
Innlent

Feitari en sú fyrri
Önnur langreyðurin, sem búið er að veiða eftir að hvalveiðar í atvinnuskyni hófust að nýju, kom að landi um miðjan dag. Hún er jafn stór þeirri fyrri en feitari.

Bjóða fram Halldór
Íslensk stjórnvöld hyggjast bjóða Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, fram sem næsta aðalritara norrænu ráðherranefndarinnar. Þetta kom fram í kvöldfréttum útvarps. Í samtali við fréttastofu NFS í kvöld vildi Jónína Bjartmarz, samstarfsráðherra Norðurlandanna, hvorki neita þessu né játa.

Deilt um stærð þynningarsvæðis álvers í Straumsvík
Fjömennt var á fundi áhugahóps gegn stækkun álversins í Straumsvík í gærkvöldi. Talsmaður hópsins telur að stækkað álver þurfi mun stærra þynningarsvæði en nú er, en bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að stefnt sé að því að þynningarsvæðið verði minna en það er nú.

Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma
Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.

Erfitt að meta áhrif hvalveiða á stuðning við Ísland
Sigríður Snævarr, sem leiðir umsóknarferli Íslands um aðild að Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, segir erfitt að meta hvort hvalveiðar Íslendinga hafi áhrif á framboð landsins. Hún segir mikilvægt að fámennar þjóðir fái fulltrúa í ráðið og ef Íslendingar nái kjöri, verði þeir fámennasta þjóðin sem átt hefur fulltrúa í öryggisráðinu.

Fyrrverandi dómsmálaráðherrar frömdu gróf mannréttindabrot
Kjartan Ólafsson, sagnfræðingur, segir að tveir fyrrverandi dómsmálaráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi, á sjöunda áratug síðustu aldar, framið gróf mannréttindabrot og misbeitt valdi sínu, þegar þeir létu hlera síma Samtaka hernámsandstæðinga og Sósíalistaflokksins. Hann krefst þess að fá aðgang að öllum fyrirliggjandi gögnum um símhleranir en í gær fékk hann afhent gögn sem varða eingöngu hleranir á símum þessara tveggja samtaka.

Bílbeltaátak á suðvesturhorninu
Bílbelti hefðu bjargað 7 manneskjum af þeim 23 sem hafa látist í umferðinni á árinu. Lögreglan á suðvesturhorninu stöðvar bíla unnvörpum þessa dagana og sektar þá sem "gleymdu" að spenna beltið og gleymdu að það er hættulegt að tala í gemsa undir stýri.

Barnaklám fannst hjá barnaskólakennara
Mikið af barnaklámi fannst á heimili grunnskólakennara á Akranesi fyrr í október. Hann var handtekinn í skólanum og húsleit gerð heima hjá honum eftir vísbendingu frá samkennara.

Nemendum fjölgar í Reykjanesbæ
Nemendum við grunnskóla Reykjanesbæjar hefur fjölgað um 3,3% á síðastliðnu ári. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en á síðustu tveimur árum hefur nemendum grunnskólanna fjölgað um 7% eða 120.

Kaupþing banki langstærsta fyrirtæki landsins
Kaupþing banki er langstærsta fyrirtæki landsins samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Velta bankans í fyrra nam ríflega 170 milljörðum króna og jókst um 130 prósent frá fyrra ári. KB banki var einnig í efsta sæti listans í fyrra.

Átta manns berjast um fimm sæti hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Átta manns gefa kost á sér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið verður með póstkosningu dagana 3.-17. nóvember. Tveir berjast um efsta sætið, þeir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður og Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra.
Vilja byggja 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð á Selfossi
Smáratorg ehf., sem meðal annars rekur Rúmfatalagerinn, hefur áhuga á að reisa um 20 þúsund fermetra verslunarmiðstöð við Fossanes á Selfossi skammt frá afleggjarnum að Biskupstungnabraut.

Aðeins ein eign á söluskrá á Suðureyri
Mikið líf hefur verið á fasteignamarkaðnum á Suðureyri að undanförnu og eftirspurnin er orðin meiri heldur en framboðið. Fram kemur á vefnum suðureyri.is að ein eign sé á söluskrá hjá Fasteignasölu Vestfjarða, og ekki sé vitað um leiguíbúð í boði. Alls hafa 12% íbúða í bænum skipt um eigendur á undaförnum mánuðum.

Önnur langreyðurin komin á land í Hvalfirði
Hvalur 9 lagðist nú laust fyrir klukkan þrjú að bryggju við Hvalstöðina í Hvalfirði með aðra langreyðina sem veiðst hefur á þeirri viku sem liðin er frá því að atvinnuveiðar hófust á ný. Við mælingar reyndist skepnan jafnstór þeirri sem veiddist á laugardag, eða 68 fet.

Fimm fengu styrki úr Jafnréttissjóði
Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra afhenti í dag styrki úr Jafnréttissjóði til fimm rannsókna á sviði jafnréttismála. Sjóðurinn var stofnaður á síðasta ári í tilefni 30 ára afmælis Kvennafrídagsins og er markmiðið með stofnun hans að tryggja að hér á landi verði unnar vandaðar rannsóknir á stöðu kynjanna á vinnumarkaði, eins og segir á vef félagsmálaráðuneytisins.

Valgerður til Síberíu á fund Norðurskautsráðsins
Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra mun á morgun eiga fund með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sem er gestgjafi á ráðherrafundi Norðurskautsráðsins sem haldinn verður á fimmtudag. Ráðið er sameiginlegur vettvangur norrænna ríkja, ríkja Norður-Ameríku og Rússlands auk samtaka frumbyggja.

Hálfs árs dómur fyrir sölu og vörslu fíkniefna og umferðarlagabrot
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í hálfs árs fangelsi fyrir sölu og vörslu fíkniefna og fyrir að hafa ekið bíl ítrekað án ökuréttinda.

Níu án öryggisbelta í Eyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum sektaði níu ökumenn og farþega í síðustu viku fyrir að nota ekki öryggisbelti. Lögreglumenn segja ökumenn oft bera það fyrir sig að þeir telji sig ekki þurfa að nota öryggisbelti innanbæjar en noti þau alltaf þegar þeir fari upp á land.

Fylgjast sérstaklega með bílbeltanotkun
Algengustu brotin í umferðinni í Reykjavík í gær voru að ökumenn eða farþegar notuðu ekki öryggisbelti. Lögreglumenn á Suðvesturlandi munu næstu daga skoða sérstaklega hvort þau eru notuð en sektir liggja við að nota þau ekki.

Fimm mánuðir fyrir fíkniefnabrot
Tuttugu og fimm ár karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fíkniefnabrot. Maðurinn var handtekinn eftir að lögregla fann um 80 grömm af amfetamíni og 235 grömm af hassi í fórum hans við húsleit.

Ellefu mánaða fangelsi fyrir ofbeldi og hótanir gegn lögreglu
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í ellefu mánaða fangelsi fyrir að skalla lögreglumann og hóta þremur lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra ofbeldi og lífláti.

BSRB fagnar tillögum um lækkun matarverðs
BSRB fagnar tillögum ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til að lækka matvælaverð og lýsir vilja til samstarfs um að farsællega takist til um framkvæmdina. Fram kemur í ályktun sem birt er á heimasíðu bandalagsins að það leggi mikla áherslu á að virða hagsmuni landbúnaðarins og innlendrar afurðarvinnslu við allar kerfisbreytingar sem ráðist er í.

Eindregin samstaða milli frambjóðenda í annað sætið
Það var eindregin samstaða milli þeirra þriggja frambjóðenda sem berjast um annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem þeir sátu fyrir svörum í Íslandi í dag í gærkvöld.

Málsmeðferðartími efnahagsbrotadeildar of langur
Málsmeðferðartími hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra er almennt lengri en talið er eðlilegt í nágrannaríkjunum og það eiga íslensk stjórnvöld ekki að sætta sig við segir Ríkisendurskoðun í nýrri stjórnsýsluúttekt á Ríkislögreglustjóra. Ríkisendurskoðun leggur til aukna samvinnu Ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra í rannsókn alvarlegra skattalagbrota.

Ráðherrar misnotuðu vald sitt með hlerunum
Kjartan Ólafsson segir ljóst að Bjarni Benediktsson og Jóhann Hafstein hafi brotið á mannréttindum fólks og misnotað vald sitt, þegar þeir sem dómsmálaráðherrar létu hlera síma Samtaka herstöðvarandstæðinga á sjöunda áratug síðustu aldar. Kjartan hefur fengið afhent gögn um hleranirnar.

Stofnfundur Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf.
Magnús Gunnarsson verður formaður stjórnar Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar ehf. en félaginu er ætlað að leiða þróun og umbreytingu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli sem koma á í arðbær borgaraleg not. Stofnfundur félagsins var haldinn í Reykjanesbæ í morgun í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá 26. september síðastliðnum.

Grænfriðungar mættir og ætla að kynna baráttuaðferðir sínar
Tveir liðsmenn Grænfriðunga eru komnir til Íslands til að kynna baráttuaðferðir samtakanna geng hvalveiðum Íslendinga. Á morgun ætla samtökin að halda fréttamannafund þar sem farið verður yfir hvaða aðgerðir Grænfriðungar ætla að grípa til á næstu mánuðum til að stöðva hvalveiðar Íslendinga.

Skuldir heimilanna aukast
Skuldir heimila við bankakerfið hafa aukist um tæpan fjórðung frá áramótum og námu alls 670 milljörðum króna í lok september samkvæmt nýbirtum tölum frá Seðlabankanum. Greiningardeild Glitnis segir útlán banka til heimila hafa vaxið hratt frá miðju ári 2004 í kjölfar sóknar þeirra á íbúðalánamarkað.

Sektaðir fyrir að landa fram hjá vigt
Héraðdómur Reykjaness hefur dæmt tvo menn og útgerðarfyrirtæki á Reykjanesi til að greiða samtals 1,1 milljón króna í sekt fyrir að landa um sex tonnum af þorski fram hjá vigt fyrr á þessu ári.

Hvalur 9 kemur að landi milli tvö og hálfþrjú
Hvalur 9 kemur með aðra langreyðina, sem veiðst hefur eftir að atvinnuveiðar hófust á ný, að landi við Hvalstöðina í Hvalfirði í dag milli klukkan tvö og hálfþrjú. Um leið og báturinn hefur lagst að bryggju verður hafist handa við að draga hvalinn, sem er sagður um 60 fet á lengd, á land.