Rannsókn efnahagsbrota tekur of langan tíma 24. október 2006 18:36 Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga. Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ekki að sætta sig við að meðferð efnahagsbrotamála taki almennt lengri tíma hér en talið er eðlilegt í nágrannalöndunum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á embætti ríkislögreglustjóra.Embætti ríkislögreglustjóra er nú 11 ára gamalt og í stjórnsýsluúttektinni er tekið fram að embættið hafi stuðlað að margvíslegum framförum innan lögreglunnar. Hins vegar megi margt betur fara og mælt er með því að farið verði yfir stjórnskipulag lögreglunnar í heild og skerpt á hlutverki ríkislögreglustjóra innan hennar.Í úttektinni kemur fram að starfsmannafjöldi embættisins hefur þrefaldast frá stofnun, kostnaður hefur fjórfaldast á síðustu 7 árum en að hluta til hefur það leitt til kostnaðarlækkunar hjá öðrum embættum lögreglunnar. Fjórðungur af framlögum til ríkislögreglustjóra á síðasta ári fór í að reka og endurnýja lögreglubíla í landinu. Þrátt fyrir það er meðaldurinn á bílaflota lögreglunnar hærri en viðmið gera ráð fyrir.Sterkt er kveðið að orði í málum efnahagsbrotadeildar og talið óásættanlegt fyrir stjórnvöld að á síðustu 5 árum er hlutfall lokinna mála þar mun lægra og málsmeðferðartími lengri en hjá sambærilegum stofnunum í Noregi og Svíþjóð. Á síðustu árum hefur deildin hækkað hjá sér þröskuldinn, þannig að einfaldari mál eru rannsökuð hjá lögreglunni en efnahagsbrotadeildin einbeitt sér að færri og flóknari málum. En á sama tíma hefur fjöldi þeirra mála sem tekst að ljúka nánast staðið í stað. Á síðasta ári tókst að ljúka fjörutíu prósent af öllum málum.Sérstaklega er rannsóknartíminn gagnrýndur, það er, frá því að kæra berst þar til ákæra er gefin út. Tekið er fram að dæmi eru um að dómstólar hér á landi hafi mildað refsingar í efnahagsbrotamálum vegna þess að óhóflegur dráttur hafi orðið á málinu. Að meðaltali leið rúmlega ár þar til ákæra var gefin út - en lengstan tíma tók rannsókn í efnahagsbrotamáli 1403 daga.
Fréttir Innlent Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Sjá meira