögn lögreglu var fljúgandi hálka á veginum þar sem óhappið varð. Hinsvegar slasaðist kona á fimmtugsaldri, þegar bíll hennar valt út af Eyrarbakkavegi um sjöleitið í gærkvöldi og hafnaði ofan í skurði.

220 milljónir í skólamáltíðir í Afríku
Íslenska ríkið ætlar að leggja fram 220 milljónir króna næstu tvö árin til kaupa á skólamáltíðum fyrir grunnskólabörn í Úganda og Malaví. Það verður hluti af átaki Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sem gengur undir nafninu "Málsverður á menntavegi".
Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut
Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti.
Báðust afsökunar á framkomu sinni
Ökumenn óku við hæla þeirra, sem komu fyrst að slysinu á Vesturlandsvegi á sunnudag, þegar þeir þröngvuðu sér framhjá. Á meðan bograði ungt par yfir þeim slösuðu og reyndi neyðarhjálp. Lögreglan hefur fengið þó nokkrar hringingar þar sem fólk hefur beðist afsökunar á háttsemi sinni á slysstað.

Verðbólgumarkmið næst á nýju ári
Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að verðbólga lækki hratt á næsta ári og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á seinni hluta næsta árs.
Kaup DM á Dreifingarmiðstöðinni háð skilyrðum
Samkeppniseftirlitið hefur athugað kaup félagsins DM ehf. á Dreifingarmiðstöðinni ehf. á grundvelli samrunaákvæðis samkeppnislaga og náð samkomulagi við DM um ákveðin skilyrði til að koma í veg fyrir óheppileg áhrif af samruna fyrirtækjanna.

Kristinn og Magnús flytja bréf í Gnúp
Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag, sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhanessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.
Fjármálaeftirlitið gerir saming við Mön
Fjármálaeftirlitið hefur gert samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES. Samninginn er kominn til vegna starfsemi dótturfélaga Kaupthing Singer & Friedlander á Mön.

Verðbólga mælist 7 prósent
Vísitala neysluverðs í desember hækkaði um 0,04 prósent á milli mánaða og jafngildir þetta 7,0 prósenta verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Þetta er lítil breyting á milli mánaða en greiningardeildir bankanna spáðu að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 til 0,2 prósent á milli mánaða.
8 rúður brotnar
Skemmdarvargur skeytti skapi sínu á eigum Hveragerðisbæjar í nótt og olli talsverðu tjóni. Hann braut rúður í þjónustuhúsinu við tjaldstæðið, í grunnskólanum þar skammt frá og loks í upplýsingamiðstöðinni við hverasvæðið, alls átta rúður. Hann virðist hafa notað einhverskonar barefli því engir steinar fundust á vettvangi.

Perusníkir þjófstartaði
Fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kom til byggða í nótt og gaf börnum í skóinn. Annar, og hingað til óþekktur jólasveinn virðist þó hafa þjófstartað í ár, í orðsins fyllstu merkingu, því undanfarna daga hefur jólasveininn perusníkir farið um Keflavík að næturlagi og stolið perum í tuga- og jafnvel hundraða vís, úr jólaskreytingum við heimahús i bænum.
Hald lagt á hafnaboltakylfu og hníf
Lögreglan á Akureyri stöðvaði ökuferð fjögurra ungmenna og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Auk þess fannst hafnaboltakylfa og svonefndur butterfly hnífur í bílnum, en slíkir hnífar eru stranglega bannaðir hér á landi.

Stórtjón í eldingaveðri
Stórtjón varð á öllum tölvum í Vík í Mýrdal, Landbroti og Meðallandi, sem tengjast ISDN kerfi símans, í eldingaveðrinu í fyrrinótt. Fastlínusímar duttu líka út og virka aðeins GSM símar, þar sem síkt samband er á annað borð á þessu svæði.