Olíuforstjórar ákærðir 13. desember 2006 18:30 Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært einn núverandi og tvo fyrrverandi forstjóra olíufélaganna fyrir brot á samkeppnislögum og er ákæran upp á átján blaðsíður. Allt að fjögurra ára fangelsi getur legið við brotunum.Ákæran er gefin út á þá Einar Benediktsson, núverandi forstjóra Olís, Geir Magnússon, fyrrverandi forstjóra Essó, og Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóra Skeljungs. Enginn annar starfsmaður félaganna verður ákærður vegna málsins samkvæmt tilkynningu frá ríkissaksóknara.Ákæran er í 27 liðum og er vegna ætlaðra brota þeirra á samkeppnislögum sem framin voru í rekstri félaganna frá 1993 til árins 2001. Brotin lúta meðal annars að samráði við gerð tilboða, markaðsskiptingu og samráði um verð á söluvörum, afsláttum, álagningu og viðskiptakjörum. Samkvæmt ákærunni voru samráðin mörg í formi skriflegra samninga og samstilltra aðgerða við gerð tilboða í útboð Reykjavíkurborgar, ríkiskaupa, Útgerðarfélags Akureyringa og dómsmálaráðuneytisins árið 1996. Það sama var uppi á teningnum við gerð tilboða til Vestmannaeyjabæjar og Íslenska álfélagsins árið 1997 og til Íslenska járnblendisfélagsins árið 2000. Þeir ræddu sín á milli og skiptust á upplýsingum um tilboðsverð.Eins voru í sumum tilfellum gerðir samningar þess efnis að það olíufélag, sem þeir voru búnir að ákveða að myndi eiga lægsta tilboðið, myndi greiða hinum félögunum af hagnaði vegna viðskiptanna. Þá eru þremenningarnir sakaðir um skiptingu markaða eftir svæðum með það að markmiði að koma í veg fyrir samkeppni á milli olíufélaganna. Þeir komu sér saman um skiptingu markaðssvæða með því að loka afgreiðslustöðum sínum og eða selja hvor öðrum rekstur á tilgreindum svæðum þannig að í sveitarfélögum yrðu eldsneytisviðskipti aðeins á hendi eins félags.Auk þessa höfðu félögin samráð um upphæð afsláttar til Björgunarbátasjóðs Slysavarnarfélags Íslands á Ísafirði. Þá skiptust forstjórarnir á upplýsingum um magn selds eldsneytis mánaðarlega.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira